Sönn skemmtitónlist en erfið fyrir sveitina Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. nóvember 2016 09:45 "Ég þarf að æfa mikið og setja mig inn í tónlistina á alvöru hátt, sérstaklega ef ég hef ekki spilað hana áður. Það er engin styttri leið í boði,“ segir Víkingur Heiðar. Vísir/GVA Það er ansi krefjandi að spila tvo einleikskonserta í einu. Víst teldist nóg að spila annan hvorn því þeir eru ansi massífir en ákvörðunin um að flytja þá báða núna skrifast á mig. Ég þarf alltaf að finna einhver mörk sem mér finnst óþægileg í listinni og fara þangað ef ég get,“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari um verkefnin sem bíða hans í kvöld með Sinfóníunni. Hann segir bæði verkin, Burleske eftir Richard Strauss og Capriccio eftir Ígor Stravinskíj, leiftrandi skemmtileg. „Stravinskíj er ímynd 20. aldarinnar í tónlist en Strauss alger rómantíker og maður 19. aldarinnar þó hann hafi lifað til 1949. Mér fannst upplagt að stilla þeim saman, þó þeir hefðu örugglega ekki verið hrifnir af því sjálfir, því þeim var lítið hvorum um annan gefið.“ Víkingur Heiðar á von á að fólk verði hissa þegar það heyrir þessi verk, þau séu svo geggjuð. „Þetta er sannkölluð skemmtitónlist en óvenju erfið fyrir hljómsveitina,“ segir hann. „Í raun eru fjölmargir sólóistar í Stravinskíj-verkinu. Þetta er eins og stór og villt og stórskrítin en æðisleg djamsession. Strauss vissi hins vegar aldrei sjálfur hvað honum ætti að finnast um verkið sitt, píanistinn sem hann samdi það fyrir var ekkert sérstaklega ánægður með það – en píanistar vita nú yfirleitt ekkert hvað þeir eru að tala um! Seinna á ævinni fór Strauss að stjórna þessu verki, þannig að hann sættist við það þegar hann var kominn undir sjötugt.“ Önnur verk á dagskránni eru From Darkness Woven eftir Hauk Tómasson og Eldfuglinn, svíta eftir Ígor Stravinskíj. Um þessi verk segir píanistinn: „Ég þekki Eldfuglinn vel, ótrúlegt að hann sé eftir sama mann og Capriccio sem ég spila. Hauks verk hef ég ekki heyrt en er spenntur. Haukur er einn af mínum uppáhaldsmönnum. Ég er að fara að frumflytja eftir hann píanókonsert í Elbphilharmóni í Hamborg, nýjasta tónlistarhúsinu í Þýskalandi, og spila þann konsert líka í Los Angeles á Íslandshátíð í apríl.“ Nóg virðist fram undan hjá honum Víkingi Heiðari. „Það er dálítið yfirþyrmandi hvað ég hef sagt já við mörgum stórum verkefnum úti um allar trissur á nýju ári,“ viðurkennir hann. „En ég hef góðan æfingartíma í desember. Þá er ég bara að spila á einum tónleikum, þeir eru í Tyrklandi á Þorláksmessu. Tek flug klukkan þrjú um nótt til að komast heim fyrir klukkan sex á aðfangadagskvöld.“ Meðal þess sem hann hlakkar til á nýju ári er að spila í Vín og Berlín í flottum tónlistarhúsum og líka að leika undir stjórn Ashkenazy í Tókýó, með aðalhljómsveitinni þar. „Ég ber ótakmarkaða virðingu fyrir Ashkenazy,“ lýsir hann. „Mér þykir gott að vinna aftur og aftur með fólki sem mér er kært, það myndast dýpra samband í músíkinni en þegar maður æfir með einhverjum í þrjá daga og svo ekki meir, þó það geti verið spennandi.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. nóvember 2016. Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
Það er ansi krefjandi að spila tvo einleikskonserta í einu. Víst teldist nóg að spila annan hvorn því þeir eru ansi massífir en ákvörðunin um að flytja þá báða núna skrifast á mig. Ég þarf alltaf að finna einhver mörk sem mér finnst óþægileg í listinni og fara þangað ef ég get,“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari um verkefnin sem bíða hans í kvöld með Sinfóníunni. Hann segir bæði verkin, Burleske eftir Richard Strauss og Capriccio eftir Ígor Stravinskíj, leiftrandi skemmtileg. „Stravinskíj er ímynd 20. aldarinnar í tónlist en Strauss alger rómantíker og maður 19. aldarinnar þó hann hafi lifað til 1949. Mér fannst upplagt að stilla þeim saman, þó þeir hefðu örugglega ekki verið hrifnir af því sjálfir, því þeim var lítið hvorum um annan gefið.“ Víkingur Heiðar á von á að fólk verði hissa þegar það heyrir þessi verk, þau séu svo geggjuð. „Þetta er sannkölluð skemmtitónlist en óvenju erfið fyrir hljómsveitina,“ segir hann. „Í raun eru fjölmargir sólóistar í Stravinskíj-verkinu. Þetta er eins og stór og villt og stórskrítin en æðisleg djamsession. Strauss vissi hins vegar aldrei sjálfur hvað honum ætti að finnast um verkið sitt, píanistinn sem hann samdi það fyrir var ekkert sérstaklega ánægður með það – en píanistar vita nú yfirleitt ekkert hvað þeir eru að tala um! Seinna á ævinni fór Strauss að stjórna þessu verki, þannig að hann sættist við það þegar hann var kominn undir sjötugt.“ Önnur verk á dagskránni eru From Darkness Woven eftir Hauk Tómasson og Eldfuglinn, svíta eftir Ígor Stravinskíj. Um þessi verk segir píanistinn: „Ég þekki Eldfuglinn vel, ótrúlegt að hann sé eftir sama mann og Capriccio sem ég spila. Hauks verk hef ég ekki heyrt en er spenntur. Haukur er einn af mínum uppáhaldsmönnum. Ég er að fara að frumflytja eftir hann píanókonsert í Elbphilharmóni í Hamborg, nýjasta tónlistarhúsinu í Þýskalandi, og spila þann konsert líka í Los Angeles á Íslandshátíð í apríl.“ Nóg virðist fram undan hjá honum Víkingi Heiðari. „Það er dálítið yfirþyrmandi hvað ég hef sagt já við mörgum stórum verkefnum úti um allar trissur á nýju ári,“ viðurkennir hann. „En ég hef góðan æfingartíma í desember. Þá er ég bara að spila á einum tónleikum, þeir eru í Tyrklandi á Þorláksmessu. Tek flug klukkan þrjú um nótt til að komast heim fyrir klukkan sex á aðfangadagskvöld.“ Meðal þess sem hann hlakkar til á nýju ári er að spila í Vín og Berlín í flottum tónlistarhúsum og líka að leika undir stjórn Ashkenazy í Tókýó, með aðalhljómsveitinni þar. „Ég ber ótakmarkaða virðingu fyrir Ashkenazy,“ lýsir hann. „Mér þykir gott að vinna aftur og aftur með fólki sem mér er kært, það myndast dýpra samband í músíkinni en þegar maður æfir með einhverjum í þrjá daga og svo ekki meir, þó það geti verið spennandi.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. nóvember 2016.
Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira