Tilraunastarfsemin hluti sýningarinnar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. október 2016 09:15 "Ég er að reyna að mála þetta eins og lag fyrir lag, eins og flyksurnar eru, þær eru allar hver með sínum lit, þó alltaf skíni í annan lit á bak við,“ segir Þórgunnur. Mynd/Auðunn Níelsson „Verkin á sýningunni eru unnin út frá málningarflyksum sem ég fann þegar ég var að gera upp íbúðina mína sem er í húsi frá 1942,“ segir Þórgunnur Oddsdóttir um það sem fyrir augu ber í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri. Þeir sem fylgjast með Landanum á RÚV þekkja Þórgunni sem dagskrárgerðarmann en hún er líka myndlistarmaður og kann að skapa úr því sem í kring um hana er. Hér lýsir hún því nýjasta. „Þegar maður byrjar að skrapa málningu af dyrakörmum og víðar þá flagnar hún oft í skemmtileg form og ég fór að safna þessum flyksum saman, mér þótti þær svolítið fallegar og fannst vera saga í þeim, því ég gat rakið mig aftur í tímann. Svo voru margar þeirra eins og fjöll í laginu.“ „Finna má líkindi með lögum af málningu sem orðið hafa til á áratugum og jarðlögum sem ýmislegt má lesa úr,“ bendir Þórgunnur á. „Mig langaði að vinna eitthvað með þetta en vissi í fyrstu ekki hvernig ég ætti að koma því til skila.“ Hún kveðst hafa byrjað á að búa til verk úr málningarflyksunum sjálfum sem eru í 20 litum. Það er á sýningunni - innrammað. „Svo fór ég í Flüggerliti, skoðaði litakortið og reyndi að kaupa sömu tóna.“ Ekki segir Þórgunnur það hafa verið týpíska landslagsliti heldur pastelliti sem voru í húsinu hennar. „Ég setti mér þá reglu að nota litina hreina, en ekki blanda þá. Formin eru einföld og ég er að reyna að gera þetta eins og flyksurnar, þær eru allar hver með sínum lit, þó alltaf skíni svo í annan lit á bak við.“ En eru einhver líkindi með fjöllunum á myndunum og öðrum sem hún hefur séð eða kannast við? „Nei, ég hef forðast að reyna að gera einhver ákveðin fjöll en það er bara gaman ef fólk sér eitthvað út úr þeim sem það þekkir.“ Sýningin var í raun opnuð um síðustu helgi. Þá setti Þórgunnur upp vinnustofu í galleríinu og hefur verið síðustu kvöld, eftir vinnu á RÚV, að mála ný málverk sem eru innblásin af þeim litlu landslagsmálverkum sem hún fann í flyksunum. Hvernig hefur gengið? „Ég er alveg komin með slatta. Fólk hefur aðeins verið að reka inn nefið í vikunni og ég sé að það tengir við það sem ég er að gera, þannig að þetta hefur verið skemmtilegt. Ég var búin að vera að glíma við viðfangsefnið heima en svo fannst mér bara gaman að gera tilraunastarfsemina að hluta sýningarinnar, hafa ferlið með í stað þess að sýna verkin fullsköpuð. Nú er ég hætt og ætla að sýna afraksturinn í dag og á morgun í Mjólkurbúðinni sem er opin frá 14 til 17.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. október 2016. Menning Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
„Verkin á sýningunni eru unnin út frá málningarflyksum sem ég fann þegar ég var að gera upp íbúðina mína sem er í húsi frá 1942,“ segir Þórgunnur Oddsdóttir um það sem fyrir augu ber í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri. Þeir sem fylgjast með Landanum á RÚV þekkja Þórgunni sem dagskrárgerðarmann en hún er líka myndlistarmaður og kann að skapa úr því sem í kring um hana er. Hér lýsir hún því nýjasta. „Þegar maður byrjar að skrapa málningu af dyrakörmum og víðar þá flagnar hún oft í skemmtileg form og ég fór að safna þessum flyksum saman, mér þótti þær svolítið fallegar og fannst vera saga í þeim, því ég gat rakið mig aftur í tímann. Svo voru margar þeirra eins og fjöll í laginu.“ „Finna má líkindi með lögum af málningu sem orðið hafa til á áratugum og jarðlögum sem ýmislegt má lesa úr,“ bendir Þórgunnur á. „Mig langaði að vinna eitthvað með þetta en vissi í fyrstu ekki hvernig ég ætti að koma því til skila.“ Hún kveðst hafa byrjað á að búa til verk úr málningarflyksunum sjálfum sem eru í 20 litum. Það er á sýningunni - innrammað. „Svo fór ég í Flüggerliti, skoðaði litakortið og reyndi að kaupa sömu tóna.“ Ekki segir Þórgunnur það hafa verið týpíska landslagsliti heldur pastelliti sem voru í húsinu hennar. „Ég setti mér þá reglu að nota litina hreina, en ekki blanda þá. Formin eru einföld og ég er að reyna að gera þetta eins og flyksurnar, þær eru allar hver með sínum lit, þó alltaf skíni svo í annan lit á bak við.“ En eru einhver líkindi með fjöllunum á myndunum og öðrum sem hún hefur séð eða kannast við? „Nei, ég hef forðast að reyna að gera einhver ákveðin fjöll en það er bara gaman ef fólk sér eitthvað út úr þeim sem það þekkir.“ Sýningin var í raun opnuð um síðustu helgi. Þá setti Þórgunnur upp vinnustofu í galleríinu og hefur verið síðustu kvöld, eftir vinnu á RÚV, að mála ný málverk sem eru innblásin af þeim litlu landslagsmálverkum sem hún fann í flyksunum. Hvernig hefur gengið? „Ég er alveg komin með slatta. Fólk hefur aðeins verið að reka inn nefið í vikunni og ég sé að það tengir við það sem ég er að gera, þannig að þetta hefur verið skemmtilegt. Ég var búin að vera að glíma við viðfangsefnið heima en svo fannst mér bara gaman að gera tilraunastarfsemina að hluta sýningarinnar, hafa ferlið með í stað þess að sýna verkin fullsköpuð. Nú er ég hætt og ætla að sýna afraksturinn í dag og á morgun í Mjólkurbúðinni sem er opin frá 14 til 17.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. október 2016.
Menning Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira