Minnst 80 eru látnir vegna öflugrar bílasprengju nærri Bagdad í Írak. Að mestu er um að ræða sjíta sem voru í pílagrímsferð frá Íran. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni.
Vörubíl hlöðnum sprengjum var ekið upp að bensínstöð þar sem fyrir voru minnst sjö rútur pílagríma frá Íran sem voru á leiðinni aftur til Íran eftir pílagrímsför til borgarinnnar Karbala. Einnig lést fólk frá Bahrein og Írak, samkvæmt Al Arabiya.
Eins og áður segir hefur Íslamska ríkið lýst yfir ábyrgð á árásinni, en vígamenn samtakanna hafa gert fjöldan allan af sprengjuárásum í Írak á undanförnum árum.
