Framtíð HM í fótbolta gæti ráðist á næstu dögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2016 23:30 Gianni Infantino. Vísir/Getty Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, hefur mjög róttækar hugmyndir um framtíð heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu og á næstu tveimur dögum gætu þessar hugmyndir hans mögulega orðið að veruleika. Stjórn FIFA fundar næstu tvo daga, á fimmtudag og föstudag, og þar verða hin ýmsu mál tekin fyrir. Framtíð HM í fótbolta verður þar ofarlega á blaði. Dagbladet í Noregi veltir þessu fyrir sér. Hugmyndir Gianni Infantino um að stækka heimsmeistarakeppnina og taka inn 48 landslið hafa fengið misjafnar viðtökur í knattspyrnuheiminum en hann vill að fleiri þjóðir fái tækifæri til að komast inn á stærsta sviðið. Stjórnarmenn FIFA ganga til þessa þings með það í huga að ræða aðeins framtíðarsýn HM í fótbolta en sumir hafa bent á það að lærifaðir Gianni Infantino var Michel Platini, maður sem hikaði ekki að taka stórar ákvarðanir nánast upp úr þurru. Michel Platini var nefnilega snöggur til þegar hann breytti framtíðarsýn EM í fótbolta og ákvað að EM 2020 færi fram í þrettán löndum eða þegar hann kom á laggirnar Þjóðardeild UEFA. Gianni Infantino er því líklegur til að reyna að koma á þessum breytingum sínum fyrr en seinna og þessi stjórnarfundur á næstu tveimur dögum væri kannski kjörinn vettvangur til að ákveða framtíð HM. Gianni Infantino hefur lagt til tvennt þegar kemur að framtíðarfyrirkomulagi HM í fótbolta en í þeim báðum myndi liðum fjölga talsvert. Báðar tillögurnar snúast um það að það fari fram auka útsláttarkeppni fyrir "aðalkeppnina" en að hún yrði hluti að úrslitakeppninni og leikirnir færu fram í sama landi og sjálf lokaúrslitin fara fram. Fyrri tillagan inniheldur 48 þátttökuþjóðir. Eftir styrkleikaröðun myndu 16 bestu þjóðirnar sleppa við þessa útsláttarkeppni en hinar 32 myndu mætast þar sem sigurvegararnir kæmust áfram í riðlakeppnina. Þetta þýddi að gestgjafar keppninnar yrðu að hýsa 80 leiki. Hin tillagan inniheldur 40 þátttökuþjóðir. 24 bestu þjóðirnar komast þá beint inn í riðlakeppnina en hinar 16 keppa um átta laus sæti í fyrrnefndri útsláttarkeppni. Þetta þýddi að gestgjafar keppninnar yrðu að hýsa 72 leiki. Stjórn FIFA hefur mikil völd og getur því tekið þá ákvörðun að breyta HM. Þetta mun þó ekki gerast í fyrsta sinn fyrr en á HM 2026. Næstu tvær heimsmeistarakeppnir sem fara fram í Rússlandi (2018) og í Katar (2022) munu "bara" hafa 32 þátttökuþjóðir. Það þarf því ekki að koma á óvart ef Gianni Infantino tekur einn Platini á þetta og gjörbyltir framtíðarsýn heimsmeistarakeppninnar á næstu tveimur dögum. HM 2014 í Brasilíu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Sjá meira
Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, hefur mjög róttækar hugmyndir um framtíð heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu og á næstu tveimur dögum gætu þessar hugmyndir hans mögulega orðið að veruleika. Stjórn FIFA fundar næstu tvo daga, á fimmtudag og föstudag, og þar verða hin ýmsu mál tekin fyrir. Framtíð HM í fótbolta verður þar ofarlega á blaði. Dagbladet í Noregi veltir þessu fyrir sér. Hugmyndir Gianni Infantino um að stækka heimsmeistarakeppnina og taka inn 48 landslið hafa fengið misjafnar viðtökur í knattspyrnuheiminum en hann vill að fleiri þjóðir fái tækifæri til að komast inn á stærsta sviðið. Stjórnarmenn FIFA ganga til þessa þings með það í huga að ræða aðeins framtíðarsýn HM í fótbolta en sumir hafa bent á það að lærifaðir Gianni Infantino var Michel Platini, maður sem hikaði ekki að taka stórar ákvarðanir nánast upp úr þurru. Michel Platini var nefnilega snöggur til þegar hann breytti framtíðarsýn EM í fótbolta og ákvað að EM 2020 færi fram í þrettán löndum eða þegar hann kom á laggirnar Þjóðardeild UEFA. Gianni Infantino er því líklegur til að reyna að koma á þessum breytingum sínum fyrr en seinna og þessi stjórnarfundur á næstu tveimur dögum væri kannski kjörinn vettvangur til að ákveða framtíð HM. Gianni Infantino hefur lagt til tvennt þegar kemur að framtíðarfyrirkomulagi HM í fótbolta en í þeim báðum myndi liðum fjölga talsvert. Báðar tillögurnar snúast um það að það fari fram auka útsláttarkeppni fyrir "aðalkeppnina" en að hún yrði hluti að úrslitakeppninni og leikirnir færu fram í sama landi og sjálf lokaúrslitin fara fram. Fyrri tillagan inniheldur 48 þátttökuþjóðir. Eftir styrkleikaröðun myndu 16 bestu þjóðirnar sleppa við þessa útsláttarkeppni en hinar 32 myndu mætast þar sem sigurvegararnir kæmust áfram í riðlakeppnina. Þetta þýddi að gestgjafar keppninnar yrðu að hýsa 80 leiki. Hin tillagan inniheldur 40 þátttökuþjóðir. 24 bestu þjóðirnar komast þá beint inn í riðlakeppnina en hinar 16 keppa um átta laus sæti í fyrrnefndri útsláttarkeppni. Þetta þýddi að gestgjafar keppninnar yrðu að hýsa 72 leiki. Stjórn FIFA hefur mikil völd og getur því tekið þá ákvörðun að breyta HM. Þetta mun þó ekki gerast í fyrsta sinn fyrr en á HM 2026. Næstu tvær heimsmeistarakeppnir sem fara fram í Rússlandi (2018) og í Katar (2022) munu "bara" hafa 32 þátttökuþjóðir. Það þarf því ekki að koma á óvart ef Gianni Infantino tekur einn Platini á þetta og gjörbyltir framtíðarsýn heimsmeistarakeppninnar á næstu tveimur dögum.
HM 2014 í Brasilíu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Sjá meira