Hópurinn sem mætir Króatíu: Hvorki Alfreð né Kolbeinn verða með Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. nóvember 2016 11:15 Alfreð Finnbogason er meiddur. vísir/anton brink Hvorki Alfreð Finnbogason né Kolbeinn Sigþórsson verða með íslenska landsliðinu í fótbolta þegar það mætir Króatíu í Zagreb í undankeppni HM 2018 annan laugardag og Möltu í vináttuleik þremur dögum síðar. Heimir Hallgrímsson tilkynnti landsliðshópinn á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag en áfram eru meiðsli að hrella landsliðið í undankeppni HM. Strákarnir okkar eru með sjö stig eftir þrjá leiki en þeir unnu Finna og Tyrki í síðasta verkefni sem voru tveir heimaleikir. Heimir valdi 23 leikmenn í hópinn eða einum manni færri en í hópinn sem mætti Finnlandi og Tyrklandi í síðasta mánuði. Tveir leikmenn detta út frá síðasta hóp eða þeir Alfreð Finnbogason og Haukur Heiðar Hauksson. Framherjarnir tveir eru frá vegna meiðsla en Kolbeinn Sigþórsson er ekki enn þá búinn að spila mínútu í undankeppninni og þá er hann ekki enn farinn af stað með Galatasaray í Tyrklandi vegna sömu meiðsla. Alfreð Finnbogason hefur farið á kostum í undankeppninni en hann er búinn að skora í öllum þremur leikjum Íslands til þessa og er einn af markahæstu leikmönnum undankeppninnar með þrjú mörk. Hann hefur aftur á móti ekki spilað fyrir lið sitt Augsburg síðan hann meiddist í sigrinum á Tyrkjum í síðasta mánuði. Elías Már Ómarsson, markahæsti leikmaður 21 árs landsliðsins í síðustu undankeppni, er kominn inn í hópinn en hann hefur spilað mjög vel með IFK Gautaborg í sænsku deildinni. Elías Már er einn af fjórum framherjum íslenska liðsins en hinir eru Jón Daði Böðvarsson, Viðar Kjartansson og Björn Bergmann Sigurðarson. Emil Hallfreðsson getur tekið þátt í þessum verkefnum en hann var ekki leikfær í síðustu verkefnum þótt að hann hafi verið valinn í hópinn þá. Leikurinn gegn Króatíu fer fram í Zagreb 12. nóvember.Hópurinn:Markverðir: Hannes Þór Halldórsson, Randers FC Ögmundur Kristinsson, Hammarby Ingvar Jónsson, SandefjordVarnarmenn: Birkir Már Sævarsson, Hammarby Ragnar Sigurðsson, Fulham Kári Árnason, Malmö Ari Freyr Skúlason, Lokeren Sverrir Ingi Ingason, Lokeren Hörður Björgvin Magnússon, Bristol City Hólmar Örn Eyjólfsson, RosenborgMiðjumenn: Aron Einar Gunnarsson, Cardiff City Emil Hallfreðsson, Udinese Birkir Bjarnason, FC Basel Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley Gylfi Þór Sigurðsson, Swansea City Theódór Elmar Bjarnason, AGF Ólafur Ingi Skúlason, Karabukspor Rúnar Már Sigurjónsson, Grasshopper Arnór Ingvi Traustason, Rapid VínSóknarmenn: Jón Daði Böðvarsson, Wolves Viðar Kjartansson Maccabi, Tel Aviv Elías Már Ómarsson, IFK Gautaborg Björn Bergmann Sigurðarson, Molde HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Sjá meira
Hvorki Alfreð Finnbogason né Kolbeinn Sigþórsson verða með íslenska landsliðinu í fótbolta þegar það mætir Króatíu í Zagreb í undankeppni HM 2018 annan laugardag og Möltu í vináttuleik þremur dögum síðar. Heimir Hallgrímsson tilkynnti landsliðshópinn á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag en áfram eru meiðsli að hrella landsliðið í undankeppni HM. Strákarnir okkar eru með sjö stig eftir þrjá leiki en þeir unnu Finna og Tyrki í síðasta verkefni sem voru tveir heimaleikir. Heimir valdi 23 leikmenn í hópinn eða einum manni færri en í hópinn sem mætti Finnlandi og Tyrklandi í síðasta mánuði. Tveir leikmenn detta út frá síðasta hóp eða þeir Alfreð Finnbogason og Haukur Heiðar Hauksson. Framherjarnir tveir eru frá vegna meiðsla en Kolbeinn Sigþórsson er ekki enn þá búinn að spila mínútu í undankeppninni og þá er hann ekki enn farinn af stað með Galatasaray í Tyrklandi vegna sömu meiðsla. Alfreð Finnbogason hefur farið á kostum í undankeppninni en hann er búinn að skora í öllum þremur leikjum Íslands til þessa og er einn af markahæstu leikmönnum undankeppninnar með þrjú mörk. Hann hefur aftur á móti ekki spilað fyrir lið sitt Augsburg síðan hann meiddist í sigrinum á Tyrkjum í síðasta mánuði. Elías Már Ómarsson, markahæsti leikmaður 21 árs landsliðsins í síðustu undankeppni, er kominn inn í hópinn en hann hefur spilað mjög vel með IFK Gautaborg í sænsku deildinni. Elías Már er einn af fjórum framherjum íslenska liðsins en hinir eru Jón Daði Böðvarsson, Viðar Kjartansson og Björn Bergmann Sigurðarson. Emil Hallfreðsson getur tekið þátt í þessum verkefnum en hann var ekki leikfær í síðustu verkefnum þótt að hann hafi verið valinn í hópinn þá. Leikurinn gegn Króatíu fer fram í Zagreb 12. nóvember.Hópurinn:Markverðir: Hannes Þór Halldórsson, Randers FC Ögmundur Kristinsson, Hammarby Ingvar Jónsson, SandefjordVarnarmenn: Birkir Már Sævarsson, Hammarby Ragnar Sigurðsson, Fulham Kári Árnason, Malmö Ari Freyr Skúlason, Lokeren Sverrir Ingi Ingason, Lokeren Hörður Björgvin Magnússon, Bristol City Hólmar Örn Eyjólfsson, RosenborgMiðjumenn: Aron Einar Gunnarsson, Cardiff City Emil Hallfreðsson, Udinese Birkir Bjarnason, FC Basel Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley Gylfi Þór Sigurðsson, Swansea City Theódór Elmar Bjarnason, AGF Ólafur Ingi Skúlason, Karabukspor Rúnar Már Sigurjónsson, Grasshopper Arnór Ingvi Traustason, Rapid VínSóknarmenn: Jón Daði Böðvarsson, Wolves Viðar Kjartansson Maccabi, Tel Aviv Elías Már Ómarsson, IFK Gautaborg Björn Bergmann Sigurðarson, Molde
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Sjá meira