Tesla 2,4 sekúndur í 100 með breyttum hugbúnaði Finnur Thorlacius skrifar 17. nóvember 2016 09:53 Tesla Model S er jafn snöggur í 100 og 1.500 hestafla Bugatti Chiron. Eigendur Tesla Model S P100D eiga von á góðri sendingu frá Tesla, þ.e. nýjum hugbúnaði í bíla sína sem gerir þá enn sneggri en þeir þegar eru. Tesla Model S P100D er öflugasti og sneggsti bíll Tesla og getur að sögn þeirra tekið sprettinn í 100 nú þegar á 2,5 sekúndum. Það fannst þó þeim Tesla mönnum ekki nóg og breytti þeim stjórnhugbúnaði í bílnum sem stjórnar því afli sem leysa má úr læðingi úr öflugum rafhlöðum bílsins. Með breytingunni verður bíllinn 2,4 sekúndur í 100 km hraða og þarf eiginlega Formúlu 1 bíl til að slá honum við hvað snerpu varðar. Hinn 1.500 hestafla Bugatti Chiron nær þó víst sama tíma á sprettinum. Það var forstjóri Tesla, Elon Musk sem twittaði um þessa breytingu í gær, en Tesla á enn eftir að senda eigendum Tesla Model S P100D bíla þessa uppfærslu. Uppfærslan á ekki við aðrar gerðir Tesla Model S, en einnig Model X P100D. Með nýja hugbúnaðinum verður Tesla Model S P100D 10,6 sekúndur að fara kvartmíluna og batnar tíminn þar um 0,1 sekúndu, eins og uppí 100. Tesla Model S P100D kostar 134.500 dollara en Tesla Model X P100D 135.500 dollara í Bandaríkjunum. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent
Eigendur Tesla Model S P100D eiga von á góðri sendingu frá Tesla, þ.e. nýjum hugbúnaði í bíla sína sem gerir þá enn sneggri en þeir þegar eru. Tesla Model S P100D er öflugasti og sneggsti bíll Tesla og getur að sögn þeirra tekið sprettinn í 100 nú þegar á 2,5 sekúndum. Það fannst þó þeim Tesla mönnum ekki nóg og breytti þeim stjórnhugbúnaði í bílnum sem stjórnar því afli sem leysa má úr læðingi úr öflugum rafhlöðum bílsins. Með breytingunni verður bíllinn 2,4 sekúndur í 100 km hraða og þarf eiginlega Formúlu 1 bíl til að slá honum við hvað snerpu varðar. Hinn 1.500 hestafla Bugatti Chiron nær þó víst sama tíma á sprettinum. Það var forstjóri Tesla, Elon Musk sem twittaði um þessa breytingu í gær, en Tesla á enn eftir að senda eigendum Tesla Model S P100D bíla þessa uppfærslu. Uppfærslan á ekki við aðrar gerðir Tesla Model S, en einnig Model X P100D. Með nýja hugbúnaðinum verður Tesla Model S P100D 10,6 sekúndur að fara kvartmíluna og batnar tíminn þar um 0,1 sekúndu, eins og uppí 100. Tesla Model S P100D kostar 134.500 dollara en Tesla Model X P100D 135.500 dollara í Bandaríkjunum.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent