Spila bridds með Helga á spítalanum í hverri viku Kristján Már Unnarsson skrifar 29. nóvember 2016 20:00 Helgi Jóhannsson var í aldarfjórðung einn helsti framámaður íslenskrar ferðaþjónustu og var forseti Bridgesambandsins þegar Íslendingar urðu heimsmeistarar. Fyrir fimm árum var fótunum kippt undan tilverunni þegar hann greindist með MND-sjúkdóminn. Helgi er núna bundinn öndunarvél en eiginkona hans, Hjördís Bjarnason, segir að fyrstu merki um sjúkdóminn hafi birst þeim fyrir sjö árum. Í viðtali á Stöð 2 í kvöld deildu þau hjónin með áhorfendum átakanlegri sögu, - hvernig þessi skæði sjúkdómur á skömmum tíma olli straumhvörfum í lífi Helga og fjölskyldunnar. „Fyrir fimm árum síðan var hann talandi, gangandi, borðandi og andandi. Síðan þá hefur hann hætt að borða, hætt að tala, hætt að anda, - og allt annað sem maður þarf að gera. Hann þarf aðstoð við allt,“ segir Hjördís, en hún starfar sem lífeindafræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu. „Góðir vinir eru gulli betri. Þetta er mér ómetanlegt," segir Helgi í skilaboðum sem hann ritaði með augunum á tölvuskjá.Stöð 2/Sigurjón Ólason. Helgi varð þjóðkunnur fyrir þrjátíu árum þegar hann stýrði ferðaskrifstofunni Samvinnuferðum og bauð þá upp á breiðþotuflug með lægri fargjöldum en menn höfðu áður séð. Síðar stofnaði hann ferðaskrifstofuna Sumarferðir ásamt Þorsteini Guðjónssyni en þeir voru brautryðjendur í rafrænum bókunum ferðaskrifstofa á netinu. Helgi var sæmdur gullmerki Bridgesambandsins á dögunum þegar þess var minnst að aldarfjórðungur er frá því Bermúdaskálin vannst í Yokohama í Japan. Jafet Ólafsson, forseti sambandsins, sagði við það tilefni að Helgi hefði verið arkitektinn á bak við heimsmeistaratitilinn. Hjördís Bjarnason lýsti því í fréttum Stöðvar 2 hvernig MND væri fjölskyldusjúkdómur, sem herjaði ekki aðeins á sjúklinginn heldur alla fjölskyldu hans og vini. Hún kvaðst hafa orðið hissa og vonsvikin þegar hún áttaði sig á því að hvorki bauðst heimahjúkrun né hjúkrunarheimili fyrir sjúklinga í öndunarvél. Helgi þarf umönnun allan sólarhringinn og er því bundinn við sjúkrahús. Briddsfélagarnir Helgi Jóhannsson, Þórður Sverrisson, Hannes Guðmundsson, Logi Þormóðsson, Haraldur Sigurðsson, Björn Eysteinsson og Ragnar Önundarson.Stöð 2/Sigurjón Ólason. Við fylgdumst með Helga í hópi briddsfélaga eina kvöldstund á Borgarspítalanum en hann tjáir sig með því að rita skilaboð á tölvuskjá með augunum. Spilafélagarnir eru Hannes Guðmundsson, Björn Eysteinsson, Logi Þormóðsson, Ragnar Önundarson, Þórður Sverrisson og Haraldur Sigurðsson, en þeir hafa flestir spilað reglulega saman frá háskólaárum. Sjúkrahúsvist Helga aftrar þeim þó ekki frá sínu vikulega briddskvöldi, - til þess fá þeir lánað fundarherbergi á spítalanum, svo þeir geti haldið áfram að spila. Og Helgi nýtti skjáinn til að senda þessi skilaboð: „Ég nýt þess að ég er búinn að spila lengur en þeir. En ef þeir ná mér í getu er ég viss um að þeir halda áfram að koma. Ég er viss um að þeir kæmu ef ég hefði Alzheimer. Þessvegna segi ég: Góðir vinir eru gulli betri. Þetta er mér ómetanlegt." Hér í spilaranum að neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um hinn glaðværa hóp spilafélaganna jafnframt því sem nánar er fjallað um glímu Helga við