Knastáslaus vél í fyrsta fjöldaframleidda bílinn 21. nóvember 2016 12:30 Svíinn Christian von Koenigsegg hefur lengi unnið að þróun knastáslausrar bílvélar, en slíkar vélar hafa óumdeilda kosti umfram vélar með knastásum. Nú er svo komið að því að slík vél sjáist í fyrsta fjöldaframleidda bílnum því kínverski bílaframleiðandinn Qoros ætlar að setja slíka vél í Qoros 3 bíl og sýna hann seinna í þessum mánuði á bílasýningu í Guangshou í Kína. Þessi vél kemur úr smiðju FreeValve sem er dótturfyrirtæki Koenigsegg og er hún um margt merkileg. Í fyrsta lagi er hún með 47% meira afl en samskonar vél með knastása. Vélin er aðeins 1,6 lítra en skilar 230 hestöflum. Hún er með 45% meira tog, eða 320 Nm og mengar 15% minna. Auk þess að nota ekki hefðbundna knastása til að opna innsogs- og útblástursventla þá slekkur vélin á þeim strokkum sem ekki er not fyrir þegar vélin vinnur undir litlu álagi og með því lækkar eyðsla vélarinnar enn frekar. Í meðfylgjandi myndskeiði er tæknin bak við þessa tímamóta vél útskýrð að einhverju leiti. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent
Svíinn Christian von Koenigsegg hefur lengi unnið að þróun knastáslausrar bílvélar, en slíkar vélar hafa óumdeilda kosti umfram vélar með knastásum. Nú er svo komið að því að slík vél sjáist í fyrsta fjöldaframleidda bílnum því kínverski bílaframleiðandinn Qoros ætlar að setja slíka vél í Qoros 3 bíl og sýna hann seinna í þessum mánuði á bílasýningu í Guangshou í Kína. Þessi vél kemur úr smiðju FreeValve sem er dótturfyrirtæki Koenigsegg og er hún um margt merkileg. Í fyrsta lagi er hún með 47% meira afl en samskonar vél með knastása. Vélin er aðeins 1,6 lítra en skilar 230 hestöflum. Hún er með 45% meira tog, eða 320 Nm og mengar 15% minna. Auk þess að nota ekki hefðbundna knastása til að opna innsogs- og útblástursventla þá slekkur vélin á þeim strokkum sem ekki er not fyrir þegar vélin vinnur undir litlu álagi og með því lækkar eyðsla vélarinnar enn frekar. Í meðfylgjandi myndskeiði er tæknin bak við þessa tímamóta vél útskýrð að einhverju leiti.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent