Sölumet hjá Skoda Finnur Thorlacius skrifar 28. nóvember 2016 09:21 Skoda Octavia Scout. Met hefur verið slegið í sölu Skoda bifreiða á Íslandi, en þegar október rann sitt skeið á enda höfðu 1.009 Skoda bílar verið seldir hér á landi og hafa þeir aldrei verið fleiri. Til samanburðar má nefna að allt árið 2015 seldust 999 Skoda bílar á Íslandi og því ljóst að sölumetið verður enn stærra þegar árið verður gert upp. 663 Skoda Octavia hafa verið seldir fyrstu 10 mánuði ársins og er hann þriðji söluhæsti bíll landsins. Þá má geta þess að 28% þeirra Skoda bifreiða sem seldar voru til einstaklinga og fyrirtækja (bílaleigur undanskildar) eru knúnar metangasi. HEKLA heldur svo áfram yfirburðastöðu sinni á markaði fyrir vistvænar bifreiðar. Tveir þriðju allra vistvænna bíla sem seldir voru fyrstu 10 mánuði ársins voru frá HEKLU og þar af hefur Volkswagen 40% markaðshlutdeild. Þá átti HEKLA þrjár vinsælustu tegundir tengiltvinnbíla fyrstu 10 mánuði ársins. Vinsælastur var Mitsubishi Outlander PHEV, því næst Volkswagen GOLF GTE og í þriðja sæti var Volkswagen Passat GTE. Tengiltvinnbílar Audi, e-tron, eru einnig á mikilli siglingu og það sem af er ári hafa 65 slíkir selst. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent
Met hefur verið slegið í sölu Skoda bifreiða á Íslandi, en þegar október rann sitt skeið á enda höfðu 1.009 Skoda bílar verið seldir hér á landi og hafa þeir aldrei verið fleiri. Til samanburðar má nefna að allt árið 2015 seldust 999 Skoda bílar á Íslandi og því ljóst að sölumetið verður enn stærra þegar árið verður gert upp. 663 Skoda Octavia hafa verið seldir fyrstu 10 mánuði ársins og er hann þriðji söluhæsti bíll landsins. Þá má geta þess að 28% þeirra Skoda bifreiða sem seldar voru til einstaklinga og fyrirtækja (bílaleigur undanskildar) eru knúnar metangasi. HEKLA heldur svo áfram yfirburðastöðu sinni á markaði fyrir vistvænar bifreiðar. Tveir þriðju allra vistvænna bíla sem seldir voru fyrstu 10 mánuði ársins voru frá HEKLU og þar af hefur Volkswagen 40% markaðshlutdeild. Þá átti HEKLA þrjár vinsælustu tegundir tengiltvinnbíla fyrstu 10 mánuði ársins. Vinsælastur var Mitsubishi Outlander PHEV, því næst Volkswagen GOLF GTE og í þriðja sæti var Volkswagen Passat GTE. Tengiltvinnbílar Audi, e-tron, eru einnig á mikilli siglingu og það sem af er ári hafa 65 slíkir selst.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent