Sport

Formaður Ólympíunefndar Rússa hættur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Alexander Zhukov.
Alexander Zhukov. vísir/getty
Alexander Zhukov hefur staðið í brúnni hjá rússnesku ólympíunefndinni í gegnum mikinn ólgusjó síðustu mánuði. Hann hefur nú ákveðið að stíga frá borði.

Þó svo hulunni hafi verið lyft af skipulögðu lyfjasvindli Rússa þá hefur aldrei tekist að tengja Zhukov beint við spillinguna.

„Ég styð þessa ákvörðun. Hún er rétt. Zhukov hefur gert mikið fyrir íþróttir í landinu og mun vonandi halda áfram að láta gott af sér leiða,“ sagði Vladimir Pútin, forseti Rússlands.

Zhukov var einnig yfirmaður skipulagsnefndar vetrarólympíuleikanna í Sotsjí þar sem sterkur grunur er um að átt hafi verið við lyfjasýni.

108 rússneskir íþróttamenn fengu ekki að taka þátt á ÓL í Ríó vegna lyfjahneykslisins og enginn Rússi fékk að taka þátt á Ólympíumóti fatlaðra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×