Tesla hættir smíði aflminnstu 60D útgáfu Model X Finnur Thorlacius skrifar 11. október 2016 09:42 Tesla Model X. Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla hefur ákveðið að hætta framleiðslu aflminnstu og skammdrægustu útgáfu Model X bíls síns með 60D rafhlöðunum og verður nú sú aflminnsta af 75D-gerð. Það hækkar verulega verð ódýrustu útgáfu bílsins og er lægsta verðið nú 85.500 dollarar í stað 74.000 dollara áður. Líklega liggur dræm sala 60D útgáfunnar að baki þeirri ákvörðun að hætta framleiðslunni. Áfram verður þó hægt að kaupa Model S bílinn með 60D rafhlöðunum og kostar sá bíll 66.000 dollara og virðist næg eftirspurn vera í þá útgáfu hans og er hann ódýrasti bíll sem kaupa má frá Tesla. Tesla, eins og margur annar bílaframleiðandinn, vill selja fleiri bíla en það gerir nú og fækka þeim útgáfum bíla sinna sem seljast treglega og leggja fremur áherslu á þá bílgerðir sem seljast vel. Því er þetta kunnuglegt mynstur og ætti ekki að vekja furðu margra. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent
Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla hefur ákveðið að hætta framleiðslu aflminnstu og skammdrægustu útgáfu Model X bíls síns með 60D rafhlöðunum og verður nú sú aflminnsta af 75D-gerð. Það hækkar verulega verð ódýrustu útgáfu bílsins og er lægsta verðið nú 85.500 dollarar í stað 74.000 dollara áður. Líklega liggur dræm sala 60D útgáfunnar að baki þeirri ákvörðun að hætta framleiðslunni. Áfram verður þó hægt að kaupa Model S bílinn með 60D rafhlöðunum og kostar sá bíll 66.000 dollara og virðist næg eftirspurn vera í þá útgáfu hans og er hann ódýrasti bíll sem kaupa má frá Tesla. Tesla, eins og margur annar bílaframleiðandinn, vill selja fleiri bíla en það gerir nú og fækka þeim útgáfum bíla sinna sem seljast treglega og leggja fremur áherslu á þá bílgerðir sem seljast vel. Því er þetta kunnuglegt mynstur og ætti ekki að vekja furðu margra.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent