Magnus Carlsen tryggði sér heimsmeistaratitilinn Atli Ísleifsson skrifar 30. nóvember 2016 23:45 Magnus Carlsen, sem heldur upp á 26 ára afmælisdag sinn í dag, varð fyrst heimsmeistari árið 2013 þegar hann vann sigur á Indverjanum Viswanathan Anand. Vísir/Getty Norski stórmeistarinn Magnus Carlsen tryggði sér í kvöld heimsmeistaratitilinn í skák þegar hann vann sigur á Rússanum Sergei Karjakin í bráðabana. Carlsen og Karjakin voru báðir með sex vinninga eftir skákirnar tólf og þyrfti því að grípa til bráðabana sem fór fram í kvöld. Fyrirkomulagið var á þá leið að kepptar voru fjórar atskákir með 25 mínútna umhugsunartíma, auk þess að 10 sekúndur bættust við fyrir hvern leik. Jafntefli varð í tveimur fyrstu skákunum, en Carlsen var með yfirburði í annarri skákinni en mistókst þó að landa sigri. Í þeirri þriðju hafði Carlsen svo sigur og átti Karjakin erfitt verk að vinna þar sem jafntefli dugði Carlsen í þeirri fjórðu – skák þar sem Carlsen var hvítur. Karjakin reyndi að sækja gegn Carlsen en allt kom fyrir ekki. Carlsen spilaði vel og vann einnig fjórðu skákina með tilþrifum.120 milljóna verðlaunapotti skipt á milli Carlsen, sem heldur upp á 26 ára afmælisdag sinn í dag, varð fyrst heimsmeistari árið 2013 þegar hann vann sigur á Indverjanum Viswanathan Anand. Karjakín vann sér inn einvígið gegn Carlsen með því að vera hlutskarpastur á áskorendamótinu svokallaða. Meðal annarra á mótinu má nefna Viswanathan Anand, Fabiano Caruana, Peter Svidler og Anish Giri. Áður fyrr var það þannig að ríkjandi heimsmeistari héldi titlinum lyki keppni á jöfnu, eins og tilfellið er nú. Þeirri reglu hefur verið kastað fyrir borð. Auk heimsmeistaratignarinnar hlýtur sigurvegarinn bróðurpartinn af 120 milljóna króna verðlaunafénu.Að neðan má sjá textalýsingu Chess24 yfir skákir kvöldsins. Smellið á efsta borðann til að velja skák. Noregur Rússland Skák Tengdar fréttir Heimsmeistaratign og 120 milljónir króna undir í New York í kvöld Heimsmeistari í skák verður krýndur í kvöld þegar Norðmaðurinn og ríkjandi heimsmeistari, Magnus Carlsen, og áskorandinn, Sergey Karjakín frá Rússlandi, leiða saman riddara sína. 30. nóvember 2016 10:06 Úrslitaskákinni lauk með jafntefli svo ballið heldur áfram Stórmeistararnir munu þurfa að tefla atskákir. 28. nóvember 2016 20:02 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
Norski stórmeistarinn Magnus Carlsen tryggði sér í kvöld heimsmeistaratitilinn í skák þegar hann vann sigur á Rússanum Sergei Karjakin í bráðabana. Carlsen og Karjakin voru báðir með sex vinninga eftir skákirnar tólf og þyrfti því að grípa til bráðabana sem fór fram í kvöld. Fyrirkomulagið var á þá leið að kepptar voru fjórar atskákir með 25 mínútna umhugsunartíma, auk þess að 10 sekúndur bættust við fyrir hvern leik. Jafntefli varð í tveimur fyrstu skákunum, en Carlsen var með yfirburði í annarri skákinni en mistókst þó að landa sigri. Í þeirri þriðju hafði Carlsen svo sigur og átti Karjakin erfitt verk að vinna þar sem jafntefli dugði Carlsen í þeirri fjórðu – skák þar sem Carlsen var hvítur. Karjakin reyndi að sækja gegn Carlsen en allt kom fyrir ekki. Carlsen spilaði vel og vann einnig fjórðu skákina með tilþrifum.120 milljóna verðlaunapotti skipt á milli Carlsen, sem heldur upp á 26 ára afmælisdag sinn í dag, varð fyrst heimsmeistari árið 2013 þegar hann vann sigur á Indverjanum Viswanathan Anand. Karjakín vann sér inn einvígið gegn Carlsen með því að vera hlutskarpastur á áskorendamótinu svokallaða. Meðal annarra á mótinu má nefna Viswanathan Anand, Fabiano Caruana, Peter Svidler og Anish Giri. Áður fyrr var það þannig að ríkjandi heimsmeistari héldi titlinum lyki keppni á jöfnu, eins og tilfellið er nú. Þeirri reglu hefur verið kastað fyrir borð. Auk heimsmeistaratignarinnar hlýtur sigurvegarinn bróðurpartinn af 120 milljóna króna verðlaunafénu.Að neðan má sjá textalýsingu Chess24 yfir skákir kvöldsins. Smellið á efsta borðann til að velja skák.
Noregur Rússland Skák Tengdar fréttir Heimsmeistaratign og 120 milljónir króna undir í New York í kvöld Heimsmeistari í skák verður krýndur í kvöld þegar Norðmaðurinn og ríkjandi heimsmeistari, Magnus Carlsen, og áskorandinn, Sergey Karjakín frá Rússlandi, leiða saman riddara sína. 30. nóvember 2016 10:06 Úrslitaskákinni lauk með jafntefli svo ballið heldur áfram Stórmeistararnir munu þurfa að tefla atskákir. 28. nóvember 2016 20:02 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
Heimsmeistaratign og 120 milljónir króna undir í New York í kvöld Heimsmeistari í skák verður krýndur í kvöld þegar Norðmaðurinn og ríkjandi heimsmeistari, Magnus Carlsen, og áskorandinn, Sergey Karjakín frá Rússlandi, leiða saman riddara sína. 30. nóvember 2016 10:06
Úrslitaskákinni lauk með jafntefli svo ballið heldur áfram Stórmeistararnir munu þurfa að tefla atskákir. 28. nóvember 2016 20:02