Ljósmyndari Reuters sá Kúrdana sprengja minnst þrjá bíla sem vígamenn óku að víglínunum. ISIS-liðar hafa hlaðið slíka bíla af sprengiefnum og reynt að valda miklum skaða meðal óvinna sinna með þeim.
Sóknin hófst á mánudaginn og er studd af bandalagi Bandaríkjanna gegn ISIS. Á jörðu niðri tekur írakski herinn þátt í aðgerðunum, Peshmerga, vopnaðar sveitir sjíta og súnníta og fleiri aðilar. Tyrkir, sem eru með um 500 hermenn í Írak í óþökk stjórnvalda þar, vilja einnig koma að baráttunni um Mosul. Stjórnvöld Írak vilja hins vegar ekki leyfa þeim það að svo stöddu.
Vígamenn ISIS notast við sjálfsmorðsárásir, leyniskyttur og göng við varnirnar. Þeir hafa einnig kveikt í brennisteinsverksmiðju til að hægja á óvinum sínum. Minnst þúsund manns hafa þurft aðhlynningu eftir að hafa andað að sér eiturgufum.
Talið er að á milli fjögur og átta þúsund vígamenn haldi borginni.