Spillingin heima er best Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 25. október 2016 07:00 Spillingin er ísmeygileg. Hún ryður sér til rúms án þess að þorri landsmanna taki eftir en er svo fyrr en varir orðin svo heimilisleg að fjöldi kjósanda getur ekki hugsað sér lífið án hennar. Hins vegar er spilling handan heimsála alltaf jafn heimskuleg. Hér á Spáni situr Francisco nokkur Correa á sakamannabekk og útskýrir fyrir dómurum og alþjóð hvernig hann malaði gull með Lýðflokknum (Partido Popular) fyrir nokkrum árum. Þetta samstarf var í raun mafíustarfsemi. Létu menn ekkert tækifæri ónotað til að ausa úr almannasjóðum inn á reikninga auðjöfursins og flokksins. Til dæmis greiddi héraðsstjórnin í Valencia formúur fyrir heimsókn Jóhannesar Páls páfa sem átti að hafa verið verðið á viðhöfninni. Helmingurinn fór hins vegar á svarta reikninga. Af þessum ljóta pening fengu svo flokksgæðingar svartar greiðslur eins og til dæmis Mariano Rajoy, forsætisráðherra og formaður flokksins, sem situr enn sem fastast. Hluti af afrekstrinum af þessu samstarfi fannst svo á 40 milljóna evra reikningi í Sviss, á nafni Barcenas, fjármálastjóra flokksins. Baltasar Garzón lögmanni, sem hóf rannsókn á þessu yfirvaxna spillingarmáli, hefur verið komið fyrir kattarnef og má nú ekki vinna lögmannsstörf á Spáni. Skemmst er frá því að segja að Lýðflokkurinn hefur unnið tvennar síðustu kosningar, sem haldnar hafa verið með stuttu millibili. Spánverjar spyrja mig oft um hrunið á Íslandi. Þá segi ég af einkavinavæðingu bankanna sem tveir flokkar stóðu fyrir, bankahruninu og því að þjóðin kaus þessa tvo flokka aftur til valda fjórum árum síðar, enda söknuður af svallinu mikill. Spánverjarnir verða alveg gapandi. Hafa bara ekki heyrt né séð aðra eins fásinnu. Enda bjálkinn í auganu stór.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun
Spillingin er ísmeygileg. Hún ryður sér til rúms án þess að þorri landsmanna taki eftir en er svo fyrr en varir orðin svo heimilisleg að fjöldi kjósanda getur ekki hugsað sér lífið án hennar. Hins vegar er spilling handan heimsála alltaf jafn heimskuleg. Hér á Spáni situr Francisco nokkur Correa á sakamannabekk og útskýrir fyrir dómurum og alþjóð hvernig hann malaði gull með Lýðflokknum (Partido Popular) fyrir nokkrum árum. Þetta samstarf var í raun mafíustarfsemi. Létu menn ekkert tækifæri ónotað til að ausa úr almannasjóðum inn á reikninga auðjöfursins og flokksins. Til dæmis greiddi héraðsstjórnin í Valencia formúur fyrir heimsókn Jóhannesar Páls páfa sem átti að hafa verið verðið á viðhöfninni. Helmingurinn fór hins vegar á svarta reikninga. Af þessum ljóta pening fengu svo flokksgæðingar svartar greiðslur eins og til dæmis Mariano Rajoy, forsætisráðherra og formaður flokksins, sem situr enn sem fastast. Hluti af afrekstrinum af þessu samstarfi fannst svo á 40 milljóna evra reikningi í Sviss, á nafni Barcenas, fjármálastjóra flokksins. Baltasar Garzón lögmanni, sem hóf rannsókn á þessu yfirvaxna spillingarmáli, hefur verið komið fyrir kattarnef og má nú ekki vinna lögmannsstörf á Spáni. Skemmst er frá því að segja að Lýðflokkurinn hefur unnið tvennar síðustu kosningar, sem haldnar hafa verið með stuttu millibili. Spánverjar spyrja mig oft um hrunið á Íslandi. Þá segi ég af einkavinavæðingu bankanna sem tveir flokkar stóðu fyrir, bankahruninu og því að þjóðin kaus þessa tvo flokka aftur til valda fjórum árum síðar, enda söknuður af svallinu mikill. Spánverjarnir verða alveg gapandi. Hafa bara ekki heyrt né séð aðra eins fásinnu. Enda bjálkinn í auganu stór.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun