Erlendir ferðamenn aðstoðuðu konu eftir slys og tóku upp á myndband Atli Ísleifsson skrifar 16. nóvember 2016 19:40 Auður brýnir fyrir öllum að bílbeltin bjargi mannslífum. Myndir/Facebook-síða auðar „Ég kippi í stýrið, fer á skiltið og þrjár veltur. Sjálf rak ég höfuðið í gluggann sem brotnar og fæ skurð. Síðan fæ ég flösku í andlitið og rek höfuðið í stýrið og man svo ekkert meira. Í myndbandinu er ég öskrandi en ég man ekkert eftir því,“ segir Auður Geirsdóttir sem lenti í bílslysi á Suðurlandsvegi, skammt frá Litlu kaffistofunni í gær. Ferðamenn frá Singapúr voru fyrstir á vettvang og tóku aðkomuna upp á myndband þar sem heyrist í Auði öskrandi í bílnum sem er á hvolfi. Auður segist hafa verið að keyra fyrir aftan vörubíl og mikið slabb og hálka hafi verið á veginum. „Það fór mikið slabb á rúðuna hjá mér svo ég sá mjög lítið. Ég var búinn að vera mjög lengi fyrir aftan bílinn svo ég ákvað að taka fram úr honum. Ég var með rúðuþurrkurnar í botni og færi mig yfir og svo breyttist tvöfaldi vegurinn í einfaldan þannig að ég ók á skilti með þessum afleiðingum.“Hún segist ekki muna eftir mönnunum sem komu að bílnum hennar og tóku upp myndbandið. „Ég man ekkert eftir þeim en ég man eftir tveimur hjúkrunarfræðingum sem einnig áttu leið hjá, hjálpuðu mér út úr bílnum og sinntu mér þarna á staðnum. Ég veit ekkert hvað þær heita en ég er þeim ótrúlega þakklát,“ segir Auður, en sjúkrabíll kom svo á slysstaðinn og flutti hana á Landspítalann. Auður fékk svo símtal í dag þar sem bent var á að myndband hefði verið birt á netinu þar sem sjá mátti hana öskrandi í bíl sínum skömmu eftir slysið. „Ég man ekkert eftir þessum mönnum eða að þeir hafi verið að taka upp. Mér finnst mjög ógnvekjandi að sjá þetta myndband. Ég man ekkert eftir þessu. Mér finnst samt gott að þetta hafi verið tekið upp til að hægt sé að brýna fyrir fólki að fara varlega og vera með bílbelti í umferðinni. Það var samt skrýtið að sjá sjálfa mig í þessu myndbandi. Ég fór að hágráta þegar ég sá það.“ Auður er nú komin heim af sjúkrahúsi þar sem henni eru gefin verkjastillandi lyf. „Mér er samt illt í bakinu og höfðinu en er annars góð. Ég á bara að slaka á næstu daga. Það var vel hugsað um mig á spítalanum og er starfsfólkinu þar ótrúlega þakklát,“ segir Auður. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
„Ég kippi í stýrið, fer á skiltið og þrjár veltur. Sjálf rak ég höfuðið í gluggann sem brotnar og fæ skurð. Síðan fæ ég flösku í andlitið og rek höfuðið í stýrið og man svo ekkert meira. Í myndbandinu er ég öskrandi en ég man ekkert eftir því,“ segir Auður Geirsdóttir sem lenti í bílslysi á Suðurlandsvegi, skammt frá Litlu kaffistofunni í gær. Ferðamenn frá Singapúr voru fyrstir á vettvang og tóku aðkomuna upp á myndband þar sem heyrist í Auði öskrandi í bílnum sem er á hvolfi. Auður segist hafa verið að keyra fyrir aftan vörubíl og mikið slabb og hálka hafi verið á veginum. „Það fór mikið slabb á rúðuna hjá mér svo ég sá mjög lítið. Ég var búinn að vera mjög lengi fyrir aftan bílinn svo ég ákvað að taka fram úr honum. Ég var með rúðuþurrkurnar í botni og færi mig yfir og svo breyttist tvöfaldi vegurinn í einfaldan þannig að ég ók á skilti með þessum afleiðingum.“Hún segist ekki muna eftir mönnunum sem komu að bílnum hennar og tóku upp myndbandið. „Ég man ekkert eftir þeim en ég man eftir tveimur hjúkrunarfræðingum sem einnig áttu leið hjá, hjálpuðu mér út úr bílnum og sinntu mér þarna á staðnum. Ég veit ekkert hvað þær heita en ég er þeim ótrúlega þakklát,“ segir Auður, en sjúkrabíll kom svo á slysstaðinn og flutti hana á Landspítalann. Auður fékk svo símtal í dag þar sem bent var á að myndband hefði verið birt á netinu þar sem sjá mátti hana öskrandi í bíl sínum skömmu eftir slysið. „Ég man ekkert eftir þessum mönnum eða að þeir hafi verið að taka upp. Mér finnst mjög ógnvekjandi að sjá þetta myndband. Ég man ekkert eftir þessu. Mér finnst samt gott að þetta hafi verið tekið upp til að hægt sé að brýna fyrir fólki að fara varlega og vera með bílbelti í umferðinni. Það var samt skrýtið að sjá sjálfa mig í þessu myndbandi. Ég fór að hágráta þegar ég sá það.“ Auður er nú komin heim af sjúkrahúsi þar sem henni eru gefin verkjastillandi lyf. „Mér er samt illt í bakinu og höfðinu en er annars góð. Ég á bara að slaka á næstu daga. Það var vel hugsað um mig á spítalanum og er starfsfólkinu þar ótrúlega þakklát,“ segir Auður.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira