ISIS-liðar sakaðir um frekari ódæði í Mosul Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2016 14:27 Vígamenn ISIS hafa kveikt elda í olíulindum og brennisteinsverksmiðju svo eitraðar reykgufur liggja yfir stórum svæðum. Vísir/AFP Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur borist til eyrna frekari fregnir af vígamönnum Íslamska ríkisins beita almenna borgara miklu ofbeldi í og við Mosul í Írak. Þeir eru sagðir hafa tekið menn, konur og börn af lífi og eru sagðir skýla sér á bak við almenna borgara. Í tilkynningu á vef stofnunarinnar segir þó að starfsmönnum hennar hafi reynst erfitt að staðfesta þær fregnir sem þeim hafa borist. ISIS-liðar eru sagðir hafa myrt 15 borgara í þorpinu Safina og kastað líkum þeirra í á. Það eru þeir sagðir hafa gert til að dreifa ótta meðal annarra íbúa í og við Mosul. Þá munu þeir hafa bundið sex borgara aftan í bíla og dregið þá um bæinn. Fórnarlömb þeirra eru sögð hafa verið skyld leiðtoga ættbálks sem berst með stjórnarhernum um Mosul.Yfirlit yfir orrustuna um Mosul.Vísir/GraphicnewsÍrakski herinn kom að 70 líkum í húsum þorpsins Tuloul Naser á fimmtudaginn. Skotsár fundust á líkunum en ekki hefur verið staðfest að þau hafi verið skotin af vígamönnum ISIS.Tóku konur og börn af lífi Þá hafa borist fregnir af því að vígamenn hafi tekið þrjár konur og þrjú stúlkubörn af lífi við þorp sem heitir Rufeila. Þar að auki særðust fjögur börn. Verið var að neyða íbúa þorpsins til að flytja sig nærri Mosul og drógust konurnar og börnin aftur úr. Eitt barnanna sem tekið var af lífi var með fötlun og er það ástæða þess að þær drógust aftur úr. ISIS-liðar eru þar að auki sagðir hafa myrt um 50 fyrrverandi lögregluþjóna á sunnudaginn. Mennirnir eru sagðir hafa verið i haldi samtakanna frá sumrinu 2014. sem hafa verið í haldi samtakanna frá sumrinu 2014. Þúsundir hafa flúði frá Mosul og nærliggjandi þorpum á undanförnum dögum, eftir að sókn stjórnarhers Íraks og bandamanna þeirra hófst fyrir rúmri viku síðan. Yfirvöld í borginni Kirkuk, sem er í haldi Kúrda, hafa nú skipað öllum þeim sem þangað hafa flúið og halda ekki til í flóttamannabúðum að fara í þær. Annars verði þeim vikið af svæðinu. ISIS-liðar gerðu skyndiárás á borgina á föstudaginn og ollu þar miklum usla. Kúrdar telja að einhverjir vígamannanna hafi falið sig á meðal flóttafólks frá Mosul.Mikil mótspyrna Stjórnarherinn og Kúrdar hafa nú tekið minnst 78 þorp frá ISIS og hafa fellt tæplega 800 vígamenn. Þeir mæta þó enn mikilli mótspyrnu. talið er að allt frá þrjú þúsund til fimm þúsund vígamenn haldi borginni. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS-liðar hefna sín á Kúrdum Vígamenn samtakanna réðust á opinberar byggingar í Kirkuk í morgun. 21. október 2016 10:59 ISIS myrtu hundruði í Mosul Fullyrt er að ISIS hafi myrt 284 menn og drengi í Mosul eftir að hafa nýtt þá sem mannlega skyldi. 22. október 2016 14:36 Hálfri milljón barna stefnt í hættu í Mosúl Átökin um Mosúl næstu vikurnar munu bitna á börnum og fjölskyldum þeirra, sem teknar eru að flýja borgina og leita skjóls í flóttamannabúðum. 24. október 2016 07:00 Írakskar öryggissveitir ná aftur borg úr höndum ISIS ISIS-liðar hafa ráðist inn í fjölda bæja og borga víðs vegar um Írak á síðustu dögum, í þeim tilgangi að dreifa kröftum írakskra öryggissveita. 25. október 2016 12:48 Háttsettir liðsmenn ISIS flýja Mosúl Bandarískur hershöfðingi segir líklegt að útlenskir liðsmenn ISIS verði eftir í Mosúl og berjist, en að aðrir leggi á flótta. 19. október 2016 23:00 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur borist til eyrna frekari fregnir af vígamönnum Íslamska ríkisins beita almenna borgara miklu ofbeldi í og við Mosul í Írak. Þeir eru sagðir hafa tekið menn, konur og börn af lífi og eru sagðir skýla sér á bak við almenna borgara. Í tilkynningu á vef stofnunarinnar segir þó að starfsmönnum hennar hafi reynst erfitt að staðfesta þær fregnir sem þeim hafa borist. ISIS-liðar eru sagðir hafa myrt 15 borgara í þorpinu Safina og kastað líkum þeirra í á. Það eru þeir sagðir hafa gert til að dreifa ótta meðal annarra íbúa í og við Mosul. Þá munu þeir hafa bundið sex borgara aftan í bíla og dregið þá um bæinn. Fórnarlömb þeirra eru sögð hafa verið skyld leiðtoga ættbálks sem berst með stjórnarhernum um Mosul.Yfirlit yfir orrustuna um Mosul.Vísir/GraphicnewsÍrakski herinn kom að 70 líkum í húsum þorpsins Tuloul Naser á fimmtudaginn. Skotsár fundust á líkunum en ekki hefur verið staðfest að þau hafi verið skotin af vígamönnum ISIS.Tóku konur og börn af lífi Þá hafa borist fregnir af því að vígamenn hafi tekið þrjár konur og þrjú stúlkubörn af lífi við þorp sem heitir Rufeila. Þar að auki særðust fjögur börn. Verið var að neyða íbúa þorpsins til að flytja sig nærri Mosul og drógust konurnar og börnin aftur úr. Eitt barnanna sem tekið var af lífi var með fötlun og er það ástæða þess að þær drógust aftur úr. ISIS-liðar eru þar að auki sagðir hafa myrt um 50 fyrrverandi lögregluþjóna á sunnudaginn. Mennirnir eru sagðir hafa verið i haldi samtakanna frá sumrinu 2014. sem hafa verið í haldi samtakanna frá sumrinu 2014. Þúsundir hafa flúði frá Mosul og nærliggjandi þorpum á undanförnum dögum, eftir að sókn stjórnarhers Íraks og bandamanna þeirra hófst fyrir rúmri viku síðan. Yfirvöld í borginni Kirkuk, sem er í haldi Kúrda, hafa nú skipað öllum þeim sem þangað hafa flúið og halda ekki til í flóttamannabúðum að fara í þær. Annars verði þeim vikið af svæðinu. ISIS-liðar gerðu skyndiárás á borgina á föstudaginn og ollu þar miklum usla. Kúrdar telja að einhverjir vígamannanna hafi falið sig á meðal flóttafólks frá Mosul.Mikil mótspyrna Stjórnarherinn og Kúrdar hafa nú tekið minnst 78 þorp frá ISIS og hafa fellt tæplega 800 vígamenn. Þeir mæta þó enn mikilli mótspyrnu. talið er að allt frá þrjú þúsund til fimm þúsund vígamenn haldi borginni.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS-liðar hefna sín á Kúrdum Vígamenn samtakanna réðust á opinberar byggingar í Kirkuk í morgun. 21. október 2016 10:59 ISIS myrtu hundruði í Mosul Fullyrt er að ISIS hafi myrt 284 menn og drengi í Mosul eftir að hafa nýtt þá sem mannlega skyldi. 22. október 2016 14:36 Hálfri milljón barna stefnt í hættu í Mosúl Átökin um Mosúl næstu vikurnar munu bitna á börnum og fjölskyldum þeirra, sem teknar eru að flýja borgina og leita skjóls í flóttamannabúðum. 24. október 2016 07:00 Írakskar öryggissveitir ná aftur borg úr höndum ISIS ISIS-liðar hafa ráðist inn í fjölda bæja og borga víðs vegar um Írak á síðustu dögum, í þeim tilgangi að dreifa kröftum írakskra öryggissveita. 25. október 2016 12:48 Háttsettir liðsmenn ISIS flýja Mosúl Bandarískur hershöfðingi segir líklegt að útlenskir liðsmenn ISIS verði eftir í Mosúl og berjist, en að aðrir leggi á flótta. 19. október 2016 23:00 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
ISIS-liðar hefna sín á Kúrdum Vígamenn samtakanna réðust á opinberar byggingar í Kirkuk í morgun. 21. október 2016 10:59
ISIS myrtu hundruði í Mosul Fullyrt er að ISIS hafi myrt 284 menn og drengi í Mosul eftir að hafa nýtt þá sem mannlega skyldi. 22. október 2016 14:36
Hálfri milljón barna stefnt í hættu í Mosúl Átökin um Mosúl næstu vikurnar munu bitna á börnum og fjölskyldum þeirra, sem teknar eru að flýja borgina og leita skjóls í flóttamannabúðum. 24. október 2016 07:00
Írakskar öryggissveitir ná aftur borg úr höndum ISIS ISIS-liðar hafa ráðist inn í fjölda bæja og borga víðs vegar um Írak á síðustu dögum, í þeim tilgangi að dreifa kröftum írakskra öryggissveita. 25. október 2016 12:48
Háttsettir liðsmenn ISIS flýja Mosúl Bandarískur hershöfðingi segir líklegt að útlenskir liðsmenn ISIS verði eftir í Mosúl og berjist, en að aðrir leggi á flótta. 19. október 2016 23:00