Þennan völdu konur bestan Finnur Thorlacius skrifar 21. nóvember 2016 14:10 Jaguar F-Pace. Á hverju ári velja bílablaðakonur um allan heim bíl sem þeim finnst skara framúr. Í dómnefndinni eru 17 konur frá 14 löndum og þetta árið völdu þær Jaguar F-Pace jeppann sem sinn uppáhalds bíl. Margir bílablaðamenn af báðum kynjum mæra þennan bíl fyrir frábæra aksturseiginleika, öflugar vélar og frábært innanrými, en það sem skipti líklega mestu máli fyrir dómnefndina að þessu sinni er ytra útlit hans, sem virðist höfða sérstaklega vel til kvenna. F-Pace jeppinn var einnig valinn besti jeppinn í þessari kosningu kvenbílablaðamanna. Þessi fyrsti jeppi Jaguar er að færa nýjan kaupendahóp til breska bílaframleiðandans og hefur hann selst einkar vel frá útkomu hans fyrr í ár. Hann má fá með allt að 380 hestafla vél og er hann með henni aðeins 5,5 sekúndur í hundraðið. Í fyrra valdi þessi sama dómnefnd Volvo XC90 jeppann sem besta bílinn og líka sem besta jeppann og því virðist sem jeppar eigi sérlega vel uppá pallborðið hjá konum um þessar mundir. Valið stóð alls á milli 294 bílgerða og komust 32 þeirra í úrslitavalið. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent
Á hverju ári velja bílablaðakonur um allan heim bíl sem þeim finnst skara framúr. Í dómnefndinni eru 17 konur frá 14 löndum og þetta árið völdu þær Jaguar F-Pace jeppann sem sinn uppáhalds bíl. Margir bílablaðamenn af báðum kynjum mæra þennan bíl fyrir frábæra aksturseiginleika, öflugar vélar og frábært innanrými, en það sem skipti líklega mestu máli fyrir dómnefndina að þessu sinni er ytra útlit hans, sem virðist höfða sérstaklega vel til kvenna. F-Pace jeppinn var einnig valinn besti jeppinn í þessari kosningu kvenbílablaðamanna. Þessi fyrsti jeppi Jaguar er að færa nýjan kaupendahóp til breska bílaframleiðandans og hefur hann selst einkar vel frá útkomu hans fyrr í ár. Hann má fá með allt að 380 hestafla vél og er hann með henni aðeins 5,5 sekúndur í hundraðið. Í fyrra valdi þessi sama dómnefnd Volvo XC90 jeppann sem besta bílinn og líka sem besta jeppann og því virðist sem jeppar eigi sérlega vel uppá pallborðið hjá konum um þessar mundir. Valið stóð alls á milli 294 bílgerða og komust 32 þeirra í úrslitavalið.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent