Poppstjarnan Nik Kershaw kominn til Reykjavíkur Heimir Már Pétursson skrifar 10. nóvember 2016 20:42 Breska poppstjarnan Nik Kershaw kemur fram með Todmobile á stórtónleikum í Hörpu annað kvöld þar sem tekin verða mörg hans þekktustu laga ásamt úrvali laga Todmobile. Hann hlakkar til tónleikanna og segir aldrei að vita nema þessi hópur tónlistarmanna eigi eftir að vinna meira saman í framtíðinni. Nik Kershaw sló fyrst í gegn snemma á níuna áratugnum og átti þá átta lög á topp fjörutíu listanum í Bretlandi. Lög hans hljómuðu einnig árum saman á öldum ljósvakans á Íslandi sem og á dansstöðum landsmanna. Hann hefur gefið út átta stórar plötur, þá síðustu árið 2012 og það styttist í næstu plötu. En nú er hann kominn til Íslands og nú þegar búinn að hljóðrita nýja útgáfu af laginu Riddle með hljómsveitinni sem hann treður upp með í Eldborgarsal Hörpu annað kvöld. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson gítarleikari Todmobile segir Nik Kershaw í miklu uppáhaldi hjá Eiði bassaleikara hljómsveitarinnar. „Við höfum hlustað mikið á þessa tónlist og hún mótaði okkur heilmikið. Þannig að núna er gaman að fá að vinna með manninum,“ segir Þorvaldur Bjarni. Todmobile hafa áður haldið tónleika með Jon Anderson úr Yes og Steve Hacket gítarleikara Genesis og hafa þeir tónleikar verið birtir á YouTube. Nik Kershaw hlakkar til tónleikanna annað kvöld en hann hitti hljómsveitarmeðlimina í fyrsta skipti í eigin persónu í dag, þótt hann hafi sungið inn á undirleik hennar við The Riddle. „Sameiginlegur vinur okkar, Steve Hackett, hafði samband við mig og spurði hvort mér væri sama hvort maður mætti hafa samband við mig Hann sendi líka hlekk á Youtube-myndband þar sem Steve spilaði með þessum náungum. Þetta var frábært og ég var alveg til í slaginn. Þeir höfðu samband við mig um að spila á þessum tónleikum og hingað er ég kominn,” sagði Kershaw og taldi inn í lag með Todmobile, sem sjá má hér að ofan. Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Breska poppstjarnan Nik Kershaw kemur fram með Todmobile á stórtónleikum í Hörpu annað kvöld þar sem tekin verða mörg hans þekktustu laga ásamt úrvali laga Todmobile. Hann hlakkar til tónleikanna og segir aldrei að vita nema þessi hópur tónlistarmanna eigi eftir að vinna meira saman í framtíðinni. Nik Kershaw sló fyrst í gegn snemma á níuna áratugnum og átti þá átta lög á topp fjörutíu listanum í Bretlandi. Lög hans hljómuðu einnig árum saman á öldum ljósvakans á Íslandi sem og á dansstöðum landsmanna. Hann hefur gefið út átta stórar plötur, þá síðustu árið 2012 og það styttist í næstu plötu. En nú er hann kominn til Íslands og nú þegar búinn að hljóðrita nýja útgáfu af laginu Riddle með hljómsveitinni sem hann treður upp með í Eldborgarsal Hörpu annað kvöld. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson gítarleikari Todmobile segir Nik Kershaw í miklu uppáhaldi hjá Eiði bassaleikara hljómsveitarinnar. „Við höfum hlustað mikið á þessa tónlist og hún mótaði okkur heilmikið. Þannig að núna er gaman að fá að vinna með manninum,“ segir Þorvaldur Bjarni. Todmobile hafa áður haldið tónleika með Jon Anderson úr Yes og Steve Hacket gítarleikara Genesis og hafa þeir tónleikar verið birtir á YouTube. Nik Kershaw hlakkar til tónleikanna annað kvöld en hann hitti hljómsveitarmeðlimina í fyrsta skipti í eigin persónu í dag, þótt hann hafi sungið inn á undirleik hennar við The Riddle. „Sameiginlegur vinur okkar, Steve Hackett, hafði samband við mig og spurði hvort mér væri sama hvort maður mætti hafa samband við mig Hann sendi líka hlekk á Youtube-myndband þar sem Steve spilaði með þessum náungum. Þetta var frábært og ég var alveg til í slaginn. Þeir höfðu samband við mig um að spila á þessum tónleikum og hingað er ég kominn,” sagði Kershaw og taldi inn í lag með Todmobile, sem sjá má hér að ofan.
Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira