Audi Diönu prinsessu til sölu Finnur Thorlacius skrifar 12. október 2016 10:53 Audi Díönu prinsessu er fagur bíll. Diana prinsessa af Wales var án efa umtalaðasta hefðarkona tíunda áratugar síðustu aldar og árið 1994 var hún mest ljósmyndaða kona jarðar, en hún skildi við Charles prins tveimur árum áður. Einmitt árið 1994 keypti Diana þennan forláta Audi blæjubíl og vakti með því reiði margra Breta, sem ætluðust til þess að hún æki um á breskum bíl, en ekki þýskum. Henni þótti þó mjög vænt um þennan bíl og sagði beinlínis elska hann og var hann mikið myndaður á sínum tíma og vakti óskipta athygli. Hann er með ljósri innréttingu og rjómalituðum leðursætum. Bíllinn var þó ekki lengi í eigu Díönu og seldi hún bílinn sama ár og hún keypti hann. Kaupandinn og allir þeir eigendur bílsins sem á eftir komu voru fullmeðvitaðir um virði bílsins og hafa því lítið ekið honum síðan (21.412 mílur) og haldið honum í fullkomnu ástandi. Bíllinn verður boðinn upp á Silverstone Auctions og er búist við að 50-60.000 pund fáist fyrir hann og er það verð um tíu sinnum hærra en nú fæst fyrir þessa gerð á almennum markaði. Á uppboðinu verða einnig til sölu Rolls Royce Silver Wraith bíll sem notaður var af systur Elísabetu drottningar, Margaret, en hann er af árgerð 1980. Einnig verður til sölu 2005 árgerð Rolls Royce Phantom bíls Elton John og Bentley Mulsanne bíll sem notaður var á demantsbrúðkaupsdegi Elísabetar drottningar og er hann af árgerð 2012. Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent
Diana prinsessa af Wales var án efa umtalaðasta hefðarkona tíunda áratugar síðustu aldar og árið 1994 var hún mest ljósmyndaða kona jarðar, en hún skildi við Charles prins tveimur árum áður. Einmitt árið 1994 keypti Diana þennan forláta Audi blæjubíl og vakti með því reiði margra Breta, sem ætluðust til þess að hún æki um á breskum bíl, en ekki þýskum. Henni þótti þó mjög vænt um þennan bíl og sagði beinlínis elska hann og var hann mikið myndaður á sínum tíma og vakti óskipta athygli. Hann er með ljósri innréttingu og rjómalituðum leðursætum. Bíllinn var þó ekki lengi í eigu Díönu og seldi hún bílinn sama ár og hún keypti hann. Kaupandinn og allir þeir eigendur bílsins sem á eftir komu voru fullmeðvitaðir um virði bílsins og hafa því lítið ekið honum síðan (21.412 mílur) og haldið honum í fullkomnu ástandi. Bíllinn verður boðinn upp á Silverstone Auctions og er búist við að 50-60.000 pund fáist fyrir hann og er það verð um tíu sinnum hærra en nú fæst fyrir þessa gerð á almennum markaði. Á uppboðinu verða einnig til sölu Rolls Royce Silver Wraith bíll sem notaður var af systur Elísabetu drottningar, Margaret, en hann er af árgerð 1980. Einnig verður til sölu 2005 árgerð Rolls Royce Phantom bíls Elton John og Bentley Mulsanne bíll sem notaður var á demantsbrúðkaupsdegi Elísabetar drottningar og er hann af árgerð 2012.
Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent