Tesla kaupir þýskt tæknifyrirtæki Finnur Thorlacius skrifar 8. nóvember 2016 16:45 Frá verksmiðju Tesla í Fremont. Bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla keypti í morgun þýska tæknifyrirtækið Grohmann Engineering. Þessi kaup Tesla eru fyrstu kaup fyrirtækisins á öðru fyrirtæki sem starfar í bíliðnaði og eru þau gerð svo auka megi framleiðslu Tesla og ekki veitir af þar sem 400.000 pantanir hafa borist í Tesla Model 3 bílinn. Grohmann Engineering er staðsett nálægt hinni þekktu Nürburgring kappakstursbraut en það er einnig með þrjú útibú í Bandaríkjunum og eitt í Kína. Grohmann Engineering framleiðir búnað til smíði bíla og er sá búnaður afar sjálfvirkur. Kaup Tesla á Grohmann Engineering verða kláruð í byrjun næsta árs og velta á því að samkeppnisyfirvöld í Þýskalandi samþykki kaupin. Nafni Grohmann Engineering verður breytt í Tesla Advanced Automation Germany og til stendur að ráða þar til starfa yfir 1.000 nýja starfsmenn á næstu tveimur árum. Tesla stefnir að 500.000 bíla framleiðslu árið 2018 og kaupin á Grohmann Engineering er liður í að auka hressilega við framleiðslu Tesla. Á síðustu 4 árum hefur Tesla tekist að auka framleiðslu sína fimmfalt. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent
Bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla keypti í morgun þýska tæknifyrirtækið Grohmann Engineering. Þessi kaup Tesla eru fyrstu kaup fyrirtækisins á öðru fyrirtæki sem starfar í bíliðnaði og eru þau gerð svo auka megi framleiðslu Tesla og ekki veitir af þar sem 400.000 pantanir hafa borist í Tesla Model 3 bílinn. Grohmann Engineering er staðsett nálægt hinni þekktu Nürburgring kappakstursbraut en það er einnig með þrjú útibú í Bandaríkjunum og eitt í Kína. Grohmann Engineering framleiðir búnað til smíði bíla og er sá búnaður afar sjálfvirkur. Kaup Tesla á Grohmann Engineering verða kláruð í byrjun næsta árs og velta á því að samkeppnisyfirvöld í Þýskalandi samþykki kaupin. Nafni Grohmann Engineering verður breytt í Tesla Advanced Automation Germany og til stendur að ráða þar til starfa yfir 1.000 nýja starfsmenn á næstu tveimur árum. Tesla stefnir að 500.000 bíla framleiðslu árið 2018 og kaupin á Grohmann Engineering er liður í að auka hressilega við framleiðslu Tesla. Á síðustu 4 árum hefur Tesla tekist að auka framleiðslu sína fimmfalt.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent