Játa þátt kaþólsku kirkjunnar í þjóðarmorðunum 1994 í Rúanda Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. nóvember 2016 00:03 Höfuðkúpur margra sem slátrað var árið 1994 eru nú geymdar á safni í Kigali, höfuðborg Rúanda, sem geymir ýmsa muni tengda þjóðarmorðunum. vísir/getty Forstöðumenn kaþólsku kirkjunnar í Rúanda hafa beðist afsökunar á þætti hennar og gjörðum kristinna manna í þjóðarmorðunum sem áttu sér stað þar í landi árið 1994. Þetta kemur fram í frétt á vef Al-Jazeera. Í yfirlýsingu frá biskupum kirkjunnar, sem birtist í dag, var viðurkennt að meðlimir hennar hefðu lagt á ráð um og tekið þátt í að myrða meira en 800 þúsund Tútsía og Hútúa. Flestir vígamannanna voru öfgamenn úr hópi Hútúa. „Við biðjumst afsökunar á öllu því ranga sem kirkjan átti þátt í. Við biðjumst afsökunar fyrir hönd allra kristinna manna. Það er okkur mikill harmur að meðlimir kirkjunnar hafi brotið gegn hollustu sinni við boðorð Guðs,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Margir, sem sluppu lifandi úr hörmungunum, báru vitni um að klerkar, prestar, nunnur og aðrir þjónar kirkjunnar hefðu tekið þátt í morðunum. Í skýrslum, sem unnar hafa verið af yfirvöldum í landinu, kemur meðal annars fram að kirkjunnar menn hafi banað fólki sem leitaði náðar í húsum Guðs. Þjóðarmorðin áttu sér stað fyrir rúmum tuttugu árum eftir að þáverandi forseti landsins, Hútúinn Juvénal Habyarimana, lést í flugslysi. Kirkjan hefur löngum neitað þætti sínum í þjóðarmorðunum og hefur hingað til borið því við að böðlarnir hefðu tekið sjálfir upp á ósómanum. „Fyrirgefið okkur þessa hræðilegu hatursglæpi sem áttu sér stað í landinu og hatrið sem við sýndum fólki af öðrum ættbálkum. Í stað þess að vera ein fjölskylda gripum við til vopna og morða,“ segir í yfirlýsingunni. Rúanda Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Forstöðumenn kaþólsku kirkjunnar í Rúanda hafa beðist afsökunar á þætti hennar og gjörðum kristinna manna í þjóðarmorðunum sem áttu sér stað þar í landi árið 1994. Þetta kemur fram í frétt á vef Al-Jazeera. Í yfirlýsingu frá biskupum kirkjunnar, sem birtist í dag, var viðurkennt að meðlimir hennar hefðu lagt á ráð um og tekið þátt í að myrða meira en 800 þúsund Tútsía og Hútúa. Flestir vígamannanna voru öfgamenn úr hópi Hútúa. „Við biðjumst afsökunar á öllu því ranga sem kirkjan átti þátt í. Við biðjumst afsökunar fyrir hönd allra kristinna manna. Það er okkur mikill harmur að meðlimir kirkjunnar hafi brotið gegn hollustu sinni við boðorð Guðs,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Margir, sem sluppu lifandi úr hörmungunum, báru vitni um að klerkar, prestar, nunnur og aðrir þjónar kirkjunnar hefðu tekið þátt í morðunum. Í skýrslum, sem unnar hafa verið af yfirvöldum í landinu, kemur meðal annars fram að kirkjunnar menn hafi banað fólki sem leitaði náðar í húsum Guðs. Þjóðarmorðin áttu sér stað fyrir rúmum tuttugu árum eftir að þáverandi forseti landsins, Hútúinn Juvénal Habyarimana, lést í flugslysi. Kirkjan hefur löngum neitað þætti sínum í þjóðarmorðunum og hefur hingað til borið því við að böðlarnir hefðu tekið sjálfir upp á ósómanum. „Fyrirgefið okkur þessa hræðilegu hatursglæpi sem áttu sér stað í landinu og hatrið sem við sýndum fólki af öðrum ættbálkum. Í stað þess að vera ein fjölskylda gripum við til vopna og morða,“ segir í yfirlýsingunni.
Rúanda Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira