Hyundai kynnir pallbíl í Sao Paulo Finnur Thorlacius skrifar 9. nóvember 2016 08:47 Hyundai Creta STC í Sao Paulo. Nú fer fram bílasýning í Sao Paulo í Brasilíu og þar sýnir Hyundai nýjan pallbíll sem fengið hefur nafnið Creta STC. Þessi bíll er smíðaður á grunni Hyundai i25 bílsins. Bíllinn er 4,65 metrar á lengd, 1,85 cm breiður og 2,80 metrar eru á milli öxla hans. Bíllinn er á risastórum 21 tommu felgum og fyrir vikið æði sportlegur. Bíllinn er teiknaður í hönnunarstúdíói Hyundai í S-Kóreu og er nokkuð djarfur í útliti og framúrstefnulegur. Þessi bíll er ætlaður yngri kaupendum og að minnsta kosti í fyrstu ætlaður á markað í S-Ameríku. Bíllinn mun bæði fást í “double-cab” útgáfu með sæti fyrir 5, sem og í styttri útgáfu aðeins með framsæti. Innanrými í lengri útfærslunni er afar gott og í henni opnast aftari hurðirnar öfugt við það sem gengur og gerist með flesta fjögurra hurða bíla og fyrir vikið er aðgengið til aftursætanna einkar gott. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent
Nú fer fram bílasýning í Sao Paulo í Brasilíu og þar sýnir Hyundai nýjan pallbíll sem fengið hefur nafnið Creta STC. Þessi bíll er smíðaður á grunni Hyundai i25 bílsins. Bíllinn er 4,65 metrar á lengd, 1,85 cm breiður og 2,80 metrar eru á milli öxla hans. Bíllinn er á risastórum 21 tommu felgum og fyrir vikið æði sportlegur. Bíllinn er teiknaður í hönnunarstúdíói Hyundai í S-Kóreu og er nokkuð djarfur í útliti og framúrstefnulegur. Þessi bíll er ætlaður yngri kaupendum og að minnsta kosti í fyrstu ætlaður á markað í S-Ameríku. Bíllinn mun bæði fást í “double-cab” útgáfu með sæti fyrir 5, sem og í styttri útgáfu aðeins með framsæti. Innanrými í lengri útfærslunni er afar gott og í henni opnast aftari hurðirnar öfugt við það sem gengur og gerist með flesta fjögurra hurða bíla og fyrir vikið er aðgengið til aftursætanna einkar gott.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent