Boli og Würth á Íslandi í samstarfi við X977 völdu Harðasta Iðnaðarmanninn árið 2016.
Blikksmiðurinn Halldóra Þorvarðardóttir stóð uppi sem sigurvegari en hún er 74 ára og hefur verið að vinna sem blikksmiður í yfir 30 ár og ekkert farin að hugsa um að hætta.
Hún var einnig fyrsta kona á Íslandi sem keyrði strætó. Ásamt því að vera duglegasta manneskja sem til er og með stærri „byssur“ en margir að þá er hún besta amma í heiminum.
Halldór í raun rústaði kosningunni og er svo sannarlega harðasti iðnaðarmaðurinn á Íslandi. Hér að neðan má sjá skemmtilegar myndir frá verðlaunaafhendingunni.
Halldóra er harðasti iðnaðarmaður Íslands 2016

Tengdar fréttir

Hver er harðasti iðnaðarmaðurinn á Íslandi 2016?
Útvarpsstöðin X977 leitar að harðasta iðnaðarmanninum á Íslandi.