sjúkdóminn. Bridge Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Helgi Jóhannsson var í aldarfjórðung einn helsti framámaður íslenskrar ferðaþjónustu og var forseti Bridgesambandsins þegar Íslendingar urðu heimsmeistarar. Fyrir fimm árum var fótunum kippt undan tilverunni þegar hann greindist með MND-sjúkdóminn. Helgi er núna bundinn öndunarvél en eiginkona hans, Hjördís Bjarnason, segir að fyrstu merki um sjúkdóminn hafi birst þeim fyrir sjö árum. Í viðtali á Stöð 2 í kvöld deildu þau hjónin með áhorfendum átakanlegri sögu, - hvernig þessi skæði sjúkdómur á skömmum tíma olli straumhvörfum í lífi Helga og fjölskyldunnar. „Fyrir fimm árum síðan var hann talandi, gangandi, borðandi og andandi. Síðan þá hefur hann hætt að borða, hætt að tala, hætt að anda, - og allt annað sem maður þarf að gera. Hann þarf aðstoð við allt,“ segir Hjördís, en hún starfar sem lífeindafræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu. „Góðir vinir eru gulli betri. Þetta er mér ómetanlegt," segir Helgi í skilaboðum sem hann ritaði með augunum á tölvuskjá.Stöð 2/Sigurjón Ólason. Helgi varð þjóðkunnur fyrir þrjátíu árum þegar hann stýrði ferðaskrifstofunni Samvinnuferðum og bauð þá upp á breiðþotuflug með lægri fargjöldum en menn höfðu áður séð. Síðar stofnaði hann ferðaskrifstofuna Sumarferðir ásamt Þorsteini Guðjónssyni en þeir voru brautryðjendur í rafrænum bókunum ferðaskrifstofa á netinu. Helgi var sæmdur gullmerki Bridgesambandsins á dögunum þegar þess var minnst að aldarfjórðungur er frá því Bermúdaskálin vannst í Yokohama í Japan. Jafet Ólafsson, forseti sambandsins, sagði við það tilefni að Helgi hefði verið arkitektinn á bak við heimsmeistaratitilinn. Hjördís Bjarnason lýsti því í fréttum Stöðvar 2 hvernig MND væri fjölskyldusjúkdómur, sem herjaði ekki aðeins á sjúklinginn heldur alla fjölskyldu hans og vini. Hún kvaðst hafa orðið hissa og vonsvikin þegar hún áttaði sig á því að hvorki bauðst heimahjúkrun né hjúkrunarheimili fyrir sjúklinga í öndunarvél. Helgi þarf umönnun allan sólarhringinn og er því bundinn við sjúkrahús. Briddsfélagarnir Helgi Jóhannsson, Þórður Sverrisson, Hannes Guðmundsson, Logi Þormóðsson, Haraldur Sigurðsson, Björn Eysteinsson og Ragnar Önundarson.Stöð 2/Sigurjón Ólason. Við fylgdumst með Helga í hópi briddsfélaga eina kvöldstund á Borgarspítalanum en hann tjáir sig með því að rita skilaboð á tölvuskjá með augunum. Spilafélagarnir eru Hannes Guðmundsson, Björn Eysteinsson, Logi Þormóðsson, Ragnar Önundarson, Þórður Sverrisson og Haraldur Sigurðsson, en þeir hafa flestir spilað reglulega saman frá háskólaárum. Sjúkrahúsvist Helga aftrar þeim þó ekki frá sínu vikulega briddskvöldi, - til þess fá þeir lánað fundarherbergi á spítalanum, svo þeir geti haldið áfram að spila. Og Helgi nýtti skjáinn til að senda þessi skilaboð: „Ég nýt þess að ég er búinn að spila lengur en þeir. En ef þeir ná mér í getu er ég viss um að þeir halda áfram að koma. Ég er viss um að þeir kæmu ef ég hefði Alzheimer. Þessvegna segi ég: Góðir vinir eru gulli betri. Þetta er mér ómetanlegt." Hér í spilaranum að neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um hinn glaðværa hóp spilafélaganna jafnframt því sem nánar er fjallað um glímu Helga við sjúkdóminn.
Bridge Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira