Innlent

Píratar funda með Bjarna

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Einar Brynjólfsson, Birgitta Jónsdóttir og Smári McCarthy á leið í Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í dag.
Einar Brynjólfsson, Birgitta Jónsdóttir og Smári McCarthy á leið í Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í dag. vísir/vilhelm
Píratarnir Einar Brynjólfsson, Birgitta Jónsdóttir og Smári McCarthy mættu til fundar við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins í Ráðherrabústaðnum núna klukkan 13.

Bjarni fundar nú með formönnum allra flokka sem sæti eiga á Alþingi í kjölfar þess að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands veiti honum umboð til myndunar ríkisstjórnar í gær.

Bjarni hitti fyrst þau Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins og Lilju Alfreðsdóttur varaformann flokksins í gær og í morgun átti Bjarni tveggja tíma fund með Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna.

Næst í röðinni á eftir Pírötum í fundahöldum Bjarna eru Björt framtíð og Viðreisn en formenn flokkanna munu mæta saman í Ráðherrabústaðinn klukkan 15 í dag. Seinastur til fundar við Bjarna er svo Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar.


Tengdar fréttir

Katrín mætt til fundar við Bjarna

Bjarni boðaði hana á fund sinn nú klukkan 10 en hann fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins síðdegis í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×