Barist á götum Mosul í fyrsta sinn Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2016 21:45 Írakskir hermenn nærri Mosul. Vísir/AFP Írakski herinn er nú kominn inn í borgina Mosul í fyrsta sinn í rúm tvö ár. Hermenn og aðrar sveitir hliðhollar stjórnvöldum í Bagdad réðust í dag inn í borgina úr austri, en heimamenn hafa áhyggjur af öryggi sínu í komandi átökum. Þá hefur flóttaleið ISIS-liða verið lokað. Búist er við því að stjórnarliðar þurfi að berjast hús úr húsi í borginni þar til vígamenn Íslamska ríkisins hafa verið sigraðir.Yfirlit yfir baráttuna.Vísir/GraphicNewsAlmennir borgarar Mosul hafa staðið frammi fyrir tveimur valkostum. Það er að halda kyrru fyrir í borginni eða flýja og takast á við óvissuna sem fylgir því að halda til í flóttamannabúðum. Þar að auki treysta íbúar ekki stjórnarliðum, og hefur íbúum oft á tíðum verið skipað að halda sig á heimilum sínum.Samkvæmt CNN taka nú um hundrað þúsund stjórnarliðar þátt í aðgerðunum í Mosul. Þar á meðal eru hermenn, vopnaðar sveitir frá Íran, vopnaðar sveitir sjíta, Kúrdar og margar aðrar fylkingar. Yfirmenn hersins segja þó að einungis írakar muni fara inn í borgina þar sem íbúar eru súnnítar að miklum meirihluta. Talið er að um fimm þúsund vígamenn verji Mosul. Abu Bakr al-Baghdadi, æðsti yfirmaður ISIS, sendi frá sér hljóðupptöku í nótt þar sem hann hvatti vígamenn sína til að berjast til hins síðasta.Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa rætt við íbúa Mosul sem hafa flúið. Þau segjast hafa fengið mismunandi skipanir um hvort þau ættu að flýja eða vera í borginni. Yfirmenn hersins sem blaðamenn ræddu við að verið væri að skipa fólki að halda kyrru fyrir svo auðveldara væri að bera kennsl á vígamenn ISIS sem hafa falið sig á meðal almennra borgara. Þá búa um milljón manns í borginni og herinn óttast að fá allt þetta fólk á flakk um svæðið. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Amnesty sakar hersveitir í Írak um pyntingar Hersveitir, sem þó eru ekki hluti af írakska hernum, en leggja honum lið í sókninni gegn ISIS samtökunum í Mosul, eru grunaðar um pyntingar gegn mönnum og drengjum í nærliggjandi þorpum. 3. nóvember 2016 08:05 Baghdadi hvetur til sjálfsvígsárása Áróðursdeild ISIS sendi í morgun frá sér hljóðupptöku sem sögð er innihalda hvatningarorð frá leiðtoga samtakanna. 3. nóvember 2016 08:20 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira
Írakski herinn er nú kominn inn í borgina Mosul í fyrsta sinn í rúm tvö ár. Hermenn og aðrar sveitir hliðhollar stjórnvöldum í Bagdad réðust í dag inn í borgina úr austri, en heimamenn hafa áhyggjur af öryggi sínu í komandi átökum. Þá hefur flóttaleið ISIS-liða verið lokað. Búist er við því að stjórnarliðar þurfi að berjast hús úr húsi í borginni þar til vígamenn Íslamska ríkisins hafa verið sigraðir.Yfirlit yfir baráttuna.Vísir/GraphicNewsAlmennir borgarar Mosul hafa staðið frammi fyrir tveimur valkostum. Það er að halda kyrru fyrir í borginni eða flýja og takast á við óvissuna sem fylgir því að halda til í flóttamannabúðum. Þar að auki treysta íbúar ekki stjórnarliðum, og hefur íbúum oft á tíðum verið skipað að halda sig á heimilum sínum.Samkvæmt CNN taka nú um hundrað þúsund stjórnarliðar þátt í aðgerðunum í Mosul. Þar á meðal eru hermenn, vopnaðar sveitir frá Íran, vopnaðar sveitir sjíta, Kúrdar og margar aðrar fylkingar. Yfirmenn hersins segja þó að einungis írakar muni fara inn í borgina þar sem íbúar eru súnnítar að miklum meirihluta. Talið er að um fimm þúsund vígamenn verji Mosul. Abu Bakr al-Baghdadi, æðsti yfirmaður ISIS, sendi frá sér hljóðupptöku í nótt þar sem hann hvatti vígamenn sína til að berjast til hins síðasta.Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa rætt við íbúa Mosul sem hafa flúið. Þau segjast hafa fengið mismunandi skipanir um hvort þau ættu að flýja eða vera í borginni. Yfirmenn hersins sem blaðamenn ræddu við að verið væri að skipa fólki að halda kyrru fyrir svo auðveldara væri að bera kennsl á vígamenn ISIS sem hafa falið sig á meðal almennra borgara. Þá búa um milljón manns í borginni og herinn óttast að fá allt þetta fólk á flakk um svæðið.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Amnesty sakar hersveitir í Írak um pyntingar Hersveitir, sem þó eru ekki hluti af írakska hernum, en leggja honum lið í sókninni gegn ISIS samtökunum í Mosul, eru grunaðar um pyntingar gegn mönnum og drengjum í nærliggjandi þorpum. 3. nóvember 2016 08:05 Baghdadi hvetur til sjálfsvígsárása Áróðursdeild ISIS sendi í morgun frá sér hljóðupptöku sem sögð er innihalda hvatningarorð frá leiðtoga samtakanna. 3. nóvember 2016 08:20 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira
Amnesty sakar hersveitir í Írak um pyntingar Hersveitir, sem þó eru ekki hluti af írakska hernum, en leggja honum lið í sókninni gegn ISIS samtökunum í Mosul, eru grunaðar um pyntingar gegn mönnum og drengjum í nærliggjandi þorpum. 3. nóvember 2016 08:05
Baghdadi hvetur til sjálfsvígsárása Áróðursdeild ISIS sendi í morgun frá sér hljóðupptöku sem sögð er innihalda hvatningarorð frá leiðtoga samtakanna. 3. nóvember 2016 08:20