Puma með jákvæðar sölutölur eftir ráðningar á kröftugum talskonum Ritstjórn skrifar 11. nóvember 2016 12:30 Rihanna kom Puma svo sannarlega aftur á kortið. Mynd/Getty Puma hefur tilkynnt að það sem af er ári hafa sölutölurnar hækkað um 10.2%. Skósalan hækkaði hvað mest, eða um yfir 11%. Eftir margra ára niðursveiflu ákvað Puma að ráða til sín Rihanna sem yfirhönnuð kvennadeildar Puma. Það var greinilegt strax að það mundi virka vel en hún hefur sett upp tískusýningar bæði í New York og París sem hafa báðar slegið í gegn. Skórnir sem hún hannaði í samstarfi við Puma hafa unnið til verðlauna og seldust upp á örskotstundu. Þýska íþróttavörumerkið réð einnig til sín Kylie Jenner og Cara Delevingne sem eru báðar einar af stærstu stjörnum heims í dag. Það hefur greinilega skilað sér því það sem ýtti mest undir þessa auknu sölu var sala á kvennavörum. Slík sala á kvennavörum hjá íþróttamerki er afar sjaldgæft enda eru kvennadeildir bæði Adidas og Nike aðeins brot af karlavörunum þar á bæ. Það er greinilegt að það skilar sér að vera með sterkar kvennfyrirmyndir þegar að það kemur að því að selja íþróttavörur. Mynd/Puma Mest lesið Innblástur frá götum Parísar Glamour Crocs skór á tískupallinn Glamour Kate Moss mætir á Cannes í fyrsta skiptið í 15 ár Glamour Tryllt auglýsing frá Kenzo leikstýrð af Spike Jonze Glamour Selena Gomez í Galvan kjól á stjörnuprýddum tónleikum Glamour Rihanna og Drake eru hætt saman Glamour Alexander Wang heldur villt partý í nýjustu auglýsingu sinni Glamour Margot Robbie er óþekkjanleg sem Tonya Harding Glamour Beyoncé hvatti Serenu Williams til dáða á Wimbledon Glamour Raf Simons endurhannar Calvin Klein merkið Glamour
Puma hefur tilkynnt að það sem af er ári hafa sölutölurnar hækkað um 10.2%. Skósalan hækkaði hvað mest, eða um yfir 11%. Eftir margra ára niðursveiflu ákvað Puma að ráða til sín Rihanna sem yfirhönnuð kvennadeildar Puma. Það var greinilegt strax að það mundi virka vel en hún hefur sett upp tískusýningar bæði í New York og París sem hafa báðar slegið í gegn. Skórnir sem hún hannaði í samstarfi við Puma hafa unnið til verðlauna og seldust upp á örskotstundu. Þýska íþróttavörumerkið réð einnig til sín Kylie Jenner og Cara Delevingne sem eru báðar einar af stærstu stjörnum heims í dag. Það hefur greinilega skilað sér því það sem ýtti mest undir þessa auknu sölu var sala á kvennavörum. Slík sala á kvennavörum hjá íþróttamerki er afar sjaldgæft enda eru kvennadeildir bæði Adidas og Nike aðeins brot af karlavörunum þar á bæ. Það er greinilegt að það skilar sér að vera með sterkar kvennfyrirmyndir þegar að það kemur að því að selja íþróttavörur. Mynd/Puma
Mest lesið Innblástur frá götum Parísar Glamour Crocs skór á tískupallinn Glamour Kate Moss mætir á Cannes í fyrsta skiptið í 15 ár Glamour Tryllt auglýsing frá Kenzo leikstýrð af Spike Jonze Glamour Selena Gomez í Galvan kjól á stjörnuprýddum tónleikum Glamour Rihanna og Drake eru hætt saman Glamour Alexander Wang heldur villt partý í nýjustu auglýsingu sinni Glamour Margot Robbie er óþekkjanleg sem Tonya Harding Glamour Beyoncé hvatti Serenu Williams til dáða á Wimbledon Glamour Raf Simons endurhannar Calvin Klein merkið Glamour