Vill miðla persónulegum tilfinningum Stefán Árni Pálsson skrifar 21. október 2016 16:00 Jónas Sen og Sigga Soffía vinna aftur saman. vísir Síðastliðin ár hefur danshöfundurinn Sigga Soffía fært Íslendingum stór verk á borð við flugeldasýningar á Menningarnótt og opnunarsviðsverk Listahátíðar Reykjavíkur, Svartar Fjaðrir, sem var á dagskrá í Þjóðleikhúsinu. Verkin hennar hafa ekki farið framhjá mörgum og hefur Sigga Soffía verið áberandi í íslensku menningarlífi undanfarin misseri. Í ár er komið að verkinu FUBAR sem listamaðurinn skapaði til að miðla persónulegum tilfinningum og upplifun í sólódansverki sem í Gamla Bíói. Sýningin samanstendur af hreyfiefni, söng og texta eftir Siggu Soffíu ásamt lifandi tónlist eftir Jónas Sen. Sigga Soffía og Jónas hafa áður innið saman og meðal annars í verkinu Svartar Fjaðrir. Sex sýningar verða í boði og verður ein þeirra í Iceland Airwaves hátíðinni 2. nóvember. Eftir hverja sýningu verður boðið upp á listamannaspjall frá aðilum úr mismunandi list tengdum greinum ásamt lifandi tónlist. 27. október - Kristína Aðalsteinsdóttir, myndlistamaður/safnafræðingur & verkefnastjóri KÍM og Berg Contemporary. 30. október - Bryndis Bjorgvinsdottir, rithöfundur, sagnfræðingur og þjóðfræðingur. 9. nóvember - Barði Jóhannsson, tónlistarmaður 13. nóvember - Saga Garðarsdóttir, leikkona og uppistandari. 20. nóvember - Stefán Jónsson, leikari, leikstjóri og prófessor við Listaháskóla Íslands. FUBAR from Ratel on Vimeo. Airwaves Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Síðastliðin ár hefur danshöfundurinn Sigga Soffía fært Íslendingum stór verk á borð við flugeldasýningar á Menningarnótt og opnunarsviðsverk Listahátíðar Reykjavíkur, Svartar Fjaðrir, sem var á dagskrá í Þjóðleikhúsinu. Verkin hennar hafa ekki farið framhjá mörgum og hefur Sigga Soffía verið áberandi í íslensku menningarlífi undanfarin misseri. Í ár er komið að verkinu FUBAR sem listamaðurinn skapaði til að miðla persónulegum tilfinningum og upplifun í sólódansverki sem í Gamla Bíói. Sýningin samanstendur af hreyfiefni, söng og texta eftir Siggu Soffíu ásamt lifandi tónlist eftir Jónas Sen. Sigga Soffía og Jónas hafa áður innið saman og meðal annars í verkinu Svartar Fjaðrir. Sex sýningar verða í boði og verður ein þeirra í Iceland Airwaves hátíðinni 2. nóvember. Eftir hverja sýningu verður boðið upp á listamannaspjall frá aðilum úr mismunandi list tengdum greinum ásamt lifandi tónlist. 27. október - Kristína Aðalsteinsdóttir, myndlistamaður/safnafræðingur & verkefnastjóri KÍM og Berg Contemporary. 30. október - Bryndis Bjorgvinsdottir, rithöfundur, sagnfræðingur og þjóðfræðingur. 9. nóvember - Barði Jóhannsson, tónlistarmaður 13. nóvember - Saga Garðarsdóttir, leikkona og uppistandari. 20. nóvember - Stefán Jónsson, leikari, leikstjóri og prófessor við Listaháskóla Íslands. FUBAR from Ratel on Vimeo.
Airwaves Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira