Dave Chappelle og Netflix í eina sæng Anton Egilsson skrifar 21. nóvember 2016 20:59 Dave Chappelle snýr aftur á skjáinn. Vísir/GETTY Aðdáendur Dave Chappelle geta nú beðið spenntur en bandaríska streymiþjónustan Netflix hefur nú tilkynnt um endurkomu uppistandarans á sjónvarpsskjáinn. Greint er frá því á Variety að sérstakir uppistandsþættir með Chappelle, sem verða þrír talsins, muni líta dagsins ljós á Netflix á næsta ári en endanleg dagsetning liggur ekki fyrir. Chappelle sem er 43 ára sló fyrst í gegn í byrjun tíunda áratugarins og lék hann til að mynda í kvikmyndum á borð við The Nutty Professor, Con Air, Half Baked og Undercover Brother. Hann er þekktastur fyrir grínþætti sína Chappelle's Show sem sýndir voru á sjónvarpsstöðinni Comedy Central. Lokaþáttur Chappelle’s Show fór í loftið árið 2006 en Chappelle hafnaði samningi sem hljóðaði upp á 55 milljónir Bandaríkjadali eða því sem samsvarar rúmlega sjö milljarða íslenskra króna fyrir að halda áfram með þáttinn. Hann ákvað þess í stað að flytjast búferlum til Suður Afríku og hefur lítið sem ekkert verið í sviðsjósinu síðan þá. Netflix hafa að undanförnu lagt mikið kapp á að hasla sér völl á sviði uppistands en fyrir skömmu gerðu þeir samning við Chris Rock um gerð uppistandsþátta sem hljóðaði upp á hvorki meira né minna en 40 milljónir dollara. Með nýlönduðum samningi við Chappelle hefur Netflix því styrkt stöðu sína enn frekar. Netflix Tengdar fréttir Dave Chappelle á landinu: Borðaði á Kol og drakk á Kalda Bandaríski grínistinn Dave Chappelle og leikkonan Tessa Thompson eru stödd saman á landinu en þau snæddu á veitingastaðnum Kol í gærkvöldi. 20. maí 2015 20:50 Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fleiri fréttir Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Sjá meira
Aðdáendur Dave Chappelle geta nú beðið spenntur en bandaríska streymiþjónustan Netflix hefur nú tilkynnt um endurkomu uppistandarans á sjónvarpsskjáinn. Greint er frá því á Variety að sérstakir uppistandsþættir með Chappelle, sem verða þrír talsins, muni líta dagsins ljós á Netflix á næsta ári en endanleg dagsetning liggur ekki fyrir. Chappelle sem er 43 ára sló fyrst í gegn í byrjun tíunda áratugarins og lék hann til að mynda í kvikmyndum á borð við The Nutty Professor, Con Air, Half Baked og Undercover Brother. Hann er þekktastur fyrir grínþætti sína Chappelle's Show sem sýndir voru á sjónvarpsstöðinni Comedy Central. Lokaþáttur Chappelle’s Show fór í loftið árið 2006 en Chappelle hafnaði samningi sem hljóðaði upp á 55 milljónir Bandaríkjadali eða því sem samsvarar rúmlega sjö milljarða íslenskra króna fyrir að halda áfram með þáttinn. Hann ákvað þess í stað að flytjast búferlum til Suður Afríku og hefur lítið sem ekkert verið í sviðsjósinu síðan þá. Netflix hafa að undanförnu lagt mikið kapp á að hasla sér völl á sviði uppistands en fyrir skömmu gerðu þeir samning við Chris Rock um gerð uppistandsþátta sem hljóðaði upp á hvorki meira né minna en 40 milljónir dollara. Með nýlönduðum samningi við Chappelle hefur Netflix því styrkt stöðu sína enn frekar.
Netflix Tengdar fréttir Dave Chappelle á landinu: Borðaði á Kol og drakk á Kalda Bandaríski grínistinn Dave Chappelle og leikkonan Tessa Thompson eru stödd saman á landinu en þau snæddu á veitingastaðnum Kol í gærkvöldi. 20. maí 2015 20:50 Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fleiri fréttir Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Sjá meira
Dave Chappelle á landinu: Borðaði á Kol og drakk á Kalda Bandaríski grínistinn Dave Chappelle og leikkonan Tessa Thompson eru stödd saman á landinu en þau snæddu á veitingastaðnum Kol í gærkvöldi. 20. maí 2015 20:50