Steinkross gæti verið elsti grafreitur Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 28. nóvember 2016 22:45 Elstu grafreitir Íslendinga gætu verið að Steinkrossi á Rangárvöllum, sé sú kenning Einars Pálssonar rétt að sá staður hafi verið miðja sólúrs og goðfræðilegrar heimsmyndar á landnámsöld. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 og þættinum Landnemarnir í viðtali við Pétur Halldórsson, áhugamann um kenningar Einars. Það var árið 1969 sem fræðimaðurinn Einar Pálsson birti byltingarkenndar kenningar sínar um að í Njálssögu væri fólgið goðfræðilegt táknmál sem úr mætti lesa það sem hann kallaði Hjól Rangárhverfis og væri byggt á ævafornri speki og helgum tölum. Samkvæmt þeim gegndi jörðin Steinkross lykilhlutverki. Hún var miðjan í þeirri heimsmynd sem Einar las úr launmáli Njálu.Einar Pálsson, höfundur rita um rætur íslenskrar menningar. Hann lést árið 1996.Pétur Halldórsson er í hópi áhugamanna sem halda kenningum Einars á lofti. „Það er sennilega með merkilegri uppgötvunum í Íslandssögunni. Einar Pálsson finnur þetta kerfi í Njálssögu, - í launmáli Njálssögu,” segir Pétur. Kenningarnar hafa þó ætíð verið umdeildar, þannig segist Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingar ekki vita um neinn í sinni stétt sem trúi þessu.Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingur.Stöð 2/Ragnar Dagur.„Þetta er svona heillandi og freistandi kannski að sjá eitthvað munstur í þessu. En ég veit ekki um neinn sem tekur neitt mark á þessu,” segir Guðrún. Þeir eru þó til innan háskólasamfélagsins sem telja að þetta sé ekki tóm steypa. Þannig segir Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor við Árnastofnun, að fram séu komnar viðurkenndar vísindarannsóknir sem sýni að miklu meira hafi verið hugsað um einmitt svona staðsetningar og einhverskonar mælingar en menn vissu fyrir 20-30 árum. Þrídrangar í hafi voru eitt af kennileitunum sem mörkuðu Hjól Rangárhverfis, samkvæmt tilgátu Einars Pálssonar.Teikning/Sigurður Valur Sigurðsson.En kannski gæti fornleifauppgröftur að Steinkrossi veitt svör. „Ég held því fram að hérna séu grafreitir, og jafnvel með þeim fyrstu sennilega, því miðað við þær heimsmyndir sem ég er að sjá um allan heim, þá eru grafreitir í miðjunni,” segir Pétur Halldórsson. Ítarlega var fjallað um kenningar Einars Pálssonar í þættinum Landnemarnir. Fornminjar Landnemarnir Rangárþing ytra Tengdar fréttir Vantar marga kafla inn í Íslandssöguna Þetta segir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, höfundur nýrrar bókar um Árdaga Íslendinga. 13. nóvember 2016 20:45 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Voru skógarnir svona veglegir við landnám? "Ég er sannfærður um það að allt láglendi landsins hafi litið svona út eins og þessi mynd sýnir,” segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. 20. nóvember 2016 12:00 Forn varða talin hluti af launspeki landnámsins Stór varða í útjaðri Reykjavíkur sögð hluti af útmældu kerfi sem tengdist árstíðaskiptum og gangi himintungla. 27. nóvember 2016 08:30 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira
Elstu grafreitir Íslendinga gætu verið að Steinkrossi á Rangárvöllum, sé sú kenning Einars Pálssonar rétt að sá staður hafi verið miðja sólúrs og goðfræðilegrar heimsmyndar á landnámsöld. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 og þættinum Landnemarnir í viðtali við Pétur Halldórsson, áhugamann um kenningar Einars. Það var árið 1969 sem fræðimaðurinn Einar Pálsson birti byltingarkenndar kenningar sínar um að í Njálssögu væri fólgið goðfræðilegt táknmál sem úr mætti lesa það sem hann kallaði Hjól Rangárhverfis og væri byggt á ævafornri speki og helgum tölum. Samkvæmt þeim gegndi jörðin Steinkross lykilhlutverki. Hún var miðjan í þeirri heimsmynd sem Einar las úr launmáli Njálu.Einar Pálsson, höfundur rita um rætur íslenskrar menningar. Hann lést árið 1996.Pétur Halldórsson er í hópi áhugamanna sem halda kenningum Einars á lofti. „Það er sennilega með merkilegri uppgötvunum í Íslandssögunni. Einar Pálsson finnur þetta kerfi í Njálssögu, - í launmáli Njálssögu,” segir Pétur. Kenningarnar hafa þó ætíð verið umdeildar, þannig segist Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingar ekki vita um neinn í sinni stétt sem trúi þessu.Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingur.Stöð 2/Ragnar Dagur.„Þetta er svona heillandi og freistandi kannski að sjá eitthvað munstur í þessu. En ég veit ekki um neinn sem tekur neitt mark á þessu,” segir Guðrún. Þeir eru þó til innan háskólasamfélagsins sem telja að þetta sé ekki tóm steypa. Þannig segir Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor við Árnastofnun, að fram séu komnar viðurkenndar vísindarannsóknir sem sýni að miklu meira hafi verið hugsað um einmitt svona staðsetningar og einhverskonar mælingar en menn vissu fyrir 20-30 árum. Þrídrangar í hafi voru eitt af kennileitunum sem mörkuðu Hjól Rangárhverfis, samkvæmt tilgátu Einars Pálssonar.Teikning/Sigurður Valur Sigurðsson.En kannski gæti fornleifauppgröftur að Steinkrossi veitt svör. „Ég held því fram að hérna séu grafreitir, og jafnvel með þeim fyrstu sennilega, því miðað við þær heimsmyndir sem ég er að sjá um allan heim, þá eru grafreitir í miðjunni,” segir Pétur Halldórsson. Ítarlega var fjallað um kenningar Einars Pálssonar í þættinum Landnemarnir.
Fornminjar Landnemarnir Rangárþing ytra Tengdar fréttir Vantar marga kafla inn í Íslandssöguna Þetta segir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, höfundur nýrrar bókar um Árdaga Íslendinga. 13. nóvember 2016 20:45 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Voru skógarnir svona veglegir við landnám? "Ég er sannfærður um það að allt láglendi landsins hafi litið svona út eins og þessi mynd sýnir,” segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. 20. nóvember 2016 12:00 Forn varða talin hluti af launspeki landnámsins Stór varða í útjaðri Reykjavíkur sögð hluti af útmældu kerfi sem tengdist árstíðaskiptum og gangi himintungla. 27. nóvember 2016 08:30 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira
Vantar marga kafla inn í Íslandssöguna Þetta segir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, höfundur nýrrar bókar um Árdaga Íslendinga. 13. nóvember 2016 20:45
Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15
Voru skógarnir svona veglegir við landnám? "Ég er sannfærður um það að allt láglendi landsins hafi litið svona út eins og þessi mynd sýnir,” segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. 20. nóvember 2016 12:00
Forn varða talin hluti af launspeki landnámsins Stór varða í útjaðri Reykjavíkur sögð hluti af útmældu kerfi sem tengdist árstíðaskiptum og gangi himintungla. 27. nóvember 2016 08:30