Nektarmynd þess markahæsta með norska bikarinn fjarlægð Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. nóvember 2016 07:30 Glæsilegur Gytkjær. mynd/instagram Danski framherjinn Christian Gytkjær var markahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í ár með 19 mörk í 28 leikjum. Hann var því í stuði í gær þegar Rosenborg fékk loksins bikarinn afhentan fyrir að verða norskur meistari enn eitt árið en liðið valtaði yfir deildina í ár. Gytkjær gekk nokkuð langt í fagnaðarlátunum á Lerkendal-vellinum í gærkvöldi og lét taka af sér vafasama mynd þar sem aðeins norski meistarabikarinn huldi fermingabróðurinn og sekkinn sem honum fylgir. Myndina setti hann á Instagram-síðu sína en við myndina skrifaði Daninn svo: „Meistarar 2016 og ég besti framherjinn. Svo fengum við líka bikar.“TV2 í Noregi greindi fyrst frá Instagram-myndinni sem var skömmu síðar fjarlægð. Fjölmiðlafulltrúi norsku meistaranna hafði engan áhuga á að ræða þetta við fjölmiðla í gær. Rosenborg gaf ekkert út um hvort það væri ósátt við þessa hegðun eða hvort honum hafi verið sagt að taka myndina út. Samherji Gytkjærs, norski landsliðsmaðurinn Pål André Helland, stóð aftur á móti með sínum liðsfélaga og setti mynd af sér nöktum með bikarinn á Instagram. Sú mynd er þó ekki alveg jafndónaleg og sú hjá Gytkjær. „Allt í lagi, fyrst fólk þaf að tuða. Meistarar. Gleðileg jól,“ skrifaði Helland við myndina sína. Hólmar Örn Eyjólfsson, Guðmundur Þórarinsson og Matthías Vilhjálmsson leika allir með Rosenborg en þeir virðast hafa fagnað í öllum fötunum í gærkvöldi. Okei da, siden folk mase. Seriegull God Jul A photo posted by Pål Andre Helland (@pahelland) on Nov 6, 2016 at 12:37pm PST Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Sjá meira
Danski framherjinn Christian Gytkjær var markahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í ár með 19 mörk í 28 leikjum. Hann var því í stuði í gær þegar Rosenborg fékk loksins bikarinn afhentan fyrir að verða norskur meistari enn eitt árið en liðið valtaði yfir deildina í ár. Gytkjær gekk nokkuð langt í fagnaðarlátunum á Lerkendal-vellinum í gærkvöldi og lét taka af sér vafasama mynd þar sem aðeins norski meistarabikarinn huldi fermingabróðurinn og sekkinn sem honum fylgir. Myndina setti hann á Instagram-síðu sína en við myndina skrifaði Daninn svo: „Meistarar 2016 og ég besti framherjinn. Svo fengum við líka bikar.“TV2 í Noregi greindi fyrst frá Instagram-myndinni sem var skömmu síðar fjarlægð. Fjölmiðlafulltrúi norsku meistaranna hafði engan áhuga á að ræða þetta við fjölmiðla í gær. Rosenborg gaf ekkert út um hvort það væri ósátt við þessa hegðun eða hvort honum hafi verið sagt að taka myndina út. Samherji Gytkjærs, norski landsliðsmaðurinn Pål André Helland, stóð aftur á móti með sínum liðsfélaga og setti mynd af sér nöktum með bikarinn á Instagram. Sú mynd er þó ekki alveg jafndónaleg og sú hjá Gytkjær. „Allt í lagi, fyrst fólk þaf að tuða. Meistarar. Gleðileg jól,“ skrifaði Helland við myndina sína. Hólmar Örn Eyjólfsson, Guðmundur Þórarinsson og Matthías Vilhjálmsson leika allir með Rosenborg en þeir virðast hafa fagnað í öllum fötunum í gærkvöldi. Okei da, siden folk mase. Seriegull God Jul A photo posted by Pål Andre Helland (@pahelland) on Nov 6, 2016 at 12:37pm PST
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Sjá meira