Túristar vekja ótta með íbúum á Vatnsnesi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. október 2016 07:00 Vatnsnesvegur er heflaður endrum og sinnum en fellur fljótt í sama farið aftur. Mynd/Stella Guðrún Ellertsdóttir „Ég fann fyrst fyrir bílhræðslu á ævinni þegar ég fór um Vatnsnes,“ segir Guðný Hrund Karlsdóttir, sem verið hefur sveitarstjóri í Húnaþingi vestra frá vorinu 2014. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu eru íbúar Húnaþings afar ósáttir við ástand vegarins um Vatnsnes. Byggðaráð sveitarfélagsins bókaði í gær enn eina athugasemdina vegna þessa. Lýst er sérstökum áhyggjum vegna sprengingar í umferð ferðamanna þótt sú þróun sé sögð að mörgu leyti jákvæð og störfum við ferðaþjónustu á svæðinu hafi fjölgað mikið. Fjöldi þeirra sem heimsóttu upplýsingamiðstöðina á Hvammstanga hefur áttfaldast á aðeins fimm árum, þeir voru fimm þúsund á árinu 2011 en eru orðnir 38 þúsund það sem af er þessu ári. „Nú er staðan orðin þannig að víða er vegakerfið komið að ystu þolmörkum, sérstaklega Vatnsnesvegur, sem er mjög vinsæl ferðamannaleið. Vegurinn er langur, erfiður og víða úr sér genginn,“ segir byggðaráðið í bókun sinni um málið. Þorbjörg Ásbjarnardóttir, sem býr á Þorgrímsstöðum á Vatnsnesi, segir íbúana hafa þungar áhyggjur af umferð ferðamanna sem sé stýrt út á Vatnsnes að skoða Hvítserk og seli. Þeir kunni fæstir að aka á malarvegum. „Annaðhvort keyra þeir á þrjátíu og hleypa ekki fram úr eða maður mætir þeim á 100 kílómetra hraða. Við höfum bara miklar áhyggjur af öryggi og velferð barnanna okkar sem þurfa að keyra þarna um veginn í skólabíl,“ segir Þorbjörg. Þá bendir Þorbjörg á að heimamenn þekki einbreiðan veginn vel og viti hvað beri að varast en það gildi ekki um ferðamennina. „Þegar maður er að mæta ferðamönnum sem slá ekki af og fara ekki úr hjólförum þá er þetta náttúrlega ekkert grín,“ segir Þorbjörg. Fyrir stuttu hafi fjórir erlendir ferðamenn á bílaleigubíl verið fluttir slasaðir suður. Ferðamaður hafi látist þar í bílslysi fyrir fáum árum. „Maður spyr sig hvað þurfi margir að deyja í slysi hérna til þess að það verði eitthvað gert.“ Mikil óánægja er meðal íbúa að sögn Þorbjargar með stýringu ferðamanna inn á ónýtan og einbreiðan malarveg á Vatnsnesi þar sem lágmarksaðstaða sé ekki fyrir hendi, til dæmis vanti bæði salerni og ruslafötur. „Iðulega yfir sumartímann parkera ferðamenn á veginum og í kantinum til að sofa. Þau eru ofan í giljum, á blindhæðum - bara alls staðar, það er eins og þau séu ein í heiminum. Þetta er auðvitað stórhættulegt.“ Fram hefur komið að Vegagerðin segir ekki til fjármagn til að byggja Vatnsnesveginnn upp. „Hér er sannarlega um að ræða mál þar sem reynir á samfélagsleg þolmörk ferðaþjónustunnar,“ segir byggðaráðið sem vill að breikkun vegarins og lagningu slitlags verði komið inn í samgönguáætlun strax á næsta ári.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Bílveikir skólakrakkar hossast um Húnaþing Foreldrar á Vatnsnesi hafa rætt um að senda börnin ekki í skólann vegna lengri ferðatíma og bílveiki á síversnandi þjóðvegi. Ekki til peningar til að lagfæringa, svarar Vegagerðin skólastjóranum. 8. október 2016 07:00 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
„Ég fann fyrst fyrir bílhræðslu á ævinni þegar ég fór um Vatnsnes,“ segir Guðný Hrund Karlsdóttir, sem verið hefur sveitarstjóri í Húnaþingi vestra frá vorinu 2014. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu eru íbúar Húnaþings afar ósáttir við ástand vegarins um Vatnsnes. Byggðaráð sveitarfélagsins bókaði í gær enn eina athugasemdina vegna þessa. Lýst er sérstökum áhyggjum vegna sprengingar í umferð ferðamanna þótt sú þróun sé sögð að mörgu leyti jákvæð og störfum við ferðaþjónustu á svæðinu hafi fjölgað mikið. Fjöldi þeirra sem heimsóttu upplýsingamiðstöðina á Hvammstanga hefur áttfaldast á aðeins fimm árum, þeir voru fimm þúsund á árinu 2011 en eru orðnir 38 þúsund það sem af er þessu ári. „Nú er staðan orðin þannig að víða er vegakerfið komið að ystu þolmörkum, sérstaklega Vatnsnesvegur, sem er mjög vinsæl ferðamannaleið. Vegurinn er langur, erfiður og víða úr sér genginn,“ segir byggðaráðið í bókun sinni um málið. Þorbjörg Ásbjarnardóttir, sem býr á Þorgrímsstöðum á Vatnsnesi, segir íbúana hafa þungar áhyggjur af umferð ferðamanna sem sé stýrt út á Vatnsnes að skoða Hvítserk og seli. Þeir kunni fæstir að aka á malarvegum. „Annaðhvort keyra þeir á þrjátíu og hleypa ekki fram úr eða maður mætir þeim á 100 kílómetra hraða. Við höfum bara miklar áhyggjur af öryggi og velferð barnanna okkar sem þurfa að keyra þarna um veginn í skólabíl,“ segir Þorbjörg. Þá bendir Þorbjörg á að heimamenn þekki einbreiðan veginn vel og viti hvað beri að varast en það gildi ekki um ferðamennina. „Þegar maður er að mæta ferðamönnum sem slá ekki af og fara ekki úr hjólförum þá er þetta náttúrlega ekkert grín,“ segir Þorbjörg. Fyrir stuttu hafi fjórir erlendir ferðamenn á bílaleigubíl verið fluttir slasaðir suður. Ferðamaður hafi látist þar í bílslysi fyrir fáum árum. „Maður spyr sig hvað þurfi margir að deyja í slysi hérna til þess að það verði eitthvað gert.“ Mikil óánægja er meðal íbúa að sögn Þorbjargar með stýringu ferðamanna inn á ónýtan og einbreiðan malarveg á Vatnsnesi þar sem lágmarksaðstaða sé ekki fyrir hendi, til dæmis vanti bæði salerni og ruslafötur. „Iðulega yfir sumartímann parkera ferðamenn á veginum og í kantinum til að sofa. Þau eru ofan í giljum, á blindhæðum - bara alls staðar, það er eins og þau séu ein í heiminum. Þetta er auðvitað stórhættulegt.“ Fram hefur komið að Vegagerðin segir ekki til fjármagn til að byggja Vatnsnesveginnn upp. „Hér er sannarlega um að ræða mál þar sem reynir á samfélagsleg þolmörk ferðaþjónustunnar,“ segir byggðaráðið sem vill að breikkun vegarins og lagningu slitlags verði komið inn í samgönguáætlun strax á næsta ári.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Bílveikir skólakrakkar hossast um Húnaþing Foreldrar á Vatnsnesi hafa rætt um að senda börnin ekki í skólann vegna lengri ferðatíma og bílveiki á síversnandi þjóðvegi. Ekki til peningar til að lagfæringa, svarar Vegagerðin skólastjóranum. 8. október 2016 07:00 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Bílveikir skólakrakkar hossast um Húnaþing Foreldrar á Vatnsnesi hafa rætt um að senda börnin ekki í skólann vegna lengri ferðatíma og bílveiki á síversnandi þjóðvegi. Ekki til peningar til að lagfæringa, svarar Vegagerðin skólastjóranum. 8. október 2016 07:00