The Simpsons bregðast við Trump spádómnum: „Ömurlegt að hafa rétt fyrir sér“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. nóvember 2016 13:45 Frægt er orðið að höfundar The Simpsons spáðu fyrir um forsetatíð Trump í þætti árið 2000. Vísir/Skjáskot Frægt er orðið að höfundar The Simpsons spáðu fyrir um forsetatíð Donalds Trump í þættinum Bart to the Future, sem var fyrst sýndur í mars árið 2000. Í þættinum sér Bart framtíðina, þar sem systir hans Lisa er fyrsti gagnkynhneigði kvenforseti Bandaríkjanna. Hennar bíður mikið verk þar sem fyrirrennari hennar í embætti, Donald Trump, skildi ríkissjóð Bandaríkjanna eftir í hræðilegu ástandi og Bandaríkin eru gjaldþrota. Nú þegar ljóst er að höfundar þáttarinns höfðu rétt fyrir sér, brugðu þeir á það ráð að gangast við spádómnum í nýjasta þættinum, sem sýndur var vestanhafs í gær. Notuðu þeir upphafsatriðið fræga, þar sem Bart skrifar alltaf eitthvað á krítartöflu í byrjun hvers þáttar. Á töflunni í þætti gærkvöldsins stóð einfaldlega „það er ömurlegt að hafa rétt fyrir sér.“ Einn höfunda þáttanna, Dan Greaney, sagði í viðtali við The Hollywood Reporter í mars síðastliðnum að þættinum hafi ætlað að vera viðvörun til Bandaríkjamanna. „Það virtist vera síðasta skrefið áður en botninum væri náð. Þessi hugmynd kom upp því hún var í takt við þá hugmynd að Bandaríkin væru að missa vitið,“ sagði Greaney. Sjá einnig: Skemmtanabransinn spáði fyrir um sigur TrumpÞetta er ekki í eina skiptið sem höfundar Simpsons hafa náð að spá fyrir um framtíðina. Fyrir sex árum spáðu þeir fyrir að Bengt Holström myndi hljóta Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 2016, sem hann gerði. Þá hjálpuðu þeir einnig við fínpússun á hönnun iPhone, spáðu fyrir um Apple úrin og sögðu að hljómsveitin the Rolling Stones yrði enn á tónleikaferðalagi árið 2016.The Simpsons updates its 2000 prediction of a Trump Presidency... #TheSimpsons pic.twitter.com/Myf5rYb9Dj— The Simpsons (@TheSimpsons) November 14, 2016 Donald Trump Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Frægt er orðið að höfundar The Simpsons spáðu fyrir um forsetatíð Donalds Trump í þættinum Bart to the Future, sem var fyrst sýndur í mars árið 2000. Í þættinum sér Bart framtíðina, þar sem systir hans Lisa er fyrsti gagnkynhneigði kvenforseti Bandaríkjanna. Hennar bíður mikið verk þar sem fyrirrennari hennar í embætti, Donald Trump, skildi ríkissjóð Bandaríkjanna eftir í hræðilegu ástandi og Bandaríkin eru gjaldþrota. Nú þegar ljóst er að höfundar þáttarinns höfðu rétt fyrir sér, brugðu þeir á það ráð að gangast við spádómnum í nýjasta þættinum, sem sýndur var vestanhafs í gær. Notuðu þeir upphafsatriðið fræga, þar sem Bart skrifar alltaf eitthvað á krítartöflu í byrjun hvers þáttar. Á töflunni í þætti gærkvöldsins stóð einfaldlega „það er ömurlegt að hafa rétt fyrir sér.“ Einn höfunda þáttanna, Dan Greaney, sagði í viðtali við The Hollywood Reporter í mars síðastliðnum að þættinum hafi ætlað að vera viðvörun til Bandaríkjamanna. „Það virtist vera síðasta skrefið áður en botninum væri náð. Þessi hugmynd kom upp því hún var í takt við þá hugmynd að Bandaríkin væru að missa vitið,“ sagði Greaney. Sjá einnig: Skemmtanabransinn spáði fyrir um sigur TrumpÞetta er ekki í eina skiptið sem höfundar Simpsons hafa náð að spá fyrir um framtíðina. Fyrir sex árum spáðu þeir fyrir að Bengt Holström myndi hljóta Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 2016, sem hann gerði. Þá hjálpuðu þeir einnig við fínpússun á hönnun iPhone, spáðu fyrir um Apple úrin og sögðu að hljómsveitin the Rolling Stones yrði enn á tónleikaferðalagi árið 2016.The Simpsons updates its 2000 prediction of a Trump Presidency... #TheSimpsons pic.twitter.com/Myf5rYb9Dj— The Simpsons (@TheSimpsons) November 14, 2016
Donald Trump Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira