Vill gerast atvinnumaður Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. nóvember 2016 06:00 Systur með fimmtán gullverðlaun Eygló Ósk og Jóhanna Gerða Gústafsdætur voru afar sigursælar á Íslandsmeistaramótinu í 25 m laug sem fór fram um helgina. Þær hafa báðar tryggt sér keppnisrétt á HM í 25 m laug sem fer fram í Kanada í næsta mánuði. vísir/ernir Eygló Ósk Gústafsdóttir ætlar að byggja sig upp fyrir Ólympíuleikana í Tókýó sem atvinnumaður í sundi í Evrópu, fremur en að þekkjast boð um námsstyrk í Bandaríkjunum. Þetta staðfesti hún í samtali við Fréttablaðið. „Það er svo margt sem spilaði inn í þessa ákvörðun. En í grunninn tel ég að það hafi ekki verið rétti kosturinn fyrir mig að fara til Bandaríkjanna. Ég tel betra að finna mér stað í Evrópu þar sem ég get einbeitt mér algerlega að sundinu,“ segir Eygló Ósk, sem var valin íþróttamaður ársins í fyrra. Eygló Ósk er 21 árs og hefur verið að fá boð frá bandarískum háskólum í fimm ár. „Ég hef fengið ótal tölvupósta frá hinum ýmsu háskólum,“ segir hún. „En það lá alltaf fyrir hjá mér að klára menntaskólann á Íslandi fyrst. Það kom svo til greina hjá mér að fara til Bandaríkjanna eftir það en ég ákvað að það væri ekki fyrir mig.“Eygló ætlar að gerast atvinnumaður.vísir/ernirByrja á fullu í janúar Eygló Ósk hefur tekið því rólega síðan hún keppti á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar. Þar komst hún í úrslit í 200 m baksundi og hafði þar með betur í samkeppni við marga fyrrverandi heims- og Ólympíumeistara. En þrátt fyrir að hafa tekið því rólega, ætlar hún ekki að slá slöku við. „Í janúar byrja ég að æfa á fullu og mun ekki hætta fyrr en að Ólympíuleikunum í Tókýó kemur. Ég hef enn rosalega mikinn metnað fyrir því sem ég vil gera en það er líka nauðsynlegt að taka sér hlé þegar tækifæri gefst, ekki síst fyrir andlegu hliðina,“ bætir hún við. Þess ber þó að geta að þrátt fyrir að hafa haft hægt um sig hefur hún æft daglega í sundlauginni.Keppa um peningaverðlaun Næst á dagskrá er að finna sér vettvang þar sem hún verður næstu þrjú og hálfa árið. Í því skyni hefur hún verið að þreifa fyrir sér og prófaði í haust að vera í æfingabúðum í Frakklandi. „Ég dýrka þjálfarann minn á Íslandi og gæti vel hugsað mér að vera áfram hér, ef ég hefði líka stórt keppnislið á bak við mig. En fyrst svo er ekki verður maður að leita annað,“ útskýrir hún. „Fyrst og fremst vil ég finna mér góðan stað þar sem ég get einbeitt mér að sundi án þess að hafa áhyggjur af fjárhagslegu hliðinni. Það er hægt að finna sér keppnislið þar sem maður er á launum og keppa á mótum þar sem peningaverðlaun eru í boði,“ segir hún. „Ég er tilbúin að prófa allt þar sem góð tækifæri eru í boði. En ég ætla að flýta mér hægt og taka mér góðan tíma til að taka endanlega ákvörðun.“ Sund Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir ætlar að byggja sig upp fyrir Ólympíuleikana í Tókýó sem atvinnumaður í sundi í Evrópu, fremur en að þekkjast boð um námsstyrk í Bandaríkjunum. Þetta staðfesti hún í samtali við Fréttablaðið. „Það er svo margt sem spilaði inn í þessa ákvörðun. En í grunninn tel ég að það hafi ekki verið rétti kosturinn fyrir mig að fara til Bandaríkjanna. Ég tel betra að finna mér stað í Evrópu þar sem ég get einbeitt mér algerlega að sundinu,“ segir Eygló Ósk, sem var valin íþróttamaður ársins í fyrra. Eygló Ósk er 21 árs og hefur verið að fá boð frá bandarískum háskólum í fimm ár. „Ég hef fengið ótal tölvupósta frá hinum ýmsu háskólum,“ segir hún. „En það lá alltaf fyrir hjá mér að klára menntaskólann á Íslandi fyrst. Það kom svo til greina hjá mér að fara til Bandaríkjanna eftir það en ég ákvað að það væri ekki fyrir mig.“Eygló ætlar að gerast atvinnumaður.vísir/ernirByrja á fullu í janúar Eygló Ósk hefur tekið því rólega síðan hún keppti á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar. Þar komst hún í úrslit í 200 m baksundi og hafði þar með betur í samkeppni við marga fyrrverandi heims- og Ólympíumeistara. En þrátt fyrir að hafa tekið því rólega, ætlar hún ekki að slá slöku við. „Í janúar byrja ég að æfa á fullu og mun ekki hætta fyrr en að Ólympíuleikunum í Tókýó kemur. Ég hef enn rosalega mikinn metnað fyrir því sem ég vil gera en það er líka nauðsynlegt að taka sér hlé þegar tækifæri gefst, ekki síst fyrir andlegu hliðina,“ bætir hún við. Þess ber þó að geta að þrátt fyrir að hafa haft hægt um sig hefur hún æft daglega í sundlauginni.Keppa um peningaverðlaun Næst á dagskrá er að finna sér vettvang þar sem hún verður næstu þrjú og hálfa árið. Í því skyni hefur hún verið að þreifa fyrir sér og prófaði í haust að vera í æfingabúðum í Frakklandi. „Ég dýrka þjálfarann minn á Íslandi og gæti vel hugsað mér að vera áfram hér, ef ég hefði líka stórt keppnislið á bak við mig. En fyrst svo er ekki verður maður að leita annað,“ útskýrir hún. „Fyrst og fremst vil ég finna mér góðan stað þar sem ég get einbeitt mér að sundi án þess að hafa áhyggjur af fjárhagslegu hliðinni. Það er hægt að finna sér keppnislið þar sem maður er á launum og keppa á mótum þar sem peningaverðlaun eru í boði,“ segir hún. „Ég er tilbúin að prófa allt þar sem góð tækifæri eru í boði. En ég ætla að flýta mér hægt og taka mér góðan tíma til að taka endanlega ákvörðun.“
Sund Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira