Kjarasamningar foreldra Hildur Björnsdóttir skrifar 21. október 2016 07:00 Í júlímánuði tók ég við nýju starfi. Ég tilheyri nú tiltekinni starfsstétt og laun mín taka mið af kjarasamningum. Laun fólks í minni stöðu voru á dögunum hækkuð um 35%. En ekki mín laun. Nei. Launahækkunin nær eingöngu til þeirra sem hefja störf eftir gildistöku samninganna. Ég er í fæðingarorlofi. Starf mitt er að annast nýfædda dóttur mína. Launin eru orlofsgreiðslur. Kjarasamningarnir eru nýjar reglur um hámarksgreiðslur úr fæðingarorlofssjóði. Hugsið ykkur aðra kjarasamninga – ef hið sama kæmi upp hjá hjúkrunarfræðingum. Eða kennurum. Að eingöngu nýliðar fengju hækkanir. Það myndu allir sjá óréttlætið. Einhverjir hafa fært fyrir því rök að með reglunum sé ungbörnum mismunað. Þannig fái börn fædd fyrir gildistöku reglnanna ekki sama rétt og börn fædd stuttu síðar - rétt til að njóta foreldra sinna fyrstu mánuði ævinnar. Þeim feðrum sem nýta rétt sinn til töku fæðingarorlofs fer fækkandi. Það kemur kannski ekki á óvart þegar launamunur kynjanna er enn talsverður. Það er verra að sjá af karlalaunum en kvennalaunum. Hækkun á hámarksgreiðslum úr fæðingarorlofssjóði er jákvætt skref í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. Með breytingunni má vona að fleiri fjölskyldur sjái hag í því að feður taki orlof með nýfæddum börnum sínum, enda hafi það ekki jafn neikvæðar fjárhagslegar afleiðingar og áður. Það er þó fráleitt að breytingin taki ekki einnig mið af foreldrum sem enn eiga inni orlof vegna ungbarna fæddra stuttu fyrir gildistökuna. Slíkt myndi aldrei líðast um kjarasamninga annarra starfsstétta. Þessu þarf að breyta.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun
Í júlímánuði tók ég við nýju starfi. Ég tilheyri nú tiltekinni starfsstétt og laun mín taka mið af kjarasamningum. Laun fólks í minni stöðu voru á dögunum hækkuð um 35%. En ekki mín laun. Nei. Launahækkunin nær eingöngu til þeirra sem hefja störf eftir gildistöku samninganna. Ég er í fæðingarorlofi. Starf mitt er að annast nýfædda dóttur mína. Launin eru orlofsgreiðslur. Kjarasamningarnir eru nýjar reglur um hámarksgreiðslur úr fæðingarorlofssjóði. Hugsið ykkur aðra kjarasamninga – ef hið sama kæmi upp hjá hjúkrunarfræðingum. Eða kennurum. Að eingöngu nýliðar fengju hækkanir. Það myndu allir sjá óréttlætið. Einhverjir hafa fært fyrir því rök að með reglunum sé ungbörnum mismunað. Þannig fái börn fædd fyrir gildistöku reglnanna ekki sama rétt og börn fædd stuttu síðar - rétt til að njóta foreldra sinna fyrstu mánuði ævinnar. Þeim feðrum sem nýta rétt sinn til töku fæðingarorlofs fer fækkandi. Það kemur kannski ekki á óvart þegar launamunur kynjanna er enn talsverður. Það er verra að sjá af karlalaunum en kvennalaunum. Hækkun á hámarksgreiðslum úr fæðingarorlofssjóði er jákvætt skref í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. Með breytingunni má vona að fleiri fjölskyldur sjái hag í því að feður taki orlof með nýfæddum börnum sínum, enda hafi það ekki jafn neikvæðar fjárhagslegar afleiðingar og áður. Það er þó fráleitt að breytingin taki ekki einnig mið af foreldrum sem enn eiga inni orlof vegna ungbarna fæddra stuttu fyrir gildistökuna. Slíkt myndi aldrei líðast um kjarasamninga annarra starfsstétta. Þessu þarf að breyta.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun