Góa fær liðsauka frá Opel í jólaösinni Finnur Thorlacius skrifar 28. nóvember 2016 10:02 Jólasnjórinn lét á sér kræla þegar Benedikt hjá Bílabúð Benna afhenti Helga í Góu, tvo Opel Movano sendibíla. Jólin nálgast óðfluga og þá koma sendibílar oftar en ekki við sögu. Til mikils er ætlast af þeim í jólaösinni og því eins gott að þeir séu vandanum vaxnir, hvort heldur sem er í þjónustu við mannfólkið, jólasveinana eða fyrirtækin. Sælgætisgerðin Góa hefur í nógu að snúast allan ársins hring og þá ekki síst fyrir jólin þegar framleiðsla þeirra er á hvers manns vörum. Til að mæta eftirspurn bætti Góa við sendibílaflota sinn nú á dögunum og fyrir valinu urðu atvinnubílar frá Opel. Í fréttatilkynningu frá Bílabúð Benna, umboðsaðila Opel á Íslandi, kemur fram að góður gangur hafi verið í sölu atvinnubíla frá Opel á árinu, þeir séu hagkvæmir í rekstri og drifnir áfram af tæknibúnaði sem uppfyllir ítrustu kröfur bæði fyrirtækja og einyrkja. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent
Jólin nálgast óðfluga og þá koma sendibílar oftar en ekki við sögu. Til mikils er ætlast af þeim í jólaösinni og því eins gott að þeir séu vandanum vaxnir, hvort heldur sem er í þjónustu við mannfólkið, jólasveinana eða fyrirtækin. Sælgætisgerðin Góa hefur í nógu að snúast allan ársins hring og þá ekki síst fyrir jólin þegar framleiðsla þeirra er á hvers manns vörum. Til að mæta eftirspurn bætti Góa við sendibílaflota sinn nú á dögunum og fyrir valinu urðu atvinnubílar frá Opel. Í fréttatilkynningu frá Bílabúð Benna, umboðsaðila Opel á Íslandi, kemur fram að góður gangur hafi verið í sölu atvinnubíla frá Opel á árinu, þeir séu hagkvæmir í rekstri og drifnir áfram af tæknibúnaði sem uppfyllir ítrustu kröfur bæði fyrirtækja og einyrkja.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent