Hettupeysurnar snúa aftur af fullum krafti Ritstjórn skrifar 11. október 2016 11:45 Glamour/Getty Ef það er einhver flík sem kemur alltaf aftur þá er það hettupeysan góða. Hún hefur aldrei verið jafn vinsæl núna í vetur þar sem íþróttastíllinn er að koma sterkur inn. Merki eins og FILA, Adidas, Nike og ekki síst gamla góða Champion eru komin í tísku og það á fullri ferð. Champion er merkið sem hefur alltaf skotið upp kollinum við og við en núna fæst það meðal annars í Ellingsen. Einnig var samstarfi þess og danska merkisins Wood Wood vel tekið en sú lína fæst í Húrra Reykjavík á Hverfisgötunni. Franska merkið Vétements á eiginlega heiðurinn að þessari endurkomu en hettupeysur þeirra rötuðu á tískupallinn í fyrra, þá með skemmtilegum textum og jafnvel herðapúðum. Við mælum með að grafa upp, eða fjárfesta í einni hettupeysu fyrir veturinn, passa við allt og hentar vel íslensku veðurfari. Champion merkið fæst í Ellingsen.Samstarf Wood Wood og Champion sem fæst í Húrra Reykjavík en okkur skilst að þessar peysur séu uppseldar hjá versluninni. Glamour Tíska Mest lesið Kendall Jenner myndaði Ísold fyrir LOVE Magazine Glamour Fjölbreytnin í fyrirrúmi í nýrri stuttmynd Ísoldar Braga Glamour Sjáðu stuttmyndina Íslenskar Stelpur eftir Ísold Glamour Galdurinn við ,,gillið" Glamour Flottustu kjólarnir á Grammy Glamour Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour Glamúr og glimmer hjá Bpro Glamour Ljósmyndastúdíói breytt í íbúð í 101 Glamour Fyrsta línan frá nýju systurmerki H&M Glamour Natacha Ramsay-Levi verður yfirhönnuður Chloé Glamour
Ef það er einhver flík sem kemur alltaf aftur þá er það hettupeysan góða. Hún hefur aldrei verið jafn vinsæl núna í vetur þar sem íþróttastíllinn er að koma sterkur inn. Merki eins og FILA, Adidas, Nike og ekki síst gamla góða Champion eru komin í tísku og það á fullri ferð. Champion er merkið sem hefur alltaf skotið upp kollinum við og við en núna fæst það meðal annars í Ellingsen. Einnig var samstarfi þess og danska merkisins Wood Wood vel tekið en sú lína fæst í Húrra Reykjavík á Hverfisgötunni. Franska merkið Vétements á eiginlega heiðurinn að þessari endurkomu en hettupeysur þeirra rötuðu á tískupallinn í fyrra, þá með skemmtilegum textum og jafnvel herðapúðum. Við mælum með að grafa upp, eða fjárfesta í einni hettupeysu fyrir veturinn, passa við allt og hentar vel íslensku veðurfari. Champion merkið fæst í Ellingsen.Samstarf Wood Wood og Champion sem fæst í Húrra Reykjavík en okkur skilst að þessar peysur séu uppseldar hjá versluninni.
Glamour Tíska Mest lesið Kendall Jenner myndaði Ísold fyrir LOVE Magazine Glamour Fjölbreytnin í fyrirrúmi í nýrri stuttmynd Ísoldar Braga Glamour Sjáðu stuttmyndina Íslenskar Stelpur eftir Ísold Glamour Galdurinn við ,,gillið" Glamour Flottustu kjólarnir á Grammy Glamour Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour Glamúr og glimmer hjá Bpro Glamour Ljósmyndastúdíói breytt í íbúð í 101 Glamour Fyrsta línan frá nýju systurmerki H&M Glamour Natacha Ramsay-Levi verður yfirhönnuður Chloé Glamour