Eiríkur um Brexit-dóminn: „Þetta er alger „game-changer““ Atli Ísleifsson skrifar 3. nóvember 2016 13:28 Dómur High Court þýðir að breska ríkisstjórnin getur ekki virkjað 50. greinina upp á sitt einsdæmi. Vísir/AFP „Þetta er alger game-changer í málinu,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor um dóm High Court í Englandi í dag um að breska þingið verði að greiða atkvæði um hvort Bretlandsstjórn virki 50. grein Lissabon-sáttmála ESB þannig að formlega megi hefja úrsagnarferli Bretlands úr ESB. Dómurinn þýðir að breska ríkisstjórnin getur ekki virkjað 50. greinina upp á sitt einsdæmi. Eiríkur segir að það sem mestu máli skipti í málinu sé að breska þingið er fullvaldurinn – eða „the sovereign“. Þetta sé öðruvísi kerfi en við þekkjum. „Fullveldið í Bretlandi er ekki í höndum þjóðarinnar. Það er ekki í höndum drottningar. Það er ekki í höndum ríkisstjórnar. Það er í höndum þingsins. Það er æðsta vald Bretlands.“ Deilt hefur verið um hvort að ríkisstjórnin geti afturkallað aðild Bretlands að ESB, virkjað 50. grein Lissabon-sáttmálans eða hvort þingið þurfi að hafa aðkomu að því. „Þetta var High Court sem úrskurðar að þingið þurfi að afgreiða þetta. Þessu verður nú áfrýjað til æðra dómsstigs, en það eru nú meiri líkur en minni að úrskurðurinn verði staðfestur.“Ekki háðir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar Eiríkur segir að verði þetta niðurstaðan verði forsætisráðherrann Theresa May að leggja fyrir þingið tillögu um að beita þessu úrsagnarákvæðinu, 50. greininni. „Þingið hefur fullvalda rétt til að taka sjálfstæða ákvörðun, burtséð frá niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Þingmenn verða í vanda staddir. Eiga þeir að fylgja eigin sannfæringu í málinu eða forskrift þjóðarinnar? Ég hugsa að mjög margir þingmenn – Bretar búa við einmenningskjördæmi – munu skoða niðurstöðuna í sínu kjördæminu. Það gæti verið lagt til grundvallar. Það er engan veginn ljóst – nema síður sé – hvort það sé meirihluti á þinginu fyrir úrsögninni.“Brexit í uppnámi May var sjálf búin að segja að breska stjórnin myndi virkja 50. greinina fyrir lok mars á næsta ári. Myndi þá hefjast tveggja ára samningaferli sem lyki með formlegri úrsögn Bretlands úr ESB. „Það er í uppnámi. Við vitum í raun ekki hvað gerist næst.“ 51,9 prósent Breta greiddu atkvæði með úrsögn í þjóðaratkvæðagreiðslunni í júní, en 48,1 prósent kusu með áframhaldandi aðild. Brexit Tengdar fréttir Brexit: Breska stjórnin þarf samþykki þings áður en 50. greinin er virkjuð Breska ríkisstjórnin getur ekki virkjað 50. grein Lissabon-sáttmálans upp á sitt einsdæmi. 3. nóvember 2016 10:24 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
„Þetta er alger game-changer í málinu,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor um dóm High Court í Englandi í dag um að breska þingið verði að greiða atkvæði um hvort Bretlandsstjórn virki 50. grein Lissabon-sáttmála ESB þannig að formlega megi hefja úrsagnarferli Bretlands úr ESB. Dómurinn þýðir að breska ríkisstjórnin getur ekki virkjað 50. greinina upp á sitt einsdæmi. Eiríkur segir að það sem mestu máli skipti í málinu sé að breska þingið er fullvaldurinn – eða „the sovereign“. Þetta sé öðruvísi kerfi en við þekkjum. „Fullveldið í Bretlandi er ekki í höndum þjóðarinnar. Það er ekki í höndum drottningar. Það er ekki í höndum ríkisstjórnar. Það er í höndum þingsins. Það er æðsta vald Bretlands.“ Deilt hefur verið um hvort að ríkisstjórnin geti afturkallað aðild Bretlands að ESB, virkjað 50. grein Lissabon-sáttmálans eða hvort þingið þurfi að hafa aðkomu að því. „Þetta var High Court sem úrskurðar að þingið þurfi að afgreiða þetta. Þessu verður nú áfrýjað til æðra dómsstigs, en það eru nú meiri líkur en minni að úrskurðurinn verði staðfestur.“Ekki háðir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar Eiríkur segir að verði þetta niðurstaðan verði forsætisráðherrann Theresa May að leggja fyrir þingið tillögu um að beita þessu úrsagnarákvæðinu, 50. greininni. „Þingið hefur fullvalda rétt til að taka sjálfstæða ákvörðun, burtséð frá niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Þingmenn verða í vanda staddir. Eiga þeir að fylgja eigin sannfæringu í málinu eða forskrift þjóðarinnar? Ég hugsa að mjög margir þingmenn – Bretar búa við einmenningskjördæmi – munu skoða niðurstöðuna í sínu kjördæminu. Það gæti verið lagt til grundvallar. Það er engan veginn ljóst – nema síður sé – hvort það sé meirihluti á þinginu fyrir úrsögninni.“Brexit í uppnámi May var sjálf búin að segja að breska stjórnin myndi virkja 50. greinina fyrir lok mars á næsta ári. Myndi þá hefjast tveggja ára samningaferli sem lyki með formlegri úrsögn Bretlands úr ESB. „Það er í uppnámi. Við vitum í raun ekki hvað gerist næst.“ 51,9 prósent Breta greiddu atkvæði með úrsögn í þjóðaratkvæðagreiðslunni í júní, en 48,1 prósent kusu með áframhaldandi aðild.
Brexit Tengdar fréttir Brexit: Breska stjórnin þarf samþykki þings áður en 50. greinin er virkjuð Breska ríkisstjórnin getur ekki virkjað 50. grein Lissabon-sáttmálans upp á sitt einsdæmi. 3. nóvember 2016 10:24 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Brexit: Breska stjórnin þarf samþykki þings áður en 50. greinin er virkjuð Breska ríkisstjórnin getur ekki virkjað 50. grein Lissabon-sáttmálans upp á sitt einsdæmi. 3. nóvember 2016 10:24