1.850 hestafla Honda Civic fer kvartmíluna á 7,6 sekúndum Finnur Thorlacius skrifar 22. nóvember 2016 10:19 Heimsmet í kvartmílu á framhjóladrifnum bíl var sett á 20 ára gömlum Honda bíl í síðustu viku í Bandaríkjunum. Þessi bíll er ekki beint af hefðbundinni gerð heldur eru 1.850 hestöfl undir húddinu. Kvartmíluna fór hann á 7,61 sekúndu og með endahraðann 321 km/klst. Það merkilega við vél þessa bíls er að hún er aðeins með 2,0 lítra sprengirými og fjögurra strokka en forþjappan í bílnum er á stærð við stóran hund og víst er að hún andar vel miðað við allt það afl sem fæst úr þessari smá vél. Bílnum sjálfur, sem er eldgamall, hefur verið ekið 563.000 kílómetra á sínum 20 árum, en fengið ansi mikla yfirhalningu nú. Metið setti bíllinn í kvartmílukeppninni Import vs. Domestic World Cup Finals í Maryland International Raceway. Í myndskeiðinu hér að ofan sést hvernig Honda Civic bíllinn knái malar bíla eins og Pontiac Firebird og Nissan 240SX bíla sem breytt hefur verið í kvartmílubíla. Bílar video Mest lesið Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent
Heimsmet í kvartmílu á framhjóladrifnum bíl var sett á 20 ára gömlum Honda bíl í síðustu viku í Bandaríkjunum. Þessi bíll er ekki beint af hefðbundinni gerð heldur eru 1.850 hestöfl undir húddinu. Kvartmíluna fór hann á 7,61 sekúndu og með endahraðann 321 km/klst. Það merkilega við vél þessa bíls er að hún er aðeins með 2,0 lítra sprengirými og fjögurra strokka en forþjappan í bílnum er á stærð við stóran hund og víst er að hún andar vel miðað við allt það afl sem fæst úr þessari smá vél. Bílnum sjálfur, sem er eldgamall, hefur verið ekið 563.000 kílómetra á sínum 20 árum, en fengið ansi mikla yfirhalningu nú. Metið setti bíllinn í kvartmílukeppninni Import vs. Domestic World Cup Finals í Maryland International Raceway. Í myndskeiðinu hér að ofan sést hvernig Honda Civic bíllinn knái malar bíla eins og Pontiac Firebird og Nissan 240SX bíla sem breytt hefur verið í kvartmílubíla.
Bílar video Mest lesið Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent