Stórhríð og stormur í kortunum: „Fyrsta alvöru norðanátt vetrarins“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. nóvember 2016 07:36 Búist er við mikilli snjókomu norðan-og austan lands í dag. Vísir/Auðunn Gera má ráð fyrir stórhríð á Norður-og Austurlandi í dag þar sem saman mun fara samfelld snjókoma og mikill vindur, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þar kemur jafnframt fram að þetta sé „fyrsta alvöru norðanátt vetrarins“ og verða því mikil umskipti nú eftir mikla veðurblíðu í þessum landshlutum í allt haust. „Í dag er boðið upp á norðan hvassviðri eða storm (15-23 m/s) og má búast við þessum vindhraða um allt land. Þó ber að nefna að líklega hvessir enn frekar suðaustanlands seint í dag, þegar Vatnajökull nær að magna upp norðanáttina í hættulega vindstrengi með líkum á sandfoki. Snjókoman í norðanáttinni dreifist hins vegar ekki jafnt yfir landið, heldur er að mestu bundin við svæðið frá Vestfjörðum og austur eftir Norðurlandi allt til Austfjarða. Þegar saman fer samfelld snjókoma og mikill vindstyrkur er talað um stórhríð og því má gera ráð fyrir slíku allvíða á Norður- og Austurlandi í dag,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Mikilvægt er að fólk sem ætlar að vera á ferðinni í dag kynni sér færð á vegum en nú í morgunsárið er Brattabrekka ófær samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni og þar er vonskuveður. Þá er þæfingsfærð á Holtavörðuheiði þar sem verið er að moka en nánari upplýsingar um færð á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar. Samkvæmt spánni á veðrið að skána á morgun þar sem vindhraðinn ætti að vera um 2-3 metrum á sekúndu á hægari og ekki jafn mikil ofankoma og búast má við í dag. Það er þó ekki fyrr en síðdegis á laugardag sem það dregur úr vindi og ofankomu svo um munar. Á sunnudaginn er síðan spáð köldu en rólegu vetrarveðri.Veðurhorfur næstu daga:Norðanátt í dag, víða 15-23 metrar á sekúndu. Talsverð snjókoma og skafrenningur norðan- og austan lands, en slydda með austurströndinni. Skýjað með köflum um landið sunnanvert og sums staðar dálítil él. Norðan 20-28 í vindstrengjum við Vatnajökul undir kvöld og líkur á sandfoki. Frost 0 til 4 stig, en frostlaust með austurströndinni. Veður skánar lítillega á morgun.Á föstudag:Norðan og norðvestan 13-18 metrar á sekúndu, en 18-23 í vindstrengjum suðaustantil á landinu. Þurrt að kalla sunnanlands, en snjókoma um landið norðanvert. Talsverð ofankoma á Norðurlandi um kvöldið. Frost 0 til 4 stig, en hiti rétt ofan frostmarks við austurströndina.Á laugardag:Norðan 10-15 og él, en bjartviðri um landið sunnanvert. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu seinnipartinn. Hiti kringum frostmark.Á sunnudag:Norðlæg eða breytileg átt 3-8 og víða bjart veður, en norðvestan 8-13 og dálítil él með austurströndinni. Frost 1 til 9 stig, mest í innsveitum.Á mánudag:Fremur hæg bretyileg átt. Allvíða dálítil él við sjávarsíðuna, en bjart inn til landsins. Frost 1 til 13 stig, kaldast í innsveitum. Veður Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Gera má ráð fyrir stórhríð á Norður-og Austurlandi í dag þar sem saman mun fara samfelld snjókoma og mikill vindur, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þar kemur jafnframt fram að þetta sé „fyrsta alvöru norðanátt vetrarins“ og verða því mikil umskipti nú eftir mikla veðurblíðu í þessum landshlutum í allt haust. „Í dag er boðið upp á norðan hvassviðri eða storm (15-23 m/s) og má búast við þessum vindhraða um allt land. Þó ber að nefna að líklega hvessir enn frekar suðaustanlands seint í dag, þegar Vatnajökull nær að magna upp norðanáttina í hættulega vindstrengi með líkum á sandfoki. Snjókoman í norðanáttinni dreifist hins vegar ekki jafnt yfir landið, heldur er að mestu bundin við svæðið frá Vestfjörðum og austur eftir Norðurlandi allt til Austfjarða. Þegar saman fer samfelld snjókoma og mikill vindstyrkur er talað um stórhríð og því má gera ráð fyrir slíku allvíða á Norður- og Austurlandi í dag,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Mikilvægt er að fólk sem ætlar að vera á ferðinni í dag kynni sér færð á vegum en nú í morgunsárið er Brattabrekka ófær samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni og þar er vonskuveður. Þá er þæfingsfærð á Holtavörðuheiði þar sem verið er að moka en nánari upplýsingar um færð á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar. Samkvæmt spánni á veðrið að skána á morgun þar sem vindhraðinn ætti að vera um 2-3 metrum á sekúndu á hægari og ekki jafn mikil ofankoma og búast má við í dag. Það er þó ekki fyrr en síðdegis á laugardag sem það dregur úr vindi og ofankomu svo um munar. Á sunnudaginn er síðan spáð köldu en rólegu vetrarveðri.Veðurhorfur næstu daga:Norðanátt í dag, víða 15-23 metrar á sekúndu. Talsverð snjókoma og skafrenningur norðan- og austan lands, en slydda með austurströndinni. Skýjað með köflum um landið sunnanvert og sums staðar dálítil él. Norðan 20-28 í vindstrengjum við Vatnajökul undir kvöld og líkur á sandfoki. Frost 0 til 4 stig, en frostlaust með austurströndinni. Veður skánar lítillega á morgun.Á föstudag:Norðan og norðvestan 13-18 metrar á sekúndu, en 18-23 í vindstrengjum suðaustantil á landinu. Þurrt að kalla sunnanlands, en snjókoma um landið norðanvert. Talsverð ofankoma á Norðurlandi um kvöldið. Frost 0 til 4 stig, en hiti rétt ofan frostmarks við austurströndina.Á laugardag:Norðan 10-15 og él, en bjartviðri um landið sunnanvert. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu seinnipartinn. Hiti kringum frostmark.Á sunnudag:Norðlæg eða breytileg átt 3-8 og víða bjart veður, en norðvestan 8-13 og dálítil él með austurströndinni. Frost 1 til 9 stig, mest í innsveitum.Á mánudag:Fremur hæg bretyileg átt. Allvíða dálítil él við sjávarsíðuna, en bjart inn til landsins. Frost 1 til 13 stig, kaldast í innsveitum.
Veður Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira