Opel merkið á Chevrolet Bolt fyrir Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 2. nóvember 2016 09:22 Opel Ampera-e er með 322 km drægni. Opel sýndi „nýjan“ bíl á bílasýningunni í París sem nú er hafin og þekkja flestir þennan bíl sem hinn nýja rafmagnsbíl Chevrolet Volt. Ástæðan er náttúrulega sú að General Motors á bæði Chevrolet og Opel merkin og með þessu er ljóst að bíllinn verður markaðssettur í Evrópu undir merkjum Opel. Þar mun hann heita Ampera-e og vitnar þar í fyrri bíl Opel, Ampera sem er rafmagnsbíll sem er með brunavél er framleiðir rafmagn þegar því rafmagni sem bíllinn hefur verið hlaðinn af þrýtur. Engar aðrar breytingar verða á Bolt bílnum frá Chevrolet aðrar en að hann fær Opel merkið. Opel Ampera-e er með 200 hestafla rafmótora með 360 Nm togi og er eins sprækur og OPC gerðir Opel bíla og því ári snarpur bíll. Reyndar á þessi bíll að vera sýnu sprækari en Opel Insignia OPC, Opel Astra TCR, Opel Adam R2 og Opel Corsa OPC. Opel Ampera-e er aðeins 3,2 sekúndur í 50 km hraða og 4,5 sekúndur frá 80 til 120 km hraða, en hámarkshraði hans er þó aðeins 150 km/klst. Bíllinn er með 60 kWh lithium rafhlöðum og drægnin er 322 km, sem verður að teljast gott fyrir svo lítinn bíl. Opel Ampera-e verður ekki framleiddur af Opel heldur í verksmiðju Chevrolet í Detroit, við hlið Bolt bílsins. Opel mun svo kynna nýja kynslóð Ampera bílsins á næsta ári og er hann líkt og Ampera-e alveg eins og kynbróðir hans, en í þessu tilviki Volt. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent
Opel sýndi „nýjan“ bíl á bílasýningunni í París sem nú er hafin og þekkja flestir þennan bíl sem hinn nýja rafmagnsbíl Chevrolet Volt. Ástæðan er náttúrulega sú að General Motors á bæði Chevrolet og Opel merkin og með þessu er ljóst að bíllinn verður markaðssettur í Evrópu undir merkjum Opel. Þar mun hann heita Ampera-e og vitnar þar í fyrri bíl Opel, Ampera sem er rafmagnsbíll sem er með brunavél er framleiðir rafmagn þegar því rafmagni sem bíllinn hefur verið hlaðinn af þrýtur. Engar aðrar breytingar verða á Bolt bílnum frá Chevrolet aðrar en að hann fær Opel merkið. Opel Ampera-e er með 200 hestafla rafmótora með 360 Nm togi og er eins sprækur og OPC gerðir Opel bíla og því ári snarpur bíll. Reyndar á þessi bíll að vera sýnu sprækari en Opel Insignia OPC, Opel Astra TCR, Opel Adam R2 og Opel Corsa OPC. Opel Ampera-e er aðeins 3,2 sekúndur í 50 km hraða og 4,5 sekúndur frá 80 til 120 km hraða, en hámarkshraði hans er þó aðeins 150 km/klst. Bíllinn er með 60 kWh lithium rafhlöðum og drægnin er 322 km, sem verður að teljast gott fyrir svo lítinn bíl. Opel Ampera-e verður ekki framleiddur af Opel heldur í verksmiðju Chevrolet í Detroit, við hlið Bolt bílsins. Opel mun svo kynna nýja kynslóð Ampera bílsins á næsta ári og er hann líkt og Ampera-e alveg eins og kynbróðir hans, en í þessu tilviki Volt.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent