Volkswagen hættir í rallinu Finnur Thorlacius skrifar 3. nóvember 2016 10:15 Keppnisbíll Volkswagen í WRC rallakstursmótaröðinni. Volkswagen hefur verið afar sigursælt í WRC rallýmótaröðinni á síðustu árum og hefur unnið síðustu 4 ár, bæði í flokki framleiðenda og ökumanns með Sebastian Ogier bak við stýrið. Þessum kafla Volkswagen mun ljúka við enda yfirstandandi keppnistímabils því Volkswagen hefur tekið ákvörðun um að draga sig úr þessari vinsælu keppni. Kemur þessi tilkynning Volkswagen aðeins 3 dögum eftir 43. sigur Volkswagen bíls í WRC mótaröðinni frá því að fyrirtækið hóf þátttöku þar árið 2013. Er þetta enn ein ákvörðunin sem litast af dísilvélasvindli Volkswagen og þeim þungu sektum sem fyrirtækið sætir vegna þess. Volkswagen hefur ákveðið að hætta öllum þeim verkefnum sem ekki snúa beint að nýrri stefnu fyrirtækisins, þ.e. að framleiða bíla knúna rafmagni, bæði tengiltvinnbíla og hreinræktaða rafmagnsbíla. Stutt er síðan Audi tilkynnti að fyrirtækið myndi draga sig úr þolaksturskeppnum, en Audi hefur verið afar sigursælt í þeim keppnum á síðustu árum. Audi er hluti af Volkswagen bílasamstæðunni og var þessi ákvörðun tekin á sömu forsendum og hjá Volkswagen nú. Það er að mörgu leiti einkennilegt að bæði Volkswagen bílar í rallaksri og Audi bílar í þolakstri hætti nú þátttöku í þessum keppnum í ljósi þess að í báðum tilvikum eru þau allra liða sigursælust. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Innlent
Volkswagen hefur verið afar sigursælt í WRC rallýmótaröðinni á síðustu árum og hefur unnið síðustu 4 ár, bæði í flokki framleiðenda og ökumanns með Sebastian Ogier bak við stýrið. Þessum kafla Volkswagen mun ljúka við enda yfirstandandi keppnistímabils því Volkswagen hefur tekið ákvörðun um að draga sig úr þessari vinsælu keppni. Kemur þessi tilkynning Volkswagen aðeins 3 dögum eftir 43. sigur Volkswagen bíls í WRC mótaröðinni frá því að fyrirtækið hóf þátttöku þar árið 2013. Er þetta enn ein ákvörðunin sem litast af dísilvélasvindli Volkswagen og þeim þungu sektum sem fyrirtækið sætir vegna þess. Volkswagen hefur ákveðið að hætta öllum þeim verkefnum sem ekki snúa beint að nýrri stefnu fyrirtækisins, þ.e. að framleiða bíla knúna rafmagni, bæði tengiltvinnbíla og hreinræktaða rafmagnsbíla. Stutt er síðan Audi tilkynnti að fyrirtækið myndi draga sig úr þolaksturskeppnum, en Audi hefur verið afar sigursælt í þeim keppnum á síðustu árum. Audi er hluti af Volkswagen bílasamstæðunni og var þessi ákvörðun tekin á sömu forsendum og hjá Volkswagen nú. Það er að mörgu leiti einkennilegt að bæði Volkswagen bílar í rallaksri og Audi bílar í þolakstri hætti nú þátttöku í þessum keppnum í ljósi þess að í báðum tilvikum eru þau allra liða sigursælust.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Innlent