Jólakaffi með kanil og rjóma Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 22. nóvember 2016 15:00 Linda Benediktsdóttir er forfallin áhugamanneskja um bakstur. Linda Benediktsdóttir segir góðan mat gera lífið skemmtilegra. Hún er mikill sælkeri og til í að prófa eitthvað nýtt fyrir hver jól, þannig skapist minningar. Fjölskyldan bakar saman jólasmákökurnar og í annríkinu síðustu dagana fyrir jól finnst henni gott að hella upp á jólalegt kaffi. "Mig langar alltaf að vera þessi voða skipulagða manneskja sem er með allt tilbúið löngu fyrir jól. Einhvern veginn enda ég samt alltaf með nokkur verkefni síðustu dagana. En ég er ekki frá því að það sé bara hluti af stemmingunni að stússast í búðum rétt fyrir jól. Ég læt það ekki þróast út í stress, reyni að hafa bara gaman af því að hafa mikið að gera,“ segir Linda Benediktsdóttir lífefnafræðingur og forfallin áhugamanneskja um bakstur. Linda hefur bakað frá því hún var barn og upp úr öllum bakstrinum fékk hún einnig áhuga á matargerð. Hún birtir reglulega uppskriftir á síðunum lindaben.is og á kostur.is og opnaði nýlega síðuna makkaronur.is. Það kemur því ekki á óvart að hún er mikill sælkeri sem elskar að gera vel við sig og sína. „Góður matur gerir einfaldlega lífið skemmtilegra og betra og það má segja að ég og maðurinn minn séum algjörir sælkerar. Við elskum að gera vel við okkur og njótum þess í botn að elda saman og spjalla,“ segir Linda. „Við erum þrjú í fjölskyldunni, ég, maðurinn minn og þriggja ára strákurinn okkar. Mér finnst skemmtilegt að hafa jólalegt heima og þá sérstaklega fyrir strákinn minn sem elskar jólin. Við bökum allar jólasmákökurnar saman en hann hefur mjög gaman af því að elda og baka. Við ákveðum jólamatinn í sameiningu nokkrum dögum fyrir jól og þá einfaldlega það sem okkur langar í. Við höfum til dæmis verið með kalkún, hreindýr, önd og nautasteik. Við erum nokkur sem skiptum með okkur verkum í eldhúsinu á jólunum en mamma er þó alltaf yfirkokkurinn. Ég er nýjungagjörn og finnst gaman að upplifa nýja hluti á jólunum. Þannig skapast minningarnar. Jólaísinn hennar mömmu er það eina sem má ekki vanta,“ segir Linda en svo skemmtilega vill til að maðurinn hennar ólst upp við sama ís á sínu æskuheimili. Þau þurftu því ekki að gera neinar málamiðlanir með þá hefð. „Við fáum bæði okkar jólaís, hvort sem við erum hjá mömmu minni eða hans,“ segir Linda. "Ég elska að prófa eitthvað nýtt. Ég kaupi mér oft jólakaffidrykki á kaffihúsum en það er líka gaman að gera sjálf svoleiðis kaffi heima."„Ég kaupi mér oft jólakaffidrykki á kaffihúsum en það er líka gaman að gera sjálf svoleiðis kaffi heima.” Mynd/GVAJólakaffi Lindu 3 ½ msk. af möluðu kaffi½ tsk. kanill2 msk. hlynsíróp1 l vatn500 ml rjómikaramellusósamatarglimmerBlandið saman ½ tsk. af kanil út í 3?½ msk. af möluðu kaffi.Setjið hlynsíróp ofan í könnuna og hellið upp á eins og vanalegaÞeytið rjómann og setjið hann í sprautupoka.Hellið kaffinu á milli kaffibollanna og sprautið rjómanum ofan á kaffið.Setjið karamellusósu ofan á rjómann eftir smekk og skreytið með matarglimmeri. Jól Jólafréttir Jólamatur Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Nótur fyrir píanó Jól Rjúpa líka í forrétt Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Frá ljósanna hásal Jól Jólaguðspjallið Jól Svona gerirðu graflax Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin
Linda Benediktsdóttir segir góðan mat gera lífið skemmtilegra. Hún er mikill sælkeri og til í að prófa eitthvað nýtt fyrir hver jól, þannig skapist minningar. Fjölskyldan bakar saman jólasmákökurnar og í annríkinu síðustu dagana fyrir jól finnst henni gott að hella upp á jólalegt kaffi. "Mig langar alltaf að vera þessi voða skipulagða manneskja sem er með allt tilbúið löngu fyrir jól. Einhvern veginn enda ég samt alltaf með nokkur verkefni síðustu dagana. En ég er ekki frá því að það sé bara hluti af stemmingunni að stússast í búðum rétt fyrir jól. Ég læt það ekki þróast út í stress, reyni að hafa bara gaman af því að hafa mikið að gera,“ segir Linda Benediktsdóttir lífefnafræðingur og forfallin áhugamanneskja um bakstur. Linda hefur bakað frá því hún var barn og upp úr öllum bakstrinum fékk hún einnig áhuga á matargerð. Hún birtir reglulega uppskriftir á síðunum lindaben.is og á kostur.is og opnaði nýlega síðuna makkaronur.is. Það kemur því ekki á óvart að hún er mikill sælkeri sem elskar að gera vel við sig og sína. „Góður matur gerir einfaldlega lífið skemmtilegra og betra og það má segja að ég og maðurinn minn séum algjörir sælkerar. Við elskum að gera vel við okkur og njótum þess í botn að elda saman og spjalla,“ segir Linda. „Við erum þrjú í fjölskyldunni, ég, maðurinn minn og þriggja ára strákurinn okkar. Mér finnst skemmtilegt að hafa jólalegt heima og þá sérstaklega fyrir strákinn minn sem elskar jólin. Við bökum allar jólasmákökurnar saman en hann hefur mjög gaman af því að elda og baka. Við ákveðum jólamatinn í sameiningu nokkrum dögum fyrir jól og þá einfaldlega það sem okkur langar í. Við höfum til dæmis verið með kalkún, hreindýr, önd og nautasteik. Við erum nokkur sem skiptum með okkur verkum í eldhúsinu á jólunum en mamma er þó alltaf yfirkokkurinn. Ég er nýjungagjörn og finnst gaman að upplifa nýja hluti á jólunum. Þannig skapast minningarnar. Jólaísinn hennar mömmu er það eina sem má ekki vanta,“ segir Linda en svo skemmtilega vill til að maðurinn hennar ólst upp við sama ís á sínu æskuheimili. Þau þurftu því ekki að gera neinar málamiðlanir með þá hefð. „Við fáum bæði okkar jólaís, hvort sem við erum hjá mömmu minni eða hans,“ segir Linda. "Ég elska að prófa eitthvað nýtt. Ég kaupi mér oft jólakaffidrykki á kaffihúsum en það er líka gaman að gera sjálf svoleiðis kaffi heima."„Ég kaupi mér oft jólakaffidrykki á kaffihúsum en það er líka gaman að gera sjálf svoleiðis kaffi heima.” Mynd/GVAJólakaffi Lindu 3 ½ msk. af möluðu kaffi½ tsk. kanill2 msk. hlynsíróp1 l vatn500 ml rjómikaramellusósamatarglimmerBlandið saman ½ tsk. af kanil út í 3?½ msk. af möluðu kaffi.Setjið hlynsíróp ofan í könnuna og hellið upp á eins og vanalegaÞeytið rjómann og setjið hann í sprautupoka.Hellið kaffinu á milli kaffibollanna og sprautið rjómanum ofan á kaffið.Setjið karamellusósu ofan á rjómann eftir smekk og skreytið með matarglimmeri.
Jól Jólafréttir Jólamatur Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Nótur fyrir píanó Jól Rjúpa líka í forrétt Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Frá ljósanna hásal Jól Jólaguðspjallið Jól Svona gerirðu graflax Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin