1.850 hestafla Honda Civic fer kvartmíluna á 7,6 sekúndum Finnur Thorlacius skrifar 22. nóvember 2016 10:19 Heimsmet í kvartmílu á framhjóladrifnum bíl var sett á 20 ára gömlum Honda bíl í síðustu viku í Bandaríkjunum. Þessi bíll er ekki beint af hefðbundinni gerð heldur eru 1.850 hestöfl undir húddinu. Kvartmíluna fór hann á 7,61 sekúndu og með endahraðann 321 km/klst. Það merkilega við vél þessa bíls er að hún er aðeins með 2,0 lítra sprengirými og fjögurra strokka en forþjappan í bílnum er á stærð við stóran hund og víst er að hún andar vel miðað við allt það afl sem fæst úr þessari smá vél. Bílnum sjálfur, sem er eldgamall, hefur verið ekið 563.000 kílómetra á sínum 20 árum, en fengið ansi mikla yfirhalningu nú. Metið setti bíllinn í kvartmílukeppninni Import vs. Domestic World Cup Finals í Maryland International Raceway. Í myndskeiðinu hér að ofan sést hvernig Honda Civic bíllinn knái malar bíla eins og Pontiac Firebird og Nissan 240SX bíla sem breytt hefur verið í kvartmílubíla. Bílar video Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent
Heimsmet í kvartmílu á framhjóladrifnum bíl var sett á 20 ára gömlum Honda bíl í síðustu viku í Bandaríkjunum. Þessi bíll er ekki beint af hefðbundinni gerð heldur eru 1.850 hestöfl undir húddinu. Kvartmíluna fór hann á 7,61 sekúndu og með endahraðann 321 km/klst. Það merkilega við vél þessa bíls er að hún er aðeins með 2,0 lítra sprengirými og fjögurra strokka en forþjappan í bílnum er á stærð við stóran hund og víst er að hún andar vel miðað við allt það afl sem fæst úr þessari smá vél. Bílnum sjálfur, sem er eldgamall, hefur verið ekið 563.000 kílómetra á sínum 20 árum, en fengið ansi mikla yfirhalningu nú. Metið setti bíllinn í kvartmílukeppninni Import vs. Domestic World Cup Finals í Maryland International Raceway. Í myndskeiðinu hér að ofan sést hvernig Honda Civic bíllinn knái malar bíla eins og Pontiac Firebird og Nissan 240SX bíla sem breytt hefur verið í kvartmílubíla.
Bílar video Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent