Scion merki Toyota endanlega aflagt Finnur Thorlacius skrifar 25. október 2016 14:33 Nú hefur þessu merki verið lagt af hendi Toyota. Dagurinn í dag markar þau tímamót hjá Toyota að vera síðasti dagur Scion merkisins sem Toyota stofnaði árið 2003. Merki Scion var stofnað til að höfða til yngri kynslóðarinnar í Bandaríkjunum en líklega er hægt að segja að það hafi aldrei tekist. Alls seldust bílar Scion í 1,2 milljónum eintaka í Bandaríkjunum, en Scion bílar voru einungis markaðssettir þarlendis. Mest seldist af Scion bílum árið 2006, eða 173.000 bílar. Salan var komin niður í ríflega 45.000 bíla árið 2010, en var 56.000 bílar í fyrra. Toyota reyndi að blása í glæðurnar með nýjum Scion tC bíl árið 2011, en salan tók engan veginn við sér og því var ákvörðun Toyota auðveld. Alls hafa 5 bílgerðir Scion bíla verið framleiddir en þeir sem enn eru í framleiðslu munu nú fá Toyota merkið. Það eru bílarnir FR-S, iA og iM og munu þeir héðan á frá bera nöfnin Toyota 86, Yaris iA og Corolla iM. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent
Dagurinn í dag markar þau tímamót hjá Toyota að vera síðasti dagur Scion merkisins sem Toyota stofnaði árið 2003. Merki Scion var stofnað til að höfða til yngri kynslóðarinnar í Bandaríkjunum en líklega er hægt að segja að það hafi aldrei tekist. Alls seldust bílar Scion í 1,2 milljónum eintaka í Bandaríkjunum, en Scion bílar voru einungis markaðssettir þarlendis. Mest seldist af Scion bílum árið 2006, eða 173.000 bílar. Salan var komin niður í ríflega 45.000 bíla árið 2010, en var 56.000 bílar í fyrra. Toyota reyndi að blása í glæðurnar með nýjum Scion tC bíl árið 2011, en salan tók engan veginn við sér og því var ákvörðun Toyota auðveld. Alls hafa 5 bílgerðir Scion bíla verið framleiddir en þeir sem enn eru í framleiðslu munu nú fá Toyota merkið. Það eru bílarnir FR-S, iA og iM og munu þeir héðan á frá bera nöfnin Toyota 86, Yaris iA og Corolla iM.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent