Kendall útskýrir af hverju hún hætti á Instagram Ritstjórn skrifar 17. nóvember 2016 12:00 Kendall er komin með leið á samfélagsmiðlum. Mynd/Getty Kendall Jenner kom aðdáendum sínum á óvart í byrjun vikunnar og ákvað að eyða Instagram síðunni sinni. Fólk fór að koma með allskonar kenningar um af hverju hún eyddi því, en Kendall var með einn vinsælasta aðganginn á samfélagsmiðlinum. Fyrirsætan mætti í spjallþáttinn til Ellen Degeneres á dögunum og útskýrði af hverju hún hætti. Hún sagði að samfélagsmiðlarnir væru farnir að heltaka lífið hennar. Instagram og Twitter var það fyrsta sem hún skoðaði þegar hún vaknaði og seinasta sem hún skoðaði áður en hún fór að sofa. Þrátt fyrir að hún hafi eytt Instagram síðunni sinni þýðir það ekki að hún muni ekki snúa aftur, hún ætlaði sér einungis að taka smá detox og frí frá samfélagsmiðlum. Það eru eflaust margir sem tengja við það sem Kendall er að segja og það er spurning hvort að fleiri feti í fótspor hennar. Mest lesið Fegurð Kardashian systranna náttúruleg eða hvað? Glamour Sjálfbær fegurð fyrir öll aldurstig lífsins Glamour Mótorkross á tískupallinn hjá Rihönnu Glamour Saga Sig myndar Gala Gonzalez Glamour Klæða af sér kuldann með litum og munstrum Glamour Long hair, don´t care Glamour Haustleg vortíska í Tokyo Glamour North West er byrjuð að stelast í fataskápinn hjá Kim Glamour Seldi fyrir 10 milljónir dollara á 4 dögum Glamour Bella Hadid situr fyrir í herferð Zadig & Voltaire ásamt bróður sínum Glamour
Kendall Jenner kom aðdáendum sínum á óvart í byrjun vikunnar og ákvað að eyða Instagram síðunni sinni. Fólk fór að koma með allskonar kenningar um af hverju hún eyddi því, en Kendall var með einn vinsælasta aðganginn á samfélagsmiðlinum. Fyrirsætan mætti í spjallþáttinn til Ellen Degeneres á dögunum og útskýrði af hverju hún hætti. Hún sagði að samfélagsmiðlarnir væru farnir að heltaka lífið hennar. Instagram og Twitter var það fyrsta sem hún skoðaði þegar hún vaknaði og seinasta sem hún skoðaði áður en hún fór að sofa. Þrátt fyrir að hún hafi eytt Instagram síðunni sinni þýðir það ekki að hún muni ekki snúa aftur, hún ætlaði sér einungis að taka smá detox og frí frá samfélagsmiðlum. Það eru eflaust margir sem tengja við það sem Kendall er að segja og það er spurning hvort að fleiri feti í fótspor hennar.
Mest lesið Fegurð Kardashian systranna náttúruleg eða hvað? Glamour Sjálfbær fegurð fyrir öll aldurstig lífsins Glamour Mótorkross á tískupallinn hjá Rihönnu Glamour Saga Sig myndar Gala Gonzalez Glamour Klæða af sér kuldann með litum og munstrum Glamour Long hair, don´t care Glamour Haustleg vortíska í Tokyo Glamour North West er byrjuð að stelast í fataskápinn hjá Kim Glamour Seldi fyrir 10 milljónir dollara á 4 dögum Glamour Bella Hadid situr fyrir í herferð Zadig & Voltaire ásamt bróður sínum Glamour