Helga lyfti meira en 500 kílóum á HM | Tvíbætti Íslandsmetið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2016 15:00 Helga Guðmundsdóttir. Mynd/KRAFT/María Guðsteinsdóttir Helga Guðmundsdóttir keppti fyrst Íslendinga á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum sem stendur nú yfir í Orlando í Bandaríkjunum. Heimsmeistaramótið er sérstaklega sterkt að þessu sinni þar sem keppendur freista þess að ávinna sér rétt til þess að keppa á Heimsleikunum (World Games). Helga Guðmundsdóttir, sem keppir fyrir Lyftingafélag Hafnarfjarðar, er ein af þremur Íslendingum á mótinu en hinir eru Viktor Samúelsson í Kraftlyftingafélagi Akureyrar og Júlían J. K. Jóhannsson í Kraftlyftingadeild Ármanns. Helga var að keppa á sínu öðru heimsmeistaramóti en hún færði sig upp um þyngdarflokk og keppti nú í 72 kg flokknum. Helga stóð sig vel þrátt fyrir basl í byrjun en aðeins ellefu konur lyftu meira en hún. Mótið byrjaði erfiðlega hjá Helgu því hún fékk ekki gildar tvær fyrstu lyfturnar í hnébeygju þegar hún var að reyna við 185 kíló. Í þriðju tilraun gekk þó allt upp og hún náði að lyfta 185 kílóum. Helga mætti svo tvíefld til leiks í bekkpressuna sem gekk mjög vel hjá henni. Náði hún að tvíbæta eigið íslandsmet, en samtals bætti hún það um um 5 kg. Lyfti hún 132,5 kíló í annarri tilraun og gerði svo gott betur í síðustu lyftunni og náði að pressa upp 135 kíló. Í réttstöðulyftu náði Helga svo að lyfta 182,5 kílóum sem var jöfnun á hennar besta árangri Samanlagður árangur hennar var því 502,5 kg sem var persónuleg bæting og gaf henni 12. sætið í flokknum. Sigurvegari var Ana Rosa Castellain frá Brasilíu með 638 kg í samanlögðum árangri. Íþróttir Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Sjá meira
Helga Guðmundsdóttir keppti fyrst Íslendinga á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum sem stendur nú yfir í Orlando í Bandaríkjunum. Heimsmeistaramótið er sérstaklega sterkt að þessu sinni þar sem keppendur freista þess að ávinna sér rétt til þess að keppa á Heimsleikunum (World Games). Helga Guðmundsdóttir, sem keppir fyrir Lyftingafélag Hafnarfjarðar, er ein af þremur Íslendingum á mótinu en hinir eru Viktor Samúelsson í Kraftlyftingafélagi Akureyrar og Júlían J. K. Jóhannsson í Kraftlyftingadeild Ármanns. Helga var að keppa á sínu öðru heimsmeistaramóti en hún færði sig upp um þyngdarflokk og keppti nú í 72 kg flokknum. Helga stóð sig vel þrátt fyrir basl í byrjun en aðeins ellefu konur lyftu meira en hún. Mótið byrjaði erfiðlega hjá Helgu því hún fékk ekki gildar tvær fyrstu lyfturnar í hnébeygju þegar hún var að reyna við 185 kíló. Í þriðju tilraun gekk þó allt upp og hún náði að lyfta 185 kílóum. Helga mætti svo tvíefld til leiks í bekkpressuna sem gekk mjög vel hjá henni. Náði hún að tvíbæta eigið íslandsmet, en samtals bætti hún það um um 5 kg. Lyfti hún 132,5 kíló í annarri tilraun og gerði svo gott betur í síðustu lyftunni og náði að pressa upp 135 kíló. Í réttstöðulyftu náði Helga svo að lyfta 182,5 kílóum sem var jöfnun á hennar besta árangri Samanlagður árangur hennar var því 502,5 kg sem var persónuleg bæting og gaf henni 12. sætið í flokknum. Sigurvegari var Ana Rosa Castellain frá Brasilíu með 638 kg í samanlögðum árangri.
Íþróttir Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Sjá meira