Mercedes Benz EQ rafmagnsbíll á göturnar árið 2020 Finnur Thorlacius skrifar 28. október 2016 10:14 Mercedes Benz EQ rafmagnsbíllinn í Bremen. Höfuðstöðvar rafmagnsbílaframleiðslu Mercedes Benz verður í Bremen og þeirra fyrsti bíll er þar í þróun og hefur fengið nafnið EQ. Þessi bíll mun koma á göturnar árið 2020 og tugur annarra slíkra rafmagnsbíla mun fylgja í kjölfarið og verða komnir í sölu árið 2025. Þá býst Mercedes Benz við því að hreinræktaðir rafmagnsbílar verði orðnir 15-25% af heildarsölu fyrirtækisins. Miðað við það hlutfall er markmið þýskra yfirvalda að útrýma bílum með brunavélum árið 2030 ekki raunhæft, en slíkt markmið hefur reyndar ekki verið samkykkt á þýska þinginu ennþá. Í Bremen eru nú smíðaðir tengiltvinnbílar Benz, sem og hefðbundnir bílar með brunavélar. Dæmi um tengiltvinnbíla sem þar eru smíðaðir eru C-Class og GLC. Í Bremen stendur einnig til að smíða GLC vetnisbíl og á hann að koma á markað strax á næsta ári. Mercedes Benz stefnir að því að smíða eigin rafhlöður og það í Þýskalandi, nánar tiltekið í Kamenz og mun smíði þeirra hefjast árið 2018. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent
Höfuðstöðvar rafmagnsbílaframleiðslu Mercedes Benz verður í Bremen og þeirra fyrsti bíll er þar í þróun og hefur fengið nafnið EQ. Þessi bíll mun koma á göturnar árið 2020 og tugur annarra slíkra rafmagnsbíla mun fylgja í kjölfarið og verða komnir í sölu árið 2025. Þá býst Mercedes Benz við því að hreinræktaðir rafmagnsbílar verði orðnir 15-25% af heildarsölu fyrirtækisins. Miðað við það hlutfall er markmið þýskra yfirvalda að útrýma bílum með brunavélum árið 2030 ekki raunhæft, en slíkt markmið hefur reyndar ekki verið samkykkt á þýska þinginu ennþá. Í Bremen eru nú smíðaðir tengiltvinnbílar Benz, sem og hefðbundnir bílar með brunavélar. Dæmi um tengiltvinnbíla sem þar eru smíðaðir eru C-Class og GLC. Í Bremen stendur einnig til að smíða GLC vetnisbíl og á hann að koma á markað strax á næsta ári. Mercedes Benz stefnir að því að smíða eigin rafhlöður og það í Þýskalandi, nánar tiltekið í Kamenz og mun smíði þeirra hefjast árið 2018.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent