Ronaldo sendi færeyskri fegurðardís skilaboð en hún kallar hann grenjuskjóðu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2016 12:45 Sitt sýnist eflaust hverjum hvort hjónasvipur sé með þeim Aimi og Cristiano. „Hann skrifaði allt mögulegt,“ segir færeyska stelpan Aimi Helbo sem fékk óvænt skilaboð frá portúgalska knattspyrnusnillingnum Cristiano Ronaldo í fyrradag. Ronaldo var í Þórshöfn ásamt landsliði Portúgala sem tóku frændur okkar í Færeyjum í kennslustund í gærkvöldi. Lokatölurnar urðu 6-0 og skoraði Ronaldo eitt marka gestanna. „Ég veit ekki hvers vegna hann skrifaði mér,“ segir Aimi í viðtali við færeyska miðilinn Kringvarp Föroya í dag. Skilaboðin bárust fyrir hádegi á sunnudag. Aimi birti hluta af skilaboðunum á Facebook-síðu sinni. Eftir því sem Vísir kemst næst hafði Ronaldo samband við fleiri en eina af hinu kyninu á Instagram á meðan á heimsókninni til Færeyja stóð.Sjá einnig:Laumaði sér inn á völlinn og fékk bolamynd með Ronaldo Fyrstu skilaboðin voru einföld, eins og sjá má hér að neðan. Ronaldo sagði hæ og spurði, eftir að Aimi hafði svarað honum, hvort hún væri frá Færeyjum. Knattspyrnukappinn sendi Aimi mynd af hótelherbergi sínu og var sú færeyska fljót að átta sig á því á hvaða hóteli hann gisti. Ronaldo varð svo fyrir vonbrigðum þegar í ljós kom að nýja vinkonan var ekki í Færeyjum eftir allt saman, heldur í Danmörku.Skilaboðin sem Aimi birti má sjá hér að neðan. Sá hluti skilaboðanna sem fór á milli Aimi og Ronaldo sem sú fyrrnefnda birti á Facebook-síðu sinni. Ronaldo dó þó ekki ráðalaus og bauð Aimi að kíkja í heimsókn til sín í Madrid, þar sem Ronaldo spilar með stórliðinu Real Madrid. Hún segist þó ekki viss um hvort hún ætli að þekkjast boðið. „Ég veit ekki hvort ég þori því.“ Ronaldo hafði orð á því að það væri kalt í Færeyjum en annars leyst honum vel á aðstæður. Aimi segir Ronaldo auðvitað frábæran knattspyrnumann en segist alls ekki vera í aðdáendahópnum. Þá hafði hún á orði að hann væri heldur mikil grenjuskjóða. Vísar Aimi þar til þess að Ronaldo hefur löngum þótt hneigður til þess að láta sig falla á knattspyrnuvellinum við minnsta tilefni. Færeyski útvarpsmaðurinn spurði Aimi hvort henni þætti eðlilegt að birta samskipti við Ronaldo opinberlega, eins og hún gerði að hluta á Facebook. Aimi svaraði því til að Ronaldo væri opinber persóna en hún reiknaði þó ekki með að birta frekari samskipti þeirra, verði þau einhver. Hægt er að hlusta á allt viðtalið við Aimi á KVF.FO. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Benteke skoraði eftir átta sekúndur og Gunnar Nielsen fékk á sig sex mörk | Úrslit kvöldsins | Sjáðu mörkin Christian Benteke setti nýtt met í kvöld þegar hann skoraði eftir aðeins 8,1 sekúndu í leik Belgíu og Gíbraltar í undankeppni HM 2018. Níu leikir fór fram í undankeppninni í kvöld. 10. október 2016 13:56 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Sjá meira
„Hann skrifaði allt mögulegt,“ segir færeyska stelpan Aimi Helbo sem fékk óvænt skilaboð frá portúgalska knattspyrnusnillingnum Cristiano Ronaldo í fyrradag. Ronaldo var í Þórshöfn ásamt landsliði Portúgala sem tóku frændur okkar í Færeyjum í kennslustund í gærkvöldi. Lokatölurnar urðu 6-0 og skoraði Ronaldo eitt marka gestanna. „Ég veit ekki hvers vegna hann skrifaði mér,“ segir Aimi í viðtali við færeyska miðilinn Kringvarp Föroya í dag. Skilaboðin bárust fyrir hádegi á sunnudag. Aimi birti hluta af skilaboðunum á Facebook-síðu sinni. Eftir því sem Vísir kemst næst hafði Ronaldo samband við fleiri en eina af hinu kyninu á Instagram á meðan á heimsókninni til Færeyja stóð.Sjá einnig:Laumaði sér inn á völlinn og fékk bolamynd með Ronaldo Fyrstu skilaboðin voru einföld, eins og sjá má hér að neðan. Ronaldo sagði hæ og spurði, eftir að Aimi hafði svarað honum, hvort hún væri frá Færeyjum. Knattspyrnukappinn sendi Aimi mynd af hótelherbergi sínu og var sú færeyska fljót að átta sig á því á hvaða hóteli hann gisti. Ronaldo varð svo fyrir vonbrigðum þegar í ljós kom að nýja vinkonan var ekki í Færeyjum eftir allt saman, heldur í Danmörku.Skilaboðin sem Aimi birti má sjá hér að neðan. Sá hluti skilaboðanna sem fór á milli Aimi og Ronaldo sem sú fyrrnefnda birti á Facebook-síðu sinni. Ronaldo dó þó ekki ráðalaus og bauð Aimi að kíkja í heimsókn til sín í Madrid, þar sem Ronaldo spilar með stórliðinu Real Madrid. Hún segist þó ekki viss um hvort hún ætli að þekkjast boðið. „Ég veit ekki hvort ég þori því.“ Ronaldo hafði orð á því að það væri kalt í Færeyjum en annars leyst honum vel á aðstæður. Aimi segir Ronaldo auðvitað frábæran knattspyrnumann en segist alls ekki vera í aðdáendahópnum. Þá hafði hún á orði að hann væri heldur mikil grenjuskjóða. Vísar Aimi þar til þess að Ronaldo hefur löngum þótt hneigður til þess að láta sig falla á knattspyrnuvellinum við minnsta tilefni. Færeyski útvarpsmaðurinn spurði Aimi hvort henni þætti eðlilegt að birta samskipti við Ronaldo opinberlega, eins og hún gerði að hluta á Facebook. Aimi svaraði því til að Ronaldo væri opinber persóna en hún reiknaði þó ekki með að birta frekari samskipti þeirra, verði þau einhver. Hægt er að hlusta á allt viðtalið við Aimi á KVF.FO. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Benteke skoraði eftir átta sekúndur og Gunnar Nielsen fékk á sig sex mörk | Úrslit kvöldsins | Sjáðu mörkin Christian Benteke setti nýtt met í kvöld þegar hann skoraði eftir aðeins 8,1 sekúndu í leik Belgíu og Gíbraltar í undankeppni HM 2018. Níu leikir fór fram í undankeppninni í kvöld. 10. október 2016 13:56 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Sjá meira
Benteke skoraði eftir átta sekúndur og Gunnar Nielsen fékk á sig sex mörk | Úrslit kvöldsins | Sjáðu mörkin Christian Benteke setti nýtt met í kvöld þegar hann skoraði eftir aðeins 8,1 sekúndu í leik Belgíu og Gíbraltar í undankeppni HM 2018. Níu leikir fór fram í undankeppninni í kvöld. 10. október 2016 13:56