Íslenska liðið er í Parma í boði íþróttavöruframleiðandans Errea sem gerir íslenska landsliðsbúninginn en ítalska fyrirtækið vann kapphlaupið um framleiðslu á nýjum búningi Íslands fyrir tveimur árum.
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, virtist sáttur með heimsóknina en hann tók sjálfu af sér fyrir utan höfuðstöðvar Errea og þakkaði fyrir sig.
Strákarnir okkar fengu frí á æfingu í gær til að heimsækja Errea og sinna öðru en á föstudaginn flýgur liðið til Zagreb.
Myndband frá heimsókninni má sjá hér að neðan.