Giggs vorkennir Rooney: „Hann er örugglega svolítið ringlaður“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. október 2016 10:30 Wayne Rooney kom inn af bekknum í gær. vísir/getty Ryan Giggs, fyrrverandi samherji og þjálfari Wayne Rooney, fyrirliða Manchester United, vorkennir félaga sínum sem hann segir vera að ganga í gegnum breytingaskeið á sínum ferli. Síðustu vikur hafa ekki verið góðar fyrir Rooney sem missti sætið sitt í byrjunarliði Manchester United og var svo settur á bekkinn hjá enska landsliðinu. Hann er fyrirliði beggja liða. Ferill Rooney hefur verið glæsilegur en þessi 31 árs gamli framherji stefnir á markametið hjá Manchester United og leikjametið hjá enska landsliðinu. Hann er nú þegar orðinn markahæstur í sögu enska landsliðsins. Giggs skilur hvað Rooney er að ganga í gegnum og finnur til með framherjanum því Walesverjinn upplifði það sama á löngum ferli sínum. „Ég sé leikmann sem er að ganga í gegnum breytingaskeið. Ég gekk í gegnum það sama þegar ég var 29 eða 30 ára gamall. Þá var ég vængmaður sem komst ekki lengur framhjá varnarmönnum,“ sagði Giggs á ITV eftir leik Englands og Slóveníu í gærkvöldi. „Ég vorkenni Rooney. Undir lok síðasta tímabils var hann að spila aftarlega á miðjunni en síðan var hann orðin nía aftur og svo tía. Hann er örugglega svolítið ringlaður.“ „Ég sé hann ekkert sem leikmann sem getur bara spilað eina stöðu. Hann er svo hæfileikaríkur að hann getur spilað margar stöður og er reynslumikill,“ sagði Ryan Giggs. Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hart bjargaði Englandi þegar Henderson hélt að hann væri Ronaldinho | Myndbönd Sjáðu tvær flottar markvörslur Joe Hart sem bjargaði stigi fyrir England í Slóveníu í gærkvöldi. 12. október 2016 08:20 Southgate: Ég tók við algjörum vandræðum Gareth Southgate segist vera að reyna að stýra ensku skútunni í rétta átt eftir vandræði síðustu mánaða. 12. október 2016 07:04 Joe Hart kom þeim ensku til bjargar í Slóveníu | Myndband Englendingar og Slóvenar gerður markalaust jafntefli út í Slóveníu í kvöld. Leikurinn var hluti af undankeppni HM í Rússlandi sem fram fer árið 2018. 11. október 2016 20:30 Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Ryan Giggs, fyrrverandi samherji og þjálfari Wayne Rooney, fyrirliða Manchester United, vorkennir félaga sínum sem hann segir vera að ganga í gegnum breytingaskeið á sínum ferli. Síðustu vikur hafa ekki verið góðar fyrir Rooney sem missti sætið sitt í byrjunarliði Manchester United og var svo settur á bekkinn hjá enska landsliðinu. Hann er fyrirliði beggja liða. Ferill Rooney hefur verið glæsilegur en þessi 31 árs gamli framherji stefnir á markametið hjá Manchester United og leikjametið hjá enska landsliðinu. Hann er nú þegar orðinn markahæstur í sögu enska landsliðsins. Giggs skilur hvað Rooney er að ganga í gegnum og finnur til með framherjanum því Walesverjinn upplifði það sama á löngum ferli sínum. „Ég sé leikmann sem er að ganga í gegnum breytingaskeið. Ég gekk í gegnum það sama þegar ég var 29 eða 30 ára gamall. Þá var ég vængmaður sem komst ekki lengur framhjá varnarmönnum,“ sagði Giggs á ITV eftir leik Englands og Slóveníu í gærkvöldi. „Ég vorkenni Rooney. Undir lok síðasta tímabils var hann að spila aftarlega á miðjunni en síðan var hann orðin nía aftur og svo tía. Hann er örugglega svolítið ringlaður.“ „Ég sé hann ekkert sem leikmann sem getur bara spilað eina stöðu. Hann er svo hæfileikaríkur að hann getur spilað margar stöður og er reynslumikill,“ sagði Ryan Giggs.
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hart bjargaði Englandi þegar Henderson hélt að hann væri Ronaldinho | Myndbönd Sjáðu tvær flottar markvörslur Joe Hart sem bjargaði stigi fyrir England í Slóveníu í gærkvöldi. 12. október 2016 08:20 Southgate: Ég tók við algjörum vandræðum Gareth Southgate segist vera að reyna að stýra ensku skútunni í rétta átt eftir vandræði síðustu mánaða. 12. október 2016 07:04 Joe Hart kom þeim ensku til bjargar í Slóveníu | Myndband Englendingar og Slóvenar gerður markalaust jafntefli út í Slóveníu í kvöld. Leikurinn var hluti af undankeppni HM í Rússlandi sem fram fer árið 2018. 11. október 2016 20:30 Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Hart bjargaði Englandi þegar Henderson hélt að hann væri Ronaldinho | Myndbönd Sjáðu tvær flottar markvörslur Joe Hart sem bjargaði stigi fyrir England í Slóveníu í gærkvöldi. 12. október 2016 08:20
Southgate: Ég tók við algjörum vandræðum Gareth Southgate segist vera að reyna að stýra ensku skútunni í rétta átt eftir vandræði síðustu mánaða. 12. október 2016 07:04
Joe Hart kom þeim ensku til bjargar í Slóveníu | Myndband Englendingar og Slóvenar gerður markalaust jafntefli út í Slóveníu í kvöld. Leikurinn var hluti af undankeppni HM í Rússlandi sem fram fer árið 2018. 11. október 2016 20:30