„Þeir óttast raddir okkar“ Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2016 14:30 Shireen ásamt vinkonu sinni Kaziwar á víglínunni nærri Raqqa. Vísir/AFP „Þeir óttast raddir okkar," segir 25 ára kona sem hefur barist með sveitum Kúrda (YPG) í Sýrlandi í um fimm ár. Hundruð kvenna hafa gengið til liðs við YPG eftir að vígamenn samtakanna tóku þúsundir kvenna og barna sem tilheyra Jasídum í þrældóm sumarið 2014 og stofnað hópinn YPJ. YPG stendur í raun fyrir People's Protection Units, en YPJ stendur fyrir Women's Protection Units. Talið er að um 3.200 Jasídar séu enn í haldi ISIS og þar af að mestu í Sýrlandi.Vísir/GraphicNewsSamkvæmt trú ISIS-liða er skömmustulegt og bannað að vera veginn af konu og er það eitthvað sem þeir óttast mjög. Því láta Shireen og aðrar konur í YPG vel heyra í sér þegar þær sækja fram gegn ISIS. YPG ásamt sýrlenskum bandamönnum þeirra hafa stofnað regnhlífarsamtökin SDF, eða Syrian Democratic Forces, og hafa samtökin sótt hart fram gegn ISIS á síðustu mánuðum, með stuðningi Bandaríkjanna og annarra ríkja. Nú sækja SDF að borginni Raqqa, höfuðvígi Íslamska ríkisins. Rojda Felat, yfirmaður Shireen, segir konurnar taka þátt í orrustunni um Raqqa til að verja „mæður sínar og systur“. „Fólk lítur niður á konur af fyrirlitningu og halda því fram að við séum of viðkvæmar, að við ættum ekki að dirfast halda á hníf eða byssu,“ segir Rojda við blaðamann AFP. „En þú getur séð sjálfur að við kunnum að notast við dushka (rússnesk gerð af vélbyssum), við kunnum að nota sprengjuvörpur og við getum einnig fjarlægt jarðsprengjur.“ Shireen segir vígamenn ISIS líta á konur sem þræla. Þess vegna berjist hún. Til að frelsa kynsystur sínar úr þrældómi.Out for revenge: Syria Kurd women fighters vow to make jihadist foes pay https://t.co/nRmK0bxAgy pic.twitter.com/iUE50PTiSd— AFP news agency (@AFP) November 11, 2016 Mið-Austurlönd Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
„Þeir óttast raddir okkar," segir 25 ára kona sem hefur barist með sveitum Kúrda (YPG) í Sýrlandi í um fimm ár. Hundruð kvenna hafa gengið til liðs við YPG eftir að vígamenn samtakanna tóku þúsundir kvenna og barna sem tilheyra Jasídum í þrældóm sumarið 2014 og stofnað hópinn YPJ. YPG stendur í raun fyrir People's Protection Units, en YPJ stendur fyrir Women's Protection Units. Talið er að um 3.200 Jasídar séu enn í haldi ISIS og þar af að mestu í Sýrlandi.Vísir/GraphicNewsSamkvæmt trú ISIS-liða er skömmustulegt og bannað að vera veginn af konu og er það eitthvað sem þeir óttast mjög. Því láta Shireen og aðrar konur í YPG vel heyra í sér þegar þær sækja fram gegn ISIS. YPG ásamt sýrlenskum bandamönnum þeirra hafa stofnað regnhlífarsamtökin SDF, eða Syrian Democratic Forces, og hafa samtökin sótt hart fram gegn ISIS á síðustu mánuðum, með stuðningi Bandaríkjanna og annarra ríkja. Nú sækja SDF að borginni Raqqa, höfuðvígi Íslamska ríkisins. Rojda Felat, yfirmaður Shireen, segir konurnar taka þátt í orrustunni um Raqqa til að verja „mæður sínar og systur“. „Fólk lítur niður á konur af fyrirlitningu og halda því fram að við séum of viðkvæmar, að við ættum ekki að dirfast halda á hníf eða byssu,“ segir Rojda við blaðamann AFP. „En þú getur séð sjálfur að við kunnum að notast við dushka (rússnesk gerð af vélbyssum), við kunnum að nota sprengjuvörpur og við getum einnig fjarlægt jarðsprengjur.“ Shireen segir vígamenn ISIS líta á konur sem þræla. Þess vegna berjist hún. Til að frelsa kynsystur sínar úr þrældómi.Out for revenge: Syria Kurd women fighters vow to make jihadist foes pay https://t.co/nRmK0bxAgy pic.twitter.com/iUE50PTiSd— AFP news agency (@AFP) November 11, 2016
Mið-Austurlönd Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